Friday, December 30, 2005

Ekki fjórða valdið?

Hagsmunatengsl milli atvinnulífs og fjölmiðla?
=== === === ===
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um Paul Watson. Hallast samt helst að því að hann sé klikkaður.
=== === === ===
Jæja, Bretar riðnir á vaðið. Hvað skyldi líða langt þar til íslenskir kynvillingar og einhleypingar fá að ættleiða?
=== === === ===
Ríkisstjórn Pakistans hefur gefið fyrirmæli um að öllum erlendum nemendum verði vísað úr trúarlegum skólum (madras) fyrir áramót. Flestir sýna þeir víst ekkert fararsnið á sér. Þetta er nokkuð djarft teflt, pólitísk séð. Ef ríkisstjórn gefur fyrirmæli og þeim er ekki hlýtt, þá er hún hreint ekki eins trúverðug á eftir og áður. Ætli pakistanskir klerkar treysti pólitískum ítökum sínum svona vel?
=== === === ===
Stríðsherrar í Mogadishu í Sómalíu hafa stofnað eigin ríkisstjórn, og þar með er orðið til þriðja klofninslandið, ásamt Puntlandi og Sómalílandi.
=== === === ===
Nepalskir maóistar hafa hótað því spilla sýndarkosningunum 8. febrúar, að vísu með þeim fyrirvara að fólk verði ekki drepið og því verði ekki rænt. Konungsstjórnin býður á móti starfsmönnum við kosningarnar umtalsverðar fjárhæðir í tryggingu fyrir öryggi sínu - allt að 700.000 rúpíum.

Úr fréttum

Bjarga listaverkum, bjarga pandabjörnum, ef fólki? Iss...
=== === === ===
Í Mogga gærdagsins birtist þessi frétt í aðeins drýgri útgáfu. Þar voru FARC-skæruliðar kallaðir „eiturlyfjaskæruliðar“. Það er bein -- gagnrýnislaus -- þýðing á narcoterror. Gildishlaðin orð í fréttaflutningi, enda fer ekki milli mála hverja Moggi styður. Vinstrisinnaða eiturlyfjaskæruliða eða dauðasveitir og heimsvaldasinnaða leppstjórn? Ekki erfitt val. Það er að segja, ekki erfitt fyrir alla.
=== === === ===
Í fyrradag birtist grein á Vantrú, alveg hreint ágæt, sem er þýdd af undirrituðum. Upprunalegu greinina, eftir Joe Kay, má lesa hér.
=== === === ===
Moggi heldur uppteknum hætti:
Á morgun, föstudag, heldur Evo Morales í fyrstu utanlandsför sína frá því hann var kjörinn forseti. Leiðin liggur til Kúbu en Morales er aðdáandi Fídels Kastró Kúbuleiðtoga og kveður hann vopnabróður í baráttunni gegn „heimsvaldastefnu" og „ný-frjálshyggju".
Hvers vegna eru gæsalappir þarna? Afneitar Morgunblaðið því að heimsvaldastefna og nýfrjálshyggja séu til í alvörunni?
=== === === ===
Það var lagið!
=== === === ===
Hér getur að líta athyglisvert viðtal við Sergo Beria, son Lavrenty Beria, þar sem ýmislegt áhugavert kemur fram viðvíkjandi Sovétríkjunum, stjórnarháttum Stalíns, aðdraganda seinni heimsstyrjaldar, ráðstefnunum í Yalta og Tehran o.fl.

Wednesday, December 28, 2005

Úr fréttum RÚV

Loftárás á PFLP. Slæmt mál.
=== === === ===
Úr fréttum RÚV:
Meðferð fanga í fangelsum í Írak hefur oft sætt gagnrýni. Í fyrra mánuði fundu bandarískir hermenn 170 fanga í leynifangelsi innanríkisráðuneytisins í Bagdad, sumir þeirra höfðu verið sveltir og aðrir sætt pyntingum með rafmagni og fingurneglur þeirra verið rifnar af.
Það er ekki látið fylgja sögunni hvað gerðist eftir að hermennirnir fundu þessa fanga. Þeir fengu skipanir um að láta kjurrt liggja. Hermönnunum leið illa að skilja fangana eftir í höndum kvalara sinna, og þeir sögðu frá þessu. Hreint og beint ógeðslegt.
=== === === ===
Morales byrjar með góðu fordæmi.

Monday, December 26, 2005

Ilíónskviða

Það rifjaðist upp fyrir mér í nótt hvað Ilíónskviða eftir Hómer er magnað verk. Það rifjaðist þannig upp fyrir mér, að ég sá myndina Troy í sjónvarpinu. Hún er alveg eins léleg og Illugi Jökulsson lýsti henni. Hún gerði mér hins vegar það gagn að minna mig á hvað upprunalega kviðan er endalaust betri. Jamm.

Nepal: Gyanendra á leið í útlegð?

Grein á Samudaya: Náinn ættingi Gyanendra harðstjórnarkonungs í Nepal segir að sér lítist ekki á blikuna og að gyanendra frændi og fjölskylda séu að undirbúa líf í útlegð. „Skák og mát,“ segir hann um stöðuna eftir að Prachanda lýsti yfir einhliða vopnahléi um daginn: „We need to get out of Nepal, before Prachanda makes another move.“ Haft er eftir Prachanda: „[W]e will participate in a free and fair election—i.e. no interference from the King and from the Royal Nepal Army—if such an election is held within months, otherwise we will be forced to renew the armed struggle and to begin blockading the major cities“ ... „[Gyanendra] will not hold elections, he knows that he will lose, and the Maoists will figure very prominently in any such exercise.“

Ég hvet þá sem eru áhugasamir um byltinguna í Nepal til að lesa þessa grein á Samudaya í heild sinni.

Bandaríkjastjórn hefur sett lög sem lúta að samskiptum við Nepal. Af pólitískum ástæðum er stuðningur hennar við Gyanendra minni en áður hefur verið og -- öfugt við síðasta ár -- eru maóistar ekki kallaðir hryðjuverkamenn (sjá grein). Þetta óvænta útspil Bandaríkjastjórnar má sjálfsagt rekja til valdaráns kóngsdruslunnar í febrúar sl. og þeirra ljótu stjórnarhátta sem hann hefur stundað. Enn fremur samt til þess að hann verður stöðugt óvinsælli og það styttist í að hann hverfi frá völdum. Það gengur vitanlega ekki að veðja á þann sem er að tapa. Kóngurinn er að tapa núna, sjöflokkarnir eru þá væntanlega þeir sem Bandaríkjastjórn veðjar á -- allavega veðjar hún seint á maóistana, og þá eru ekki margir eftir.

Helsta deilumálið um þessar mundir eru samt fyrirhugaðar sýndarkosningar 8. febrúar, þar sem allt mun fara fram eftir höfði konungsins og hans vilji verða -- ef hann þá fær að ráða því. Vegna þess að það stefnir ekki í að þær verði lýðræðislegar nema á yfirborðinu, hafa sjöflokkarnir og maóistar lýst því yfir að þeir muni sniðganga þær -- og ekki nóg með það, heldur gera sitt besta til að spilla þeim líka, þótt það kosti ofbeldi. Það er hárrétt hjá þeim; falskosningar eru verri en engar kosningar. Kantipur Online greinir frá því í dag (afsakið, ég finn því miður ekki link á fréttina sjálfa), að bandalag sjöflokka og maóista hafi boðið konungi áframhaldandi vopnahlé gegn því að hann aflýsi plat-kosningunum. Að öðrum kosti má búast við hörðu: Formaður CPN(UML) talar um umsátur um Katmandú og aðrar helstu borgir* og Thapa innanríkisráðherra segir stjórnina taka „hótanirnar“ alvarlega.* Skiljanlega, reynslan ætti nú að hafa kennt þeim það.

Annars hafa maóistar samþykkt að taka upp samstarf við alþjóðlegar hjálparstofnanir og leyfa þeim að athafna sig á yfirráðasvæði sínu. Það er auðvitað ekkert nema gott um það að segja.

Saturday, December 24, 2005

Í hverju ætli þessar „úrbætur“ eigi að felast?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Geigerteljarar til að njósna um serkneska brjálæðinga sem gætu verið með kjarnorkuvopn heima hjá sér. Já, best að nota geigerteljara til að fylgjast með þeim. Það minnir mig á að maður ætti að koma kjarnorkusprengjunum í kjallaranum fyrir á sakleysislegri stað.

Friday, December 23, 2005

Lotu lokið í NYC?

Verkfall starfsfólks við almenningssamgöngur í New York leit út fyrir að geta verið upphafið á nýrri lotu í hnefaleikakeppni mannkynssögunnar, stéttabaráttunni. En viti menn, eftir þungar hótanir hefur forystan brugðist. WSWS skrifa um málið:
The sudden end of the New York transit strike: A preliminary assessment“,
Billions in bonuses for Wall Street execs; mayor enounces “selfish” transit workers“ og
Behind the media onslaught on the transit workers
Kemur það á óvart? Sé höfð hliðsjón af verkalýðssögu Bandaríkjanna undanfarin 80 ár, þá nei -- það kemur hreint ekki á óvart. En eru það vonbrigði? Já, svo sannarlega. Hins vegar má búast við að þessu sé hreint ekki lokið. Það kemur annað verkfall eftir þetta verkfall og eftir því sem efnahagskerfið missir dampinn, þess harðari verða stéttaátökin. Þar kemur að sósíaldemókratískri verkalýðsforystu verður skipt út fyrir nýja pólitíska forystu vinnandi fólks í Bandaríkjunum og annars staðar. Eða, eins og stóð á plakatinu, „Gráttu ekki, væna mín, byltingin nálgast.“
=== === === ===
Evo Morales er tilvonandi forseti Bólivíu!* Góð frétt það!
=== === === ===
Jósef og María færu um 15 eftirlitsstöðvar

Thursday, December 22, 2005

Af verkfalli í NYC o.fl.

