Friday, March 18, 2005

* Vantrúarsýning í Snarrót klukkan 20 í kvöld: Komið þangað.
* Mótmæli gegn Íraksstríði á Ingólfstorgi klukkan 14 á morgun: Komið líka þangað.

Úr fréttum:
* Írak: Maður handtekinn, grunaður um að hafa ætlað að myrða ekki ómerkilegri mann en ayatollah al-Sistani. Ef Sistani væri myrtur mætti búast við hrikalegum hefndum. M.ö.o., ef menn eru að reyna að auka enn á spennuna í Írak og espa innbyrðis átök Íraka, þá væri morð á al-Sistani stórt skref í þá átt.
* Indland: Naxalbari-skæruliðar snúið aftur til átaka í Vestur-Bengal eftir meira en 30 ára fjarveru.
* Nepal: Innanríkisráðuneytið segir að sjálfur Baburam Bhattarai, næst-æðsti maður í CPN (Maoist), hafi verið sviptur embætti og rekinn úr flokknum vegna ósættis við Prachanda formann og eftir misheppnaðar friðarviðræður við stjórnvöld. Maóistaflokkurinn vísar þessu hins vegar á bug. Er maóistaflokkurinn að klofna eða er hann ekki að klofna? Ég mun fylgjast grannt með gangi mála. Á sama tíma segir Dr. Tulsi Giri, sem er eins konar bráðabirgða-forsætisráðherra, að það komi ekki til greina að ræða um frið við maóistana. Krúnan tekur harða afstöðu gegn Deuba forsætisráðherra og gegn maóistunum. Nú er sjálfsagt lag fyrir maóistana að herða sóknina meðan krúnan er í þessari heimskulegu, þrjóskulegu klemmu. Ef þeir eru að klofna, þá hlýtur það að veikja þá og gera þeim erfiðara fyrir að nýta sér lagið þegar það gefst.

No comments:

Post a Comment