Tuesday, March 29, 2005

Þrjú kommablöð í pósti


Ég fékk áðan hvorki meira né minna en þrjú kommablöð í póstinum:
* Socialist Worker, vikublað sem trotskíistaflokkurinn Socialist Workers Party gefur út í Bretlandi og er oft innihaldsríkt og áhugavert. Ath. að SWP er ekki sami flokkur og Socialist Equality Party, sem heldur úti World Socialist Web Site.
* Fight Racism! Fight Imperialism! er blað með óþjált nafn, útgefið af Revolutionary Communist Group í Bretlandi og eiginlega lýsir hið óþjála nafn blaðinu ágætlega vel. Þetta tölublað má sjá hér.
* Lalkar er þriðja blaðið, merkisblað sem hefur komið út í næstum því fjóra áratugi og er skrifað af meira og minna sama fólki og skrifar The Proletarian, þ.e.a.s. Communist Party of Great Britain (Marxist-Leninist). Lalkar er ólíkt flestum öðrum blöðum sem maður hefur séð. Kemur út ársfjórðungslega og er að verulegu leyti um þeoretískan sósíalisma ... og stendur eins og klettur við hlið Kim Jong-il í N-Kóreu og Roberts Mugabe í Zimbabwe. Óvenjulegt sjónarhorn.

No comments:

Post a Comment