Gleymið ekki friðargöngu á Þorláksmessu!
=== ~~~ === ~~~ ===

„Verkfallið í New York bitnar á röngu fólki, saklausu, vinnandi fólki, þeim fátækustu, sem nota almenningssamgöngurnar mest,“ heyrir maður fólk segja. Þetta er ekki rétt. Verkfall hjá almenningssamgöngum tefur eða hindrar fátækt, vinnandi fólk, já -- en það er ekki þar með sagt að það bitni helst á þeim. Verkfall í almenningssamgöngum sligar fyrst og fremst fyrirtækin sem fá ekki starfsfólk sitt í vinnu, eða a.m.k. ekki á réttum tíma. Það jafngildir næstum því verkbanni á atvinnulífið. Verkafólk við almenningssamgöngur er bráðnauðsynlegt, eins og svo margt annað verkafólk, en er meira en það: Það er svo gott sem ómissandi. Það er því eins gott að það sé gert vel við það. Það er mikil umræða um þetta mál á síðum sem ég fylgist með. Á WSWS eru greinarnar „The New York transit strike: A new stage in the class struggle“ og „New York transit workers set up picket lines: "Today's strike is for all working people"“ og á AlterNet skrifar Don Hazen „NYC transit strike: morning one“ -- og á eftir þeirri síðastnefndu eru auk þess áhugaverðar umræður. Í stuttu máli sagt, þá verðskulda þessir heiðursmenn, sem er í verkfalli, fullan stuðning.
=== ~~~ === ~~~ ===

Varríus bloggar um sr. Flóka og það er ekkert slor.
=== ~~~ === ~~~ ===

Bandarískur dómstóll úrskurðar að kennsla á „vitrænni hönnun“ brjóti í bága við stjórnarskrána. Lesið um málið.
=== ~~~ === ~~~ ===

Indian government steps into Nepalese political crisis
=== ~~~ === ~~~ ===

Þessu afreki er ég feginn að hafa átt þátt í!
=== ~~~ === ~~~ ===

Fór í gærkvöldi á hreint ágætlega heppnaðan fjöldafund um náttúruvernd, sem fram fór í Hallgrímskirkju. Fá sæti voru auð.
=== ~~~ === ~~~ ===

Ef einhver þarna úti hefur enn ekki lesið hið nýja grundvallarrit mannkynsins, Ruhnama eftir Túrkmenbasa, þá má nálgast það í heild sinni hér.

Wednesday, December 21, 2005

Verkfall í NYC o.fl.

Verkfall í New York: Verkalýðsfélagið sektað“ -- þarna er komin ein af ástæðunum sem stundum eru nefndar sem rök gegn stofnanavæddri verkalýðshreyfingu, það er hægt að sekta verkalýðsfélagið. Mér, fyrir mitt leyti, finnst það reyndar ekki duga sem rök -- verkfall sem er haldið út, og er sigursælt á annað borð, getur um leið gert þá kröfu að slíkar verði felldar niður. En spánsku anarkistarnir fóru aðra leið árin fyrir borgarastyrjöldina. Þeir höfðu einfaldlega engin formleg verkalýðssamtök. Þeir skipulögðu sig, já, en þegar atvinnurekendur vildu ganga að hreyfingu þeirra, þá gripu þeir í tómt. Ekkert félag. Enginn „aðili“ til að semja við eða hefna sín á.
=== === === ===
Hér er nokkuð sem ég er viss um að fáir höfðu hugmynd um: Dr. Baburam Bhattarai, næstráðandi í Kommúnistaflokki Nepals (maóistum), er ekki bara framúrskarandi byltingarleiðtogi og fræðimaður, heldur er hann einnig mjög fær skákmaður. Hann hefur m.a. sigrað Max Euwe, þáverandi forseta FIDE, og teflir blindfjöltefli við fjölda andstæðinga.
=== === === ===
Bush: Trúverðugleiki Bandaríkjanna beið hnekki vegna Íraksmálsins“ -- no shit, Sherlock.
=== === === ===
Sumir eru að fara í prófkjör.
=== === === ===
Meiri launahækkanir en sést hafa hjá öðrum hópum“ -- hvar er væl út af launaskriði núna?

Tuesday, December 20, 2005

El-Masri, verkfall í NYC, fleira

Khaled El-Masri lýsir hrikalegri lífsreynslu í greininni „America Kidnapped Me“ -- hann var tekinn fastur saklaus af útsendurum bandarískra pyndingameistara og sætti illri meðferð mánuðum saman. Hann hefur nú stefnt George Tenet, með tilstyrk ACLU.
=== === === ===
Verkfall í almenningssamgöngum New York. Það er nú þannig, að þegar vinnandi fólk fær ekki sanngjörn laun, þá getur það neyðst til þess að fara í verkfall. „Bloomberg [borgarstjóri] minnir á að láglaunafólk, með mun lægra kaup en stjórnendur almenningsfarartækja, skaðist mest á verkfallinu.“ Pff, lýðskrum. Þetta er nú einu sinni óvenjuleg staða verkafólks í almenningssamgöngum, að verkfall þeirra lamar miklu meira út frá sér en flestra annarra starfsgreina. Verkfall þeirra jafngildir næstum því verkbanni út í hagkerfið. Því meiri ástæða til að ganga að kröfum þeirra.
=== === === ===
Svo er hér nýjasta fréttin: „Sharon þarf að fara í megrun“ -- einmitt -- og Titanic var ekki hannað fyrir ísjaka.
=== === === ===
Morgunblaðið er samt við sig. Á opnunni á síðum 22-3 er grein neðantil um Evo Morales í Bólivíu. Af henni leggur stækan hægridaun. Staksteinar hafa líka skemmtilega meinfýsinn brodd í garð Samfylkingarinnar. Skorað á Dag að ráðast nú strax á Ingibjörgu, Stefán og Steinunni.
=== === === ===
BRILLIANT FOOLS“ heitir ágæt grein á medialens.org. Þar er fjallað um hvernig mainstream-blaðamenn fara með þá sem segja óþægilegan sannleika um ráðamenn:
„It is a brutal fact of modern media and politics that honesty and sincerity are not rewarded, but instead heavily punished, by powerful interests with plenty at stake. It does not matter how often the likes of Pinter, Le Carré, Noam Chomsky and John Pilger are shown to be right. It does not matter how often the likes of Bush and Blair are shown to have lied in the cause of power and profits. The job of mainstream journalism is to learn nothing from the past, to treat rare individuals motivated by compassion as rare fools deserving contempt.“
=== === === ===
Stefán Pálsson skrifar um jólasveina og jólasveinafár.
=== === === ===
Illfyglið er farið að blogga aftur.
=== === === ===
LA Times skrifar um Church of Scientology ef þið hafið áhuga á að lesa um vitfirringu.

Monday, December 19, 2005

„And-heimsvaldasinni“

Bent hefur verið á að þegar kirkjunnar menn (og ýmsir aðrir trúmenn) reyni að skilgreina trúleysi skilgreini þeir það yfirleitt þannig að í raun sé það ekki til. Ætli það sé svipaður tendens á ferðinni í þessari grein International Herald Tribune? Fyrirsögnin: „'Anti-imperialist' wins presidency in Bolivia“ -- hvers vegna eru gæsalappir? Eru and-heimsvaldasinnar kannski ekki til í alvörunni? Eða eru þeir vitleysingar vegna þess að heimsvaldasinnar séu ekki til í alvörunni? Í öllu falli er IHT einmitt hluti af heimsvaldasinnaðri mainstream-pressu Vesturlanda, svo það er óhætt að setja fyrirvara við fréttaflutning þeirra þegar þeir nota svona einkennilegar gæsalappir.
Allavega efast ég um að þeir séu svo miklir trotskíistar að ástæðan sé að Morales sé ekki sannur and-heimsvaldasinni. (Ég efast líka um að þeim finnist, eins og mér, það vera reaktíf nafngift að kenna sig við, að vera and-eitthvað. Mér finnst hljóma eins og eitthvað bjáti á þegar sjálfs-skilgreiningin snýst um afneitun á því sem andstæðingurinn stendur fyrir.)

