Tuesday, March 1, 2005

"Enn árás í Ísrael" segir RÚV og lýsir síðan árás skæruliða á öryggisverði í ólöglegri landtökubyggð á herteknum Vesturbakkanum. Þetta er ekki árás í Ísrael, þetta er árás í Palestínu!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Líbanska stjórnarandstaðan krefst brottfarar Sýrlendinga eins og sjá mátti fyrir með morðinu á Hariri. Sýrlendingar hefðu varla verið svo heimskir að myrða hann (án þess að hafa neitt sjáanlegt upp úr því sjálfir) til þess eins að píska upp almenn mótmæli gegn hernámi þeirra. Morðið á Hariri kemur sér illa fyrir Sýrlendinga eins og hverjum manni var ljóst strax í upphafi. Það sem kemur sér illa fyrir Sýrlendinga kemur sér vel fyrir Ísrael og Bandaríkin. Cui bono? Hver hagnast?

No comments:

Post a Comment