Sunday, March 27, 2005

Tveir afghanskir fangar létu lífið í haldi Bandaríkjamanna eftir barsmíðar og misþyrmingar. Hermennirnir eru kærðir fyrir verknaðinn og segja þessa meðferð alvanalega og að þeim hafi verið kennt til verka af hernum. Kemur á óvart? Ekki mér, svo mikið er víst. Þetta er sami herinn og er á Miðnesheiði.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Genf fundar mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjamenn reyna að fá samþykkta ályktun sem fordæmi mannréttindabrot Kúbustjórnar -- meðan mannréttindabrot í Abu Ghraib og Guantanamo fást ekki einu sinni rædd. Mannréttindi sem skiptimynt í pólitískri refskák ... fuss!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Frv. hermaður á Haiti segir að meðan hann hafi verið í fangelsi hafi maður frá skrifstofu Tortues valdaræningja beðið hann að myrða samfanga sinn, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Aðförinni að Aristide, fylgismönnum hans og lýðræði á Haiti er hvergi nærri lokið. Haiti, landið sem fólk nennir ekki að muna eftir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Alþingismannahópurinn er kominn heim frá Palestínu og Jónína Bjartmarz sagði í fréttum í gær að ástandið þar væri mun verra en hún hefði gert sér grein fyrir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Yfirlæknar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi segja stjórnendur og skrifstofubákn vera ljá í þúfu við rekstur spítalans. Að svo miklu leyti sem ég þekki til starfsemi LSH held ég að megi taka undir þetta.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
...og biskupinn vill auka kristinfræðikennslu. Það var og. Hann og kónar hans finna að þessi trénaða kirkjudrusla þeirra er á flæðiskeri stödd og vilja slá í klár heilaþvottarins. Ekki veitir af, annars gæti pyngjan hætt að þyngjast. Ópíum fyrir fólkið, tilboð, afsláttur. Fáið ykkur ópíum.

No comments:

Post a Comment