Friday, December 16, 2005

Þrennt

Ég kom í gær í búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann á Skólavörðustíg og bætti nokkrum stykkjum af forljótu leirtaui í innbúið mitt. Þar sem ég beið eftir að borga rak ég augun í forláta grip: Skeggbolla. Skeggbolli er venjulegur kaffibolli að því undanskildu að innan úr þeirri hlið sem snýr að manni gengur bríkm sem skýlir yfirvararskegginu fyrir kaffi. Skeggbolla sá ég fyrst á minjasafninu á Skógum undir Eyjafjöllum fyrir á að giska 15 árum síðan -- og núna hef ég loksins eignast slíkan.
=== === === ===
Ég settist í gær á Kaffi Hljómalind, eins og ég stundum geri. Þar er farið að selja lífrænt ræktaðan kóla-drykk! Ég mæli með því að fólk prófi hann, mér fannst hann góður.
=== === === ===
Að lokum: Ég held að ég hafi séð í gegn up plott í Spiderman-framhaldssögu Morgunblaðsins. Kvennsan sem býr hjá Pétri og Mary Jane er í raun Tarantúlan. Þ.e.a.s. Tarantúlan er ekki karl heldur þessi kvennsa í dulargerfi. Það kemur í ljós hvort þetta er rétt hjá mér. Ég er sannfærður. Ef þetta er rétt verð ég mjög glaður.

Thursday, December 15, 2005

Af vopnahléi í Nepal

Nepalska krúnan ætlar ekki að svara einhliða vopnahléi maóista með gagnkvæmu vopnahléi. Karltuskan hann Gyanendra hefur, pólitískt séð, verið málaður út í horn með þessu snjalla útspili maóista. Núna er það Gyanendra konungur sem stendur afhjúpaður sem helsta hindrunin fyrir friði í Nepal, með mannréttinabrotaherinn sinn. Það er því ekki skrítið að hann hafi neyðst til þess að skipa viðræðuhóp til að freista samninga við maóista.
=== === === ===
„Loksins er Bush farinn að tala við okkur eins og við séum fullorðið fólk,“ heyrði ég hægrisinnaðan Bandaríkjamann segja eftir að Bush lét þessu ummæli falla: „Sem forseti þá ber ég ábyrgð á þeirri ákvörðun að fara inn í Írak. Og ég ber einnig ábyrgð á því að bæta fyrir það sem miður fór með því að endurskipuleggja leyniþjónustu okkar. Það erum við að gera." Eins og fullorðið fólk? Eins og trúgjarnt, gleymið, fordómafullt og hrekklaust fullorðið fólk kannski. Írak er gott dæmi um að íhlutun heimsvaldasinna er af hinu slæma.
=== === === ===
Hér getur að líta samkeppni sem hefur hlotið misjafnar undirtektir -- keppt er í hönnun á vefsíðu fyrir herská samtök í Írak, og fyrstu verðlaun eru að fá að taka í gikkinn í árás og drepa Bandaríkjamenn. Ég skil að þetta höfði til sumra -- en fjandinn hafi það, þetta er nú ekki smekklegt!

Monday, December 12, 2005

Nánar af velþóknun á ráðstöfunum borgarstýru

Kommadistró Íslands verður í Snarrót í kvöld milli kl. 20 og 22. Frábært úrval af góðum bókum, já. Nánar hér.

=== === === ===

Það er rétt að ég skýri nánar hvers vegna ég er ánæður með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þessa dagana.

Í fyrsta lagi þykir mér það gott í sjálfu sér að þeir lægst launuðu séu hækkaðir í launum. Ekki vegna þess að ég, sem ófaglærður heilbrigðisstarfsmaður, tilheyri sjálfur hópi sem getur stutt kröfur sínar við þetta fordæmi, heldur af einfaldri réttlætiskennd. Hún spurði hvenær ætti að hækka laun þeirra lægst launuðu ef ekki í miðju góðæri. Ég tek undir þá spurningu, hvenær þá? Það ber að nota hvert tækifæri til að minnka launabil fólks og færa í réttlátara horf.

Í öðru lagi: Nú hækka leikskólakennarar í launum. Aðrar láglaunastéttir krefjast þess að fá sambærilega hækkun. Launaskrið fer af stað. Verðbólga, gengisfelling... Verkföll, stéttaátök. Það er í stéttaátökum sem sögunni vindur mest fram. Það er í átökum sem vinnandi fólk vinnur sigra. Þetta er eitt sprek á þann bálköst stéttaátaka sem verður skíðlogandi fyrr en varir. Aðaldrumbarnir í þeim kesti undir katli átakanna verða vitanlega hvellurinn þegar hagkerfi Bandaríkjanna bræðir úr sér, og svo olíukreppan sem virðist ætla að hitta á nokkurn veginn sama tíma. Eins og ég hef áður sagt eru skemmtilegir tímar í vændum fyrir þá sem hafa gaman af kreppum.

Ég er reyndar ekki einn þeirra. Kreppur eru afleitar og andstyggilegar. En raunverulegar engu að síður. Efnahagskreppur fylgja auðvaldsskipulaginu eins og magapína fylgir ofáti. Það er þó eitt sem við mannkynið getum hlakkað til, og það er að í kreppuástandi skapast aðstæður fyrir breytingar, fyrir að andstæður séu leiddar til lykta, fyrir að stéttabaráttunni vindi fram. Því lengra sem henni vindur fram, þess fyrr rennur sá dagur upp að kreppur verði ekki til nema í sögubókum, sá dagur sem hagkerfið verður skipulagt með (a) skynsemi og (b) mannlegar þarfir í huga, en ekki bruðl og óráðsíu auðvaldsskipulagsins. Því fyrr rennur sá dagur upp að heiðarlegt fólk geti um frjálst höfuð strokið, gengið glaðbeitt til vinnu sinnar og notið afrakstursins sjálft.

Er Steinunn Valdís að hrinda af stað byltingu? Nei, það væri víst ofmælt. Svo vinstrisinnuð er hún varla.

Út af fyrir sig er það reaktíft að ætla sér að bæta hag þeirra sem höllum fæti standa með stjórnvaldsaðgerðum en gera það innan takmarka auðvaldsskipulagsins. Hver sigur sem vinnst þannig erafturkallanlegur og verður rekinn til baka við fyrsta tækifæri, eins og reynslan hefur kennt okkur. Í þessu tilfelli má hins vegar vel sjá fyrir sér jákvæðar - eða réttara sagt framsæknar - afleiðingar af annars reaktífri stjórnvaldsaðgerð.

=== === === ===

Ég held að frá sjónarmiði stéttabaráttunnar sé tvímælalaust framsæknara að pró-bisness hægrimenn, hvort sem þeir vilja láta auðvaldið ráða beint (frjálshyggjumenn) eða óbeint (í gegn um ríkisvaldið), ráði ríkjum heldur en tvístígandi, friðkaupandi sósíaldemókratar, ef valið stæði milli þessara tveggja. Pró-bisness hægrimenn mega þó eiga það að þeir eru stéttvísir, á meðan sósíaldemókratar eru stéttsvikarar, a.m.k. til lengri tíma litið, afturhaldssamir hirðgæðingar og höfuðstoðir auðvaldsins. Það er algengur misskilningur að það sé hægt að lagfæra auðvaldsskipulagið. Það er ekki hægt; það er gallað í sjálfu sér, það er kvalítatíft gallað, það byggir á göllum og snýst um innbyggða galla. Að losna við þessa galla útheimtir að losna við sjálft skipulagið sem gengur út á því að heldur þeim við.

Ég þarf varla að taka það fram að stéttvísir kommúnistar eru þeir sem ég vildi helst sjá hafa áhrif. En burtséð frá þeim, þá eru stéttvísir hægrimenn framsæknari en þýlyndi markaðir stéttsvikarar eða hrekklausir taglhnýtingar auðvaldsins.

Fram ber að koma að hér á ég við framsækni í langtímaskilningi stéttabaráttunnar. Velmegun, mannréttindi eða pólitískt og félagslegt frelsi eru aðrar breytur sem vitanlega má ekki líta framhjá -- en engin þeirra er þó hálfdrættingur á við framvindu stéttabaráttunnar.

Saturday, December 10, 2005

Blöðin í dag og aðrar fréttir

Í Blaðinu í dag er sagt frá kvenkyns vísinda- og fræðimönnum á blaðsíðu 24. Greinin er hvorki auðkennd höfundi, né er heimilda getið. Auk þess eru ósköp fá dæmi nefnd um merkilegar konur úr sögu vísinda og fræða. Sko ... í fyrsta lagi efast ég ekki um að hlutdeild kvenna hafi verið vanmetin alla tíð. Hún hefur hins vegar sjaldan verið eins mikil og karla, enda hafa karlar haft greiðari aðgang að menntun mest alla mannkynssöguna, og ráðið ríkjum. Í öðru lagi lyktar þessi grein sterkt af pólitískri rétthugsun. Það verður að representera alla hópa jafnt, jafnvel þótt þeir hafi, stéttarstöðu sinnar vegna, lagt misjafnlega mikið af mörkum. Mér þykir það leitt, en framlag karla til vísinda og fræða hefur, sögulega séð, verið talsvert meira en helmingur af heildinni. Söguna er reynt að endurskrifa samkvæmt ídentítets-pólitík samtímans.
=== === === ===

Í Morgunblaðinu fjallar Davíð Logi um Mahmoud Ahmadinejad. Hann segir forviða að það sé eins og Ahmadinejad standi á sama þótt Íran einangrist. Ég sé ekki að leikflétta Ahmadinejads sé sérstaklega flókin. Málflutningur hans höfðar til þjóðarstolts Írana, og shííta í nágrannalöndunum líka. Auk þess gæti hann vel skorað prik meðal reiðra lágstéttarmanna íslamska eða arabaheimsins. Hann styrkir stöðu sína á heimavelli -- og ef svo fer, sem vel getur farið, að íslamskar byltingar steypi harðstjórum af stóli einhvers staðar, þá er hann fyrirfram búinn að veðja á íslamistana, veðja á byltinguna. Ég sé ekki betur en að hann spili þetta mjög greindarlega.
=== === === ===

Pyntingar eru ekki bara grimmúðlegar, heldur heimskulegar líka, í Kína eru smábændur óánægðir -- skiljanlega -- og leynifangelsin voru líklega í Póllandi. Kemur eitthvað af þessu mér mjög á óvart? Nei, ég get ekki beinlínis sagt það.

