Thursday, March 24, 2005

Gleymið því ekki að Vantrú sýnir Life of Brian annað kvöld og ykkur er öllum boðið. Hver segir að föstudagurinn langu þurfi að vera leiðinlegur?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Birgir Baldursson var í viðtali í Speglinum í gær ... á það viðtal má hlusta hérna ... og ég hvet fólk til þess.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um fyrirhugaða byggingu þúsunda nýrra landtökubyggða Ísraela á Vesturbakkanum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Wolfowitz fagnað sem væntanlegum bankastjóra World Bank.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sverrir Jakobsson tekur í sama streng og ég varðandi rósturnar í Kyrgyztan (hann stafsetur nafn landsins öðruvísi): Hér er að öllum líkindum á ferðinni valdarán, þótt það sé dulið á bak við fjöldamótmæli sem sjálfsagt eiga rétt á sér sem slík. Fjöldamótmæli eru eins og góður byr og afturhaldssamir valdaræningjar eru eins og vanir skipstjórar sem kunna að sigla pólitískan beitivind.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um það, þá hef ég tekið eftir einu: Fréttirnar um að Baburam Bhattarai, varaformaður nepalska maóistaflokksins, hafi verið vikið frá störfum, virðast allar vera komnar frá óvinum hans og þeirra. Vitnað hefur verið í heimildarmenn innan nepalska hersins, opinbert málgagn krúnunnar hefur flaggað fréttinni og fleiri hægrisinnaðar fréttastofur líka. Mainstream-pressan hefur síðan étið þetta upp eftir þeim. Með öðrum orðum, þá sé ég ekki betur en að verið sé að skúbba áróðri til þess að grafa undan maóistum þegar þeir þurfa mest á kröftum sínum að halda: Núna. Þannig að ... ég leyfi mér að efast um að Bhattarai hafi verið vikið frá. Það gæti vel verið, en heimildirnar fyrir því hafa of mikilla hagsmuna að gæta. Nepalski herinn og krúnan eru of hlutdrægar heimildir til að þeim sé treystandi. Þótt þetta gæti í sjálfu sér verið rétt. Allavega, það kemur í ljós.

No comments:

Post a Comment