Thursday, March 31, 2005

„The only security for the American people today, or for any people, is to be found through the control of force rather than the use of force.“ (Norman Cousins)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Með því að beita minnihlutann ofríki og ofbeldi segir meirihluti utanríkismálanefndar „Íraksmálinu vera lokið“ og engan skyldi undra, að niðurstaða meirihlutans er sú, að ríkisstjórnin hafi verið í rétti. Rökstuðningur? Hverjum er ekki sama um slík formsatriði? Hér ríkir lýðræði. Hér ræður einfaldur meirihluti hvað er rétt og hvað er rangt. Ef Davíð Kjarna-Oddsson væri sköpunarsinni er ég viss um að hann mundi láta einfaldan meirihluta komast lýðræðislega að þeirri niðurstöðu að Darwin hefði verið vitleysingur. Og kynvillingur. Hefði turnast til krysstni á banabeði.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er ekkert annað en óhugnanlegt sem var í blaðinu í dag, að Richardo Sanchez, þáverandi yfirmaður bandaríska herafla í Írak, hefði sjálfur veitt samþykki fyrir pyntingum á íröskum föngum. Hvernig geta þessir skítbuxar ekki skilið hvað það er freklegur glæpur að svala sadisma sínum á varnarlausum föngum?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þökk sé þessumnheiðursmönnum sem ráða Bandaríkjunum er fjórðungur íraskra barna vannærður. Ætli þeir séu ekki ánægðir með sig? Skemmst er að minnast þess, þegar Madeleine Albright, sú skepna, sagði að sér þætti það ásættanlegt að 5000 írösk börn dæju á mánuði í 12 ár til þess að refsa Saddam og halda honum í skefjum. Skepna!

Undir þessu hárðneskjulega yfirborði
slær hjarta úr steini!

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Andra Pradesh, Indlandi: Einn af æðstu leiðtogum Naxalbari-skæruliða drepinn í atökum við lögreglu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Áróðurs-skúbb nepölsku krúnunnar gegn maóistum heldur áfram. Nú er sagt að sést hafi til stuðningsmanna Bhattarais í annars konar búningum en stuðningsmenn Prachandas klæðist. Mín kenning: Það voru engir stuðningsmenn Bhattarais í öðruvísi búningum. Ef sagan er ekki hreinlega skálduð upp, þá er allt eins líklegt að þarna hafi verið á ferðinni hermenn krúnunnar í skæruliðabúningum. Bhattarai og Prachanda eru engir asnar. Þeir vita vel að núna er það mikilvægara en nokkru sinni að treysta raðir maóista. Krúnan hefur reigt sig upp og lætur skína í óhreistraðan kviðinn. Ef einhvern tímann var lag, þá er það núna. Láta boxhanskann vaða í bumbuna á kvikindinu. Og frá sjónarhóli krúnunnar var oft þörf en nú nauðsyn, að kljúfa maóista. Ég trúi því varla að maóistar séu svo miklir kjánar að láta krúnunni heppnast það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það hefur varla farið framhjá neinum að Mugabe er spáð stórsigri í kosningunum í Zimbabwe. MDC, eða Movement for Democratic Change, stjórnarandstaðan, held ég, satt að segja, að væru ennþá verri kostur. Ef valið stendur milli þjóðernissinnaðs, veruleikafirrts innlends rugludalls með mikilmennskubrjálæði, sem berst gegn nýlendustefnu og skiptir landi upp milli fátækra bænda, og lýðskrumandi landráðamanna sem eru hræsnarar og leppar vestrænna heimsvaldaríkja, með hvorum stendur maður þá? Ég held að maður hljóti að vera á móti báðum, en fyrir mitt leyti gæti ég kannski sagt að ég væri meira á móti MDC. Aðallega kenni ég samt í brjósti um alþýðu manna í landinu. Þótt Mugabe hafi verið þjóðfrelsishetja til að byrja með er vafasamt að kalla hann hæfan stjórnmálamann. Zimverjar eiga betra skilið.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Carlyle Group, ein af atkvæðameiri framkvæmdanefndum heims-auðvaldsins, einn af ókræsilegri holdgervingum heimsvaldastefnu og innbyrðis valdafróunar forréttindastéttar heimsins, kemst í feitt um þessar mundir.

No comments:

Post a Comment