Friday, December 9, 2005

Ljúffengur kvöldmatur, fjörugir tónleikar og fleira

Til að byrja með eru tilkynningar um tvennt sem er í kvöld og lesendur eru eindregið hvattir til að mæta á a.m.k. annað hvort:
* Fjáröflunarkvöldverður í Snarrót, Laugavegi 21 (kjallara), klukkan hálf átta, matur fyrir aðeins 1000 krónur, harmonikkutónlist innifalin.
* Andspyrnutónleikar í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, Hólmaslóð 2 -- pönk og pólitískur djöfulgangur. Aðeins 500 kr. inn. Standa frá 18:00 til 23:00.
Mér, fyrir mitt leyti, þykir afleitt að þetta skuli lenda á sama kvöldi. Ég kemst ekki sjálfur á kvöldverðinn í Snarrót, þar sem ég verð á tónleikunum með Kommadistró Íslands upp á arminn. Það þriðja, sem ég kemst heldur ekki á, er:
* Meðmælaganga aldraðra og öryrkja, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 16:30 og endar með útifundi. Þeir sem komast þangað ættu endilega að gera það.
Fyrir þá sem eiga erfitt með að ákveða sig, þá er hér uppástunga að prógrammi: (1) Fara í meðmælagöngu og útifund, (2) borða kvöldmat í Snarrót í góðum félagsskap og (3) skella sér á pönktónleika eftir það. Þetta mundi ég gera ef ég gæti.
=== === === ===

Enn einn misheppnaður umhverfisverndarsáttmálinn í undirbúningi. Ég segi ykkur það, umhverfismálum verður ekki kippt í lag á meðan eiginhagsmunir og forréttindi fámennrar elítu ræður för.
=== === === ===

Nóbelsverðlaunahafinn Harold Pinter mælir af viti um stjórnmálaástandið í dag. Þetta ávarp er vel þess virði að lesa það. (Takk fyrir ábendinguna, Björn Darri.)
=== === === ===

Sam Harris skrifar um ósættanleika vísinda og trúar. Lesið það líka. (Takk fyrir ábendinguna, Björn Darri.)

Thursday, December 8, 2005

Sjö umræðuefni

Próf. Sami al-Arian hefur verið sýknaður eftir tveggja ára atlögu. Það var vitað frá upphafi að hann var handtekinn saklaus og handtakan var ekki krímínels eðlis heldur pólitísks. Mikið var að hann er sýknaður. Joe Kay rekur þetta mál, aðförina að al-Arian, og meðferðina á honum. Ruddaskapur.
=== === === ===
Klám fyrir klám nefnist herferð trúleysingja í Texas, sem bjóða klám í skiptum fyrir Biblíur.* Virðingarvert, ekki satt?
=== === === ===
Gíslatökuruddar framlengja frest sinn. Christian Peacemakers Team, sem gíslarnir tilheyra, eru með aðdáunarverðustu hjálparsamtökum sem ég hef komist í kynni við. Mér rennur til rifja sú tilhugsun að einhvers staðar sé fólk sem biðji fyrir gíslunum frekar en að setja pressu á hernámsliðið að verða við kröfum mannræningjanna.
=== === === ===
Geir Haarde, ég veit ekki hvað ég á að segja um hann. Vísbendingar eru um að Bandaríkjastjórn hafi notað lofthelgi litla sæta Íslands til þess að flytja bráð í pyndingaholur þar sem fólk er beitt hræðilegri grimmd. Condoleezza Rice segist vísa því á bug. Hver þarf rök þegar maður hefur æru sjálfrar Condi Rice að veði? Æru eins innsta kopps í búri forhertustu og sálsjúkustu lygalaupa á Vesturhveli jarðar! Bandaríkjastjórn hefur að undanförnu barist fyrir því að bann við pyntingum verði svo gott sem afnumið. Hvers vegna skyldi hún vilja það? Vitnisburður gerenda og þolenda -- ljósmyndir -- starfsemi heils skóla fyrir kvalara og hryðjuverkamenn -- prentaðir leiðbeiningabæklingar um hvernig skuli bera sig að við pyndingar -- þurfið þér frekari vitnanna við? (a) Það er vægast sagt ærin ástæða til að ætla að Bandaríkjastjórn láti pynta fanga sína. (b) Eftir það sem á undan er gengið er ótrúlegt að maður -- sem varla er hægt að kalla heimskingja -- skuli leggja trúnað á staðhæfingar Bandaríkjastjórnar. Ótrúlegt. Ég held að Geir Haarde sé ekki heimskur. Það hlýtur að þýða að hann sé eitthvað annað.
Jarmkórinn er að sjálfsögðu á sínum stað: „NATO-ríki fagna yfirlýsingum Rice um túlkun mannréttindasáttmála“ -- trúgjarnir kjánar? Siðblindir heimsvaldasinnar? Hvað getur maður kallað fólk sem lítur framhjá því að meðbræður þess séu pyntaðir?
Hér er eitt að lokum: Ef við látum Bandaríkjastjórn komast upp með það óáreitta að pynta múslima og araba í dag, hverjir munu þá verða til þess að andmæla þegar röðin kemur að okkur? Við setjum mælikvarðann sem gildir fyrir okkur sjálf líka áður en yfir lýkur. Sá sem kærir sig ekki um að vera pyntaður sjálfur á ekki að sitja þögull hjá og leyfa þrjótum að pynta annað fólk.
=== === === ===
If that which we cannot fully explain must be the product of an intelligent designer.
AND
humans cannot fully explain God (see the Bible)
THEN
God must be the product of an intelligent designer.
THUS
There is more than one God/Intelligent Designer
AND THUS
The Bible is wrong.*
=== === === ===
Greinin „Reexamining Religion“ er hin áhugaverðasta. Þar er velt vöngum yfir spurningunni hvers eðlis trú er, hvers vegna fólk trúir, og hvernig trú hefur haldist í hendur við atriði sem hafa gagnast okkur í þróuninni, svo fátt eitt sé nefnt. Stórfín grein. Takk Björn Darri.
=== === === ===
Í vikulegu fréttabréfi James Randi er pistillinn „“CREATIONISTS” CAN BE HILARIOUS“ -- ég tek undir það, ég hló upphátt þótt ég væri einsamall.

Wednesday, December 7, 2005

Heilræði dagsins

Morgunblaðið skorar ekki hátt hjá mér fyrir forsíðu gærdagsins. Saddam æpandi í réttarsalnum eins og vanviti. Samhengi? Hvaða samhengi? Það hefði mátt koma fram að Saddam var að hafna lögmæti réttarins -- sem er dómstóll sigurvegarans og mun kveða upp úrskurð sigurvegarans -- og segja kvölurum írösku þjóðarinnar að þeir gætu drepið hann ef þeir vildu, hann væri ekki hræddur við það, en þennan dómstól viðurkenndi hann ekki, né lögmæti hans. Morgunblaðið birti Saddam æpandi eins og bjána. Sanngirni? Hvaða sanngirni?
(Annars var gott hjá heiðursmönnunum Saddam og Barzan bróður hans að kalla "Lifi Írak, lifi arabar, niður með einræði, lifi lýðræði" -- þeir geta sko trútt um talað!)
=== === === ===

Nú er ég hræddur um að fari að þrengja að Chavez í Venezuela. Stjórnarandstaðan sniðgekk kosningarnar og Bandaríkin kanna möguleikana á að koma honum frá. Ég er hræddur um að einhvers konar valdarán sé í uppsiglingu, mögulega samhliða borgarastyrjöld. Þegar ríkisstjórn gengur í berhögg við valdastéttina, hvað heldur sú síðarnefnda þá lengi áfram að láta það yfir sig ganga? Hvað kennir reynslan okkur, frá löndum á borð við Spán eða Chile? Humm ... þetta kemur allt í ljós, býst ég við. Chavez er ekki í auðveldri stöðu, svo mikið er víst.
=== === === ===

Jóhannes Björn skrifar um Hrunadans (1, 2) og gerir grein fyrir horfum í efnahagsmálum Vesturlanda. Fróðleg lesning, ekki mjög upplífgandi, en fróðleg og jarðbundin. Teiknin eru á lofti. Hvers vegna þverskallast áhrifamenn við að bregðast við þeim?
=== === === ===

John Chan skrifar um Rong Yiren, "rauða kapítalistann" sem var að deyja í Kína. Greinin er áhugaverð og kemur mikið inn á sögu Kína og hvernig Kínverjar hafa þóst vera meiri sósíalistar en þeir eru í rauninni.
=== === === ===

Robert Stevens skrifar um lúalega tilraun The Guardian til að koma höggi á Noam Chomsky.
=== === === ===

Forum for the Future Ends in Discord er stóráhugaverð grein um umleitanir Bandaríkjastjórnar til að koma á pólitískum breytingum í arabalöndunum. Þar kemur bæði fram hvernig Bandaríkin beita "óháðum" samtökum fyrir sig til að setja pressu á ríkisstjórnir (sbr. Georgíu, Úkraínu, Kyrgyztan og fleiri lönd) og hvað þeim gengur til með lýðræðisglamri sínu, en það er að tryggja pólitískan stöðugleika í strategískt mikilvægum löndum, frekar en að treysta á harðstjóra sem, óvinsælda sinna vegna, eru ótryggir í sessi.

Ef ég tryði á drauga...

Ég var nýverið staddur í gömlu húsi að kvöldi dags og dottaði á legubekk. Þegar ég rumskaði fannst mér ég sjá, í rökkvuðu næsta herbergi, líkt daufan bjarma í mynd konu sem gekk eða leið áfram í suðurátt. Ef ég tryði á drauga væri ég sannfærður um að ég hefði séð draug. En ég trúi ekki á drauga. Skynvillur geta vel blekkt manni sýn.

Tuesday, December 6, 2005

Skuldaskil við tvo lesendur + fleira

Ég hef trassað að svara tveim frómum mönnum sem svarað hafa mér í ummælakerfi.

Eftir 30. nóvember-færslu hefur AndriÞ spurt hvernig A.N.S.W.E.R. hafi tekist til með allsherjarverkfallið sem átti að lama Bandaríkin í einn dag þann 1. desember. Það er nú það. Ég hef engar spurnir af því. Maður hefði án efa heyrt eitthvað -- þótt ekki væri nema frá þeim sjálfum -- ef þetta hefði verið söxess. Mín ágiskun er því að árangurinn hafi verið minni en skipuleggendur bjuggust við, með öðrum orðum að þetta metnaðarfulla tiltæki hafi misheppnast.
Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en ef einhver nennir að fletta því upp hér á blogginu, þá hafði ég efasemdir strax frá byrjun og þótti þetta of djarft teflt. Of mikið lagt undir, en of litlar líkur á árangri. Ég leyfði mér samt að vona, svo að orð mín voru ekki eins stór og ástæða hefði verið til. Ég var skeptískur þá, en sé núna að ég hefði átt að vera miklu skeptískari. Eftir á að hyggja (auðvelt að segja það) liggur auðvitað í augum uppi að þetta var einfaldlega allt of stór biti að kyngja.
Já, ég hefði átt að segja það þá og vera mjög klár núna að hafa séð það fyrir. Ef, ef...
=== === === ===

Í annan stað eru undirtektir Arngríms lærða við grein dagsetta 28. nóvember. Þeim undirtektum vil ég svara í nokkrum liðum.
Arngrímur „þykist skilja hann útfrá marxísku sjónarhorni, en marxisti er [hann] ekki, þótt marxískt samfélag sé vissulega [hans] útópía líkt og flestra annarra jafnaðarmanna.“ Það er rétt að marxísk undiralda er sterk í greininni. Með „marxísku samfélagi“ þykist ég vita að Arngrímur eigi við það sem ég kalla kommúnisma. Burtséð frá því hvort ekta kommúnismi mun nokkru sinni komast á eða ekki, þá samsinni ég því að hann sé góð átt að stefna í.
Með öðrum orðum,“ heldur Arngrímur áfram, „af því ég veit þú munt koma til með að spyrja mig hvernig ég geti aðhyllst marxíska útópíu án þess að vera marxisti, eða að ég vilji gjörbylta hagkerfinu án þess að vera marxisti“ svarar hann:
1. Ég trúi ekki að marxísk útópía gengi til lengdar því ég trúi ekki að enginn myndi koma til með að misnota kerfið til að skara eld að eigin köku. Ég aðhyllist því marxíska útópíu aðeins sem ideal-type samfélag, en ekki í raunveruleikanum.
Í stuttu máli má segja að stéttaskipting fari eftir aðstöðu manna til að misnota kerfið til að skara eld að eigin köku. Á því þjóðfélagslega millistigi sem sósíalismi nefnist, er stéttaskipting afnumin, og eiginlegur kommúnismi -- það sem Arngrímur kallar „útópíu“ -- rennur ekki upp fyrr en stéttaskipting heyrir sögunni til. Það er að segja, þegar menn eru ekki lengur í aðstöðu til að arðnýta hver annan. Ég tek undir að ekki einu sinni besta samfélag haldist óspillt til lengdar meðan það er stéttskipt -- og einmitt þess vegna er það afnám stéttaskiptingarinnar sem að mínu mati greinir „útópíu“ marxista frá eiginlegum útópíum. Hvernig afnám stéttaskiptingar fer fram er hins vegar efni í sérstaka umræðu...
Arngrímur heldur áfram: „2. Ég trúi því að einhverjar breytingar þurfi að gera á hagkerfinu svo það hætti að geta þjónað myrkraverkum valdamikilla einstaklinga og höggva megi á hnúta grófrar misskiptingar, fákeppni og mannréttindabrota. Hins vegar tel ég ekki ráðlegt að bylta því svo gjörsamlega, að almenningur verði fyrir siðrofi af þeim völdum. Hagkerfið, nokkuð breytt, mætti nota til að þjóna þörfum jafnaðarstefnunnar. Hagkerfið gjörbreytt gæti valdið ófyrirséðum og illviðráðanlegum vandkvæðum.
Ég tel einmitt að gjörbylting -- eðlisbreyting -- sé nauðsynleg, og það sem meira er, ég tel sennilegt að hún sé óhjákvæmileg, ef mannkynið hefur ekki tortímt sjálfu sér fyrst. Ég hef hins vegar afar takmarkaða trú á að hún geti farið farsællega fram með valdaráni eða offorsi. Ég neita því ekki að byltingar hafa mikla tilhneigingu til að fela í sér ofbeldi á einhverju stigi, en á heildina litið efast ég um að það þurfi að vera mikið. Vandlega framkvæmda gjörbyltingu, já takk. Afdrifarík mistök -- sama og þegið.
Nú tel ég Arngrími lærða svarað að sinni og vona að svar mitt falli ekki í grýttan jarðveg.
=== === === ===

Evrópusambandið vill að Sameinuðu þjóðirnar miðli málum í Nepal. Þótt maóistar hafi framlengt einhliða vopnahlé sitt um mánuð er samt barist, þótt bardagarnir séu heldur takmarkaðir að umfangi.
=== === === ===

Fimm lögreglumenn falla í Perú í fyrirsát sem eignuð er leifunum af Kommúnistaflokki Parú - maóistum (sem hefur verið kallaður „Skínandi stígur“, ranglega að því er mér skilst). Þeir eru kannski ekki alveg af baki dottnir ennþá?

Friday, December 2, 2005

Nepal og Hvíta-Rússland

Maóistar í Nepal framlengja einhliða vopnahlé sitt um mánuð. Það er gott. Góðs viti. Þegar hugmyndafræði eða hugsjón mæta pólitík þurfa menn oft að gera taktískar tilslakanir eða koma til móts við keppinauta. Því íhuga maóistar nú að falla frá kröfu um tafarlausa lýðveldisstofnun, en fallast á táknrænt konungdæmi, svo fremi að konungurinn boði til lýðræðislegs stjórnlagaþings. Frá því greindi Baburam Bhattarai í útvarpsviðtali á dögunum. Sko ... gott og vel, það skiptir auðvitað miklu að ná þeim áfangasigri að það verði boðað stjórnlagaþing, en ég átta mig ekki á hversu lýðræðislegt það getur verið ef konungurinn boðar það. Samt sem áður, ef maóistum og þingræðisflokkunum tekst að þvinga hann til þess eru það í rauninni þeir sem boða það, ekki hann, þótt hann geri það að nafninu til.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvíta-Rússland: Lög gegn uppreisn alþýðu“ þykir mér einkennilega slagsíð fyrirsögn. Ætli Ólafur Sigurðsson hafi samið fréttina? Appelsínugula byltingin í Úkraínu var alls engin „uppreisn alþýðu“ heldur einfaldlega uppreisn bælds hluta valdastéttarinnar sem nýtti sér uppsafnaða ólgu og pískaði upp í uppreisn sem kvalítatíft var í þágu Vesturvelda og vesturhallandi valdastéttar. Slík uppreisn er auðvitað yfirvofandi í Hvíta-Rússlandi -- og slæmt sem ástandið er núna, þá yrði það ekki breyting til batnaðar, er ég hræddur um.

Tuesday, November 29, 2005

Samstöðu- og styrktartónleikar á Grand rokk, þriðjudaginn 29. nóv. kl. 21, sjá nánar


~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Guð er sveppur. Kvikmyndin Pharmacratic Inquisition verður sýnd í Snarrót klukkan 20 í kvöld. Áhugaverð úttekt á berserkjasveppum í trúarlegum symbólisma.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nóbelsverðlaunahafinn James D. Watson er einn af þeim sem uppgötvuðu hlutverk DNA og að það raðaði sé upp í tvöfaldan spíral. Hann hefur ýmsar umdeildar skoðanir. Fyrir utan að vera trúleysingi (eins og ég), þá mælir hann eindregið með erfðabreytingum á matvælum. Ef rétt er að farið, þá er ég sammála. Erfðabreytt matvæli geta haft mun meiri blessun í för með sér en bölvun, ef rétt er að farið. Watson hefur líka sagt að honum finnist að kona ætti að mega láta eyða fóstri ef það er hægt að sjá á erfðamengi þess að það verði kynvillingur. Ég er ekki sammála því -- ég er hlynntur frjálsum fóstureyðingum, en ekki að fólk sé sorterað eftir kynhneigð. Reyndar hef ég efasemdir um réttmæti þess að greina frá kynferði, kynhneigð (ef hægt að er sjá hana) eða slíku á fósturstigi nema konan sé staðráðin í að eiga barnið (að því gefnu að það sé heilbrigt).
Watson hefur líka stungið upp á að fólki verði erfðabreytt til að búa til greindari karla og fallegri konur ... ég hikstaði þegar ég sá það. Greindara fólk - ég skal samþykkja það -- en erfðabreytt fegurð, er hún ekki fullkominn hégómi? Auk þess yrði fegurð minna virði þegar allir væru orðnir það. Hins vegar væri kannski sniðugt að erfðabreyta körlum þannig að allir væru með stórt typpi. Þá mundi kannski losna um alla þessa stæla og komplexa sem sumir hafa.

Leiðrétting færð inn í síðasta hluta klukkan 15:07

Monday, November 28, 2005

Ríkisóstjórnin veðjar á ógæfuna: Okkar verkefni

Ríkisstjórn Íslands hefur lagt mikið að veði í ógæfulegum verkefnum. Svo mikið að henni er ókleift að hætta við núna, að minnsta kosti þegar annars vegar eru Kárahnjúkavirkjun eða glæpir gegn mannkyni í Írak. Það skiptir engu máli þótt 80% eða 90% landsmanna vilji að Ísland hætti stuðningi við Íraksstríðið og það án tafar. Það skiptir heldur ekki máli þótt andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar hafi margoft sýnt fram á það að Kárahnjúkavirkjun sé arfavitlaus og ömurleg. Rökhyggja, sannleiksást eða lýðræðislegur almannavilji skipta ekki máli.

Það sem skiptir öllu máli eru hagsmunir og völd. Íslenska ríkisstjórnin hefur bundið trúss sitt við Bandaríkjastjórn í Írak og við áltröll í Kárahnjúkavirkjun, við IMF, WTO og WB í efnahagsmálum, við siðblinda auðhringa í sjávarútvegsmálum og svo framvegis, almennt fléttað hagsmunum sínum saman við hagsmuni auðjötna, prívathagsmuna og valds. Með þessum hagsmunum stendur hún og með þeim mun hún falla.

Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki pólitískt efni áhætta við stuðning við stríðsglæpi í Írak, hætta við Kárahnjúkavirkjun, afturkalla dölu ríkisbankanna eða afnema kvótakerfið. Slíkur leikur yrði henni pólitískur banabiti. Á því leikur enginn vafi. Þannig að við getum sagt okkur það sjálf að það stoðar lítið – nei, það stoðar ekkert – að senda bænaskrár til ríkisstjórnarinnar um að hverfa af stefnu sem hún hefur lagt svona mikið að veði í. Ekki neitt. Bænaskrá til ríkisstjórnarinnar um að hætt verði við Kárahnjúkavirkjun getur eins vel heima setið og af stað farið, því hún er bænaskrá um pólitískt sjálfsmorð.

Ríkisvaldið er framkvæmdanefnd ríkjandi stéttar, auðvaldsins. Auðvaldið vill að Kárahnjúkavirkjun verði byggð, að erlendri fjárfestingu sé hleypt inn í landið, að kvótinn sé í einkaeign, að íslenska ríkið styggi ekki Bandaríkjastjórn heldur styðji Íraksstríðið. Stundarhagsmunir auðvaldsins er að Ísland sé selt hæstbjóðanda og íbúarnir með. Ríkisstjórnin sér um að framkvæma og útfæra þetta. Ríkisstjórnin og auðvaldið eru sitthvort ljónið í veginum fyrir því að rökhyggja, lýðræði og húmanismi („mjúk gildi“?) geti ríkt í stefnumótun hér á landi.

Eins og bænaskrá er gagnslaus, þá eru og mótmæli gagnslaus. Hvort sem 50 herstöðvarandstæðingar með sultardropa standa fyrir framan bandaríska sendiráðið eða 50 umhverfisverndarsinnar tjalda á Kárahnjúkum, hvort sem lesin eru ljóð á Austurvelli eða slett skyri á Hótel Nordica. Bænir og rök hrökkva skammt ef sá sem þeim er beint til hefur enga ástæðu til að fara eftir þeim. Ef hagsmunir ALCOA ganga gegn rökréttum bestu hagsmunum Íslendinga, af hverju ætti ALCOA þá ekki að vera sama?

Nei, það dugir ekki að biðja bænir. Fólk þarf að krefjast réttar síns og fylgja kröfum sínum eftir. Það er sama hvað maður hefur stórt gjallarhorn til að öskra kröfur sínar, ef maður hefur ekki burði til að fylgja þeim eftir. Ef á að hætta við Kárahnjúkavirkjun eða stuðning við glæpi gegn mannkyni, og ríkisstjórnin stendur í vegi fyrir því, þá verður augljóslega losna við þessa ríkisstjórn. Með góðu eða illu. „Ha, illu?“ heyri ég ykkur spyrja forviða, „á bara að skjóta alla, ha?“ – nei, en hvaða ríkisstjórn lætur bola sér burt án þess að mótmæla? Þegar ég tala um að koma ríkisstjórninni frá með illu er ég auðvitað að tala um að gera það pólitískt. Kippa undan henni stoðunum svo hún falli. Í pólitískri aftöku er ekki notuð alvöru öxi.

Ég mundi alveg styðja vopnað valdarán ef ég tryði að það virkaði eða hefði eitthvað gott í för með sér til lengri eða skemmri tíma litið. Það gerir það bara ekki. Fyrir utan áhættuna fyrir málstaðinn og fyrir utan að vera stofna saklausu fólki í hættu væri það annað hvort gagnslaust eða gagnslítið, og ósennilega fórnanna virði sem það mundi kosta. En okkur vantar ekki valdarán; okkur vantar byltingu. Óvirk eða friðsamleg mótmæli eru hunsuð (látið mig þekkja það) en virk eða ófriðsamleg mótmæli barin niður (og málstaðurinn öðlast bara fleiri píslarvotta). Vopnin sem hún verður háð með eru ekki byssur og sprengjur heldur traktorar, vörubílar, togarar, frystihús, mjólkursamlög, skólar, vegir. Vígvöllurinn verður efnahagskerfið, skotmarkið auðvaldið – höndin sem heldur um þá kylfu sem ríkisvaldið er.

Gæti allsherjarverkfall knúið fram breytingar? Mundi það neyða ríkisstjórnina til að hætta stuðningi við Íraksstríðið? Ef til vill. Mundi það neyða hana til að gefa heimsvaldastefnu upp á bátinn? Nei. Þótt náttúran sé lamin með lurk leitar hún út um síðir. Verkföll eru árangursrík taktík, er alltaf þeim takmörkunum háð að vera bara taktík. Sem taktík í pólitískri strategíu gætu þau hins vegar komið að miklu gagni, í pólitísku samhengi við stærri stefnu og aðra taktík, við uppbyggingu annars hagkerfis, við fræðslu, við að skipta núverandi ríkisóstjórn út fyrir betri ríkisstjórn. Með öðrum orðum, það þarf pólitíska strategíu og taktík með þróttmikilli og vel skipulagðri framkvæmd til að ganga milli bols og höfuðs á ríkisstjórninni og auðvaldinu.

Á skal að ósi stemma. Skyrslettur, vinnuvélahlekkir eða útifundir koma ekki að tilætluðu gagni. Ríkisvaldið eykur bara við valdbeitingartæki sín eins og þörf krefur - og sendir okkur reikninginn, skattborgurunum. Almenningur kærir sig kollóttan, finnst friðarsinnar og umhverfisverndarsinnar hlægilegir, hallærislegir eða jafnvel varhugaverðir. Árangurinn er enginn, allt unnið fyrir gýg. Árangursríkt starf verður að vera vel skipulagt. Eftir hverju erum við að bíða?

Sunday, November 27, 2005

Úr fréttum RÚV

Ísraelar eyðilögðu ólívutré Palestínumanna
Ísraelskir landtökumenn söguðu niður hundruð ólívutrjáa Palestínumanna við bæinn Salem skammt frá Nablus á Vesturbakka Jórdanar í dag.
Lundur með 10 ólífutrjám framfleytir palestínskri meðalfjölskyldu.

Friday, November 25, 2005

Nepal: Vinnuskjal maóista og sjöflokka

Prachanda formaður lýsir vinnuskjalinu sem maóistar og þingræðisflokkarnir hafa komið sér saman um, og um afstöðu maóista: „Prachanda ... stated that the understanding ... is "preliminary working unity" and it could rise as a long-term peoples' front ...
He added that his party was not for the 'ceremonial' monarchy but wais ready to accept the result of the constituent assembly poll held in an independent, unbiased and peaceful manner and that the breaking of ceasefire would not affect the agreement with the alliance.

Óopinbera þýðingu á skjalinu má lesa hér. Krúnan hefur að sjálfsögðu fordæmt samstarf andstæðinga sinna.

Átök milli Bandaríkjamanna og Sýrlendinga?

DEBKAfile Exclusive: US Marines are locked in battle with Syrian troops after crossing the border from Iraq into Syria at a point west of al Qaim
November 25, 2005, 12:27 AM (GMT+02:00)
Both sides have suffered casualties. US soldiers crossed over after Damascus was given an ultimatum Thursday, Nov. 24, to hand over a group of senior commanders belonging to Abu Musab al Zarqawi’s al Qaeda force. According to US intelligence, the group had fled to Syria to escape an American attack in Mosul. Syrian border guards opened fire on the American force.

(finn ekki linkinn á sjálfa söguna, en síðan er hér)

Af fréttum dagsins

Mistök? Trúlegt það. Hver er svo glær að trúa orðum Bandaríkjastjórnar eftir það sem á undan er gengið?
=== === === ===
Marcus Morgan og Vicky Short draga upp dökka mynd af vaxandi stéttaskiptingu í London. Niðurstaðan, réttilega: „It is impossible to maintain such an increasing level of inequality with the previous methods of parliamentary democracy. More-repressive measures will be necessary to control rising discontent.“
=== === === ===
Munduð þið neita að láta setja ykkur í aðstæður þar sem þið gætuð neyðst til að drepa saklaust fólk? Ég mundi neita því, án þess að hugsa mig um.

Thursday, November 24, 2005

Af ferðum mínum í London

Á fimmtudaginn var flaug ég til Bretlands til að fara á tónleika Motörhead á laugardagskvöldi. Ég fann vott af hálsbólgu á miðvikudagskvöldi, og í ljósi þess að margir sem ég þekki hafa veikst undanfarið, þar á meðal ferðafélaginn sem forfallaðist, þá tók ég enga áhættu, heldur keypti mér koníakspela í fríhöfninni, sem ég hef dreypt á síðan til að halda mögulegri hálsbólgu í skefjum. Þetta gamla húsráð hafði að vísu þann fylgifisk að ég fékk mér í annan fótinn í London.
Farfuglaheimilið sem ég gisti á heitir Piccadilly Backpackers og er næstskítugasta farfuglaheimili sem ég hef gist á, á eftir Yellow Submarine í Búdapest. Hins vegar var morgunverðurinn þar sá versti sem ég hef fengið á gististað: Tvær ristaðar sneiðar af franskbrauði, smjörlíki og sultuklípa, skolað niður með instantkaffi.
Á föstudaginn byrjaði ég á að þvælast eitthvað með neðanjarðarlestum, ráfa um miðbæinn og skoða enskar krár. Í síðdeginu fór ég í uppáhalds bókabúðina mína, Housmans Bookshop, og gerði þar stórinnkaup: Tvo fulla pappakassa af bókum, aðallega gömlum, auk fjölda tímarita og smákvera. Allt rammpólitískt, að sjálfsögðu, og rauðara en karfi. Besta viðskiptavini dagsins var aukinheldur boðið upp á rauðvín og ljóðalestur. Bækurnar sem ég keypti vógu alls 22 kílógrömm – svo það var eins gott að þetta var planið. Ég hafði nefnilega tekið með mér minnsta mögulega farangur: Bakpoka sem vó aðeins 3 kílógrömm, og ég þurfti að fylla upp í með tómum skókassa.
Á laugardaginn vaknaði ég snemma og tók lest og svo strætó norður í Highgate. Þar fór ég fyrst á pósthús og sendi eitt póstkort til kærs vinar, gekk síðan í gegn um gullfallegan almenninsgarð og kom þá að Highgate-kirkjugarði. Það er eini kirkjugarður sem ég hef komið í þar sem er aðgangseyrir, £2.00 – en reyndar þarfnast hann sárlega viðhalds, svo ég borgaði með bros á brá. Gekk smá hring um garðinn, sem er gamalgróinn og mjög fallegur, uns ég kom að erindi mínu: Gröf Karls Marx. Á henni er feiknamikil brjóstmynd af karlinum, steypt í brons og stendur á miklum sökkli, líklega allt í allt á fjórða metra á hæð. Á þessari hjartnæmu stund tók ég ofan í lotningu og vottaði virðingu mína.
Ég fór svo niður í bæ aftur. Rápaði fyrst um Leicester Square og Kínahverfið, síðan fór ég í búð og keypti dálitla jólagjöf. Fór svo aftur á skítuga farfuglaheimilið, losaði mig við hafurtask, og tók næstu neðanjarðarlest suður til Brixton. Þar sem ég var einn á ferð og ókunnugur tónleikaslóðunum, gaf ég mig á tal við tvo Breta sem voru greinilega á leið á sömu tónleika. Hékk ég síðan með þeim restina af kvöldinu. Áður en við fórum á tónleikana fórum við á knæpu, þar sem ég gekk stafkarls stíg og reyndi að koma í verð umfram-aðgöngumiða sem ég hafði undir höndum, sökum forfalla ferðafélagans. Ekki tókst mér það. Skömmu áður en við yfirgáfum knæpuna kom vesældarlegur útigangsmaður að okkur til að sníkja peninga. Annar Bretinn gaf honum smáaura. Ég gaf honum aukamiðann. Ef hann gæti ekki selt hann kæmist hann í öllu falli á tónleika, auk þess sem ég var þá laus við fyrirhöfnina við að koma honum í verð. Útigangsmaðurinn varð himinlifandi.
Á sunnudagsmorgun tékkaði ég út af farfuglaheimilinu skítuga og settist inn á nærliggjandi veitingastað, þar sem ég fékk mér vel að éta. Sökum þess að ég var með 14 kílóa bókakassa og 8 kílóa bóka-bakpoka nennti ég lítið að þvælast um. Át í ró og næði, tók svo lest á Liverpool Street lestarstöðina, tók næstu lest til Stansted, og beið þar í 5 klukkutíma, las og drakk ávaxtasafa.
Svo flaug ég heim.

Wednesday, November 23, 2005

Úr umræðu um kommúnisma

Hvað er kommúnismi“ nefnist grein eftir Paul Bowman, sem Siggi pönk póstaði á Töflunni nýlega, löng grein skrifuð frá anarkískum sjónarhóli. Ef þið ætlið að lesa áfram, þá sting ég upp á að þið byrjið á greininni sjálfri. Hana má einnig finna t.d. hér.


Allir búnir að því? Þá læt ég fylgja hérna mín ummæli um greinina:

~~~ *** ~~~ *** ~~~ *** ~~~


Þessi grein er ágæt að ýmsu leyti. Þó finnst mér (no surprise) eins og hlutur Karls Marx sé markvisst gerður lítill, þótt hugmyndanna sem hann aðhylltist gæti víða. Sömuleiðis finnst mér fimlega skautað framhjá stéttabaráttunni og efnahags-sögulegum lögmálum sem tengjast henni. Stéttabaráttan skín víða í gegn, en það er eins og höfundur forðist að nefna hana sínu rétta nafni. Hvers vegna? Ætli hann óttist að lesendur sínir (sem ég giska á að séu flestir anarkistar) telji hann þá marxista og taki þá minna mark á honum? Um leið og stéttabaráttan er ekki tekin með í reikninginn missir róttæk hreyfing áttirnar í sögulegu samhengi sínu. Afturhvarf til handiðnaðar eða sjálfsþurftarbúskapar er ekki valkostur. Eiginlega kemur þessi grein mér að nokkru leyti þannig fyrir sjónir að henni sé ætlað að bæta marxískum kenningum í vopnabúr anarkista, án þess að Marx þurfi sjálfur að fylgja með. Hvað er málið með þessa feimni við Marx? Vilja menn virkilega láta Stalín eða borgarastéttina ráða því hvort Marx er talinn gagnlegur hugsuður eða ekki?
Paul Bowman skrifaði:
Marx - a failed synthesis
...
In his studies in the 1840s, Marx had come across the work of both Thompson and Hodgskin and from their common ground critique of capitalist exploitation he takes the broad outline of his critique of the same in "Capital" and other works.
Það er gott og rétt að það komi fram að hugmyndir Marx komu ekki frá himnum ofan. Nema hvað. Það mætti hins vegar líka koma fram að Marx sjálfur þóttist ekki hafa fundið upp á öllu í kenningum sínum, samanber frægt bréf hans til Weydemeyers:
Karl Marx skrifaði:
... And now as to myself, no credit is due to me for discovering the existence of classes in modern society or the struggle between them. Long before me bourgeois historians had described the historical development of this class struggle and bourgeois economists, the economic economy of the classes. What I did that was new was to prove: (1) that the existence of classes is only bound up with particular historical phases in the development of production, (2) that the class struggle necessarily leads to the dictatorship of the proletariat, (3) that this dictatorship itself only constitutes the transition to the abolition of all classes and to a classless society.
[leturbreytingar hjá Marx]
Marx þykist ekki eiga heiðurinn af að hafa uppgötvað stéttir, stéttabaráttu né pólitíska hagfræði - en hann eignar sér hins vegar heiðurinn af ályktununum þrem sem hann dró, að stéttaskipting fer eftir tæknistigi og framleiðslutengslum, að sögulega nauðsynlegar lyktir stéttabaráttunnar væru alræði öreiganna og afnám stéttaskiptingar.
Paul Bowman skrifaði:
However on the issue of the main contention dividing the two Marx ended up choosing neither one nor the other.
Hvers vegna hefði hann líka átt að gera það? Það er það sem fræðimenn gera, klippa kenningar sundur með gagnrýni og líma þær svo aftur saman með fræðilega yfirsýn og samhengi, svo niðurstaðan verði betri. Ég sá þetta kallað "að skapa sér sína eigin-kenningu" í ágætri bók sem ég las fyrir ekki svo löngu síðan. Það er að segja, nota eigin gagnrýnu hugsun til að sigta burtu hismið en halda eftir kjarnanum svo eftir standi betri skilningur, betri vitneskja.
Paul Bowman skrifaði:
Concentrating most of his effort on elaborating the critique of capitalist political economy already outline by Thompson and Hodgskin in the 1820s, Marx wrote remarkably little on the principles governing post-capitalist society.
Það var meðvitað og markvisst, og hann orðaði það sjálfur þannig að hann ætlaði sér ekki að "semja uppskriftirnar fyrir eldhús framtíðarinnar". Kynslóðirnar sem gera byltinguna skipuleggja vitanlega sjálfar hvernig þær ætla að haga sínum málum, og skipuleggja það í samræmi við aðstæður á sínum stað og tíma sem þá er.
Paul Bowman skrifaði:
What little he wrote in the "Critique of the Gotha Programme" seems an attempt to reconcile the two opposing principles. On the one hand Marx argues that as society emerges from capitalism with the expropriation of the land and means of production from the landowning and capitalist classes, it must retain the forms of money, the wage and exchange. This, Marx's "lower phase of communism" (which n.b. is not communist in the way this term is used in this article) corresponds to Hodgskin's vision of capitalism without capitalists. Yet on the other hand, Marx sees this first stage not as an end in itself but only as a transitional stage towards the "higher phase of communism" corresponding to Thompson's vision of a society from which wage, money and exchange have been abolished. Marx's attempt at a synthesis of the two positions is undeveloped and fails to answer basic questions. Namely why the first stage is not a sufficient goal in itself, how exactly does the first stage create the (unspecified) conditions for the second stage and how and when does the transition from one to the other actually take place?
Þetta er ekki sanngjarnt, það þarf ekki mikla yfirlegu til að skilja hvers vegna fyrsta stigið dugir ekki eitt og sér, og eins þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér stökkið af fyrra stiginu yfir á það síðara: Fyrra stigið er sósíalismi, tímabilið eftir að bylting öreigastéttarinnar hefur sigrað borgarastéttina. Á því tímabili eimir ennþá eftir af borgarastéttinni, og fólk er ennþá í viðjum hugarfarsins sem hún ól það upp í meðan hún réð ríkjum, auk þess sem ójöfnuður milli fólks er ennþá landlægur og framleiðslan er ekki nóg til að fullnægja geðþótta allra. Á stigi sósíalismans fer því fram:
(a) stéttabarátta (pólitísk bylting) - borgarastéttinni og öðrum valdastéttum er markvisst eytt sem stétt með því að eyða þeim framleiðslutengslum og öðrum félagslegum tengslum sem þær hafa skapað eða sett svipmót sitt á, þar á meðal má nefna stigveldi á vinnustað, trúarbrögð og núverandi hjúskaparhöft;
(b) menntun (þekkingarbylting) - almenn og víðtæk, húmanísk, manndýpkandi og mannauðgandi, samfara útbreiðslu á umburðarlyndi, skilningi og samkennd ef þetta skilar sér ekki sjálfkrafa með menntuninni;
(c) aðstöðujöfnun (félagsleg bylting) - sósíalísku (sameignar- og samvinnu-) eignarhaldi og rekstrarformi er komið á með tilliti til framleiðslu- og dreifingartækja, lands og annarra náttúruauðlinda og annars sem heyrir til verðmætasköpun og lífsbaráttu, samfara skipulagningu sem miðar að hámarksafköstum og sanngjarnri skiptingu;
(d) iðn- og tæknivæðing (tæknibylting) - tækniframfarir og iðnvæðing með það að markmiði að leysa mannkynið úr fjötrum fáfræði og afkastaleysis sem gera það undirgefið náttúruöflum eða duttlungum árstíða, en í staðinn kemur maðurinn fram sem hinn frjálsi herra jarðarinnar.

Árin (eða áratugina, fer eftir atvikum) eftir að borgarastéttinni er steypt mala þessar byltingar samhliða hver annarri og úr gamla, stéttskipta, kúgaða, firrta samfélaginu vex samfélag kommúnismans, þar sem menn ganga brosandi og frjálsir til vinnu sinnar og alin er önn fyrir hinum minnstu meðbræðsum og -systrum, allir hafa nóg að bíta og brenna og engan þarf að kúga, eina reglan er að svo sem maður vill að aðrir menn gjöri sér, skuli hann og þeim gjöra. Þar með er seinna stigið vaxið fram úr því fyrra.
Paul Bowman skrifaði:
This focus on the historical and contestational dynamics of the process is what gives Marx's work continuing relevance to theorists today, yet it is accompanied by a lack of attention to specifics of the goal of a post-capitalist society. Despite his many contributions, Marx's work on its own represents a backwards step in comparison to Thompson's work when it comes to investigating the social relations of a post-capitalist society.
...aftur þykir mér Bowman ósanngjarn. Marx var ekki spámaður, hvað sem sumir fylgismenn hans virðast hafa haldið, og það er hreint ekki sanngjarnt að ætlast til þess að hann hefði getað sagt eitthvað safaríkt af viti um hvernig félagsleg tengsl framtíðarsamfélagsins yrðu -- á sama hátt og það er ekki hægt að áfellast Marx, þótt hann hafi ekki getað órað fyrir vandamálum á borð við olíukreppuna, stórfellda mengun eða kjarnorkusprengjur. Hann hafði einfaldlega ekki forsendurnar til þess.

Þessi punktur er mjög góður:
Paul Bowman skrifaði:
The need for a theory that addressed "the big picture" led to the evolution of "macroeconomics" which in turn relegated the neo-classicists efforts to microeconomics. The problem for macro-economists remained the same as for the original political economists, how to get a stable measure of wealth undistorted by monetary inflation. In the end the measure they have chosen is the Retail Price Index (in the UK - similar indexes exist by different names in different countries). This is an index based on a basket of gods to reflect the consumption of an "average" worker which additions to reflect utility and housing costs, etc. In other words a measure of the cost of labour. The RPI is thus the re-introduction of the labour theory of value as a base measurement of the value of money. In this and other areas such as development economics honest commentators have had to admit the practical need to re-introduce a measure of the value of labour as a base unit of analysis.

Tuesday, November 22, 2005

Motörhead / In Flames / Girlschool, Brixton Academy, 19. nóvember 2005

Ég ákvað að bregða undir mig betri fætinum og skella mér til London á þessa girnilegu tónleika. Þar sem ferðafélagi minn forfallaðist var ég einn á ferð og með aðgöngumiða sem ég þurfti að koma í verð. Í lestinni til Brixton gaf ég mig á tal við tvo Breta sem voru augljóslega á leiðinni á sömu tónleika og fylgdi þeim (rataði enda ekki á staðinn). Kom við á knæpu, og eftir ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að selja hinn miðann, þá gaf ég hann heimilislausum Indverja sem varð ákaflega glaður! Síðan fórum við á tónleikana. Girlschool höfðu því miður lokið settinu sínu þegar við komum og In Flames voru byrjaðir. Við fréttum að Lemmy hefði komið á svið með Girlschool í laginu Don't Touch -- og vorum eðlilega vonsviknir að hafa misst af því. In Flames hef ég aldrei náð að fíla nógu vel, en þeir voru ágætir.
Næst stigu Motörhead á svið. Ég hafði fengið mér í annan fótinn og tróð mér í þvöguna fremst, svo ég man því miður ekki mikið af lagalistanum. Hitt man ég, að þeir tóku nóg af gömlum, góðum slögurum sem ég þekkti vel, svo ég get ekki kvartað. Fékk líka eyrnasuð, marblettir og harðsperrur, sem heyra til góðum tónleikum. Þegar aðalsettinu var lokið tóku þeir aukalög, fyrst óplöggað lag af Inferno, sem ég get ómögulega munað hvað heitir en kom mjög vel út og vakti mikla lukku. Þeir klykktu svo út með Ace of Spades (nema hvað).
Það eina sem ég hef út á tónleikana að setja var að hljóðið var ekki nógu hátt. Ekki nógu hátt. Á Motörhead. Öðruvísi mér áður brá. Að öðru leyti er ég sáttur og vel það. Í stuttu máli sagt var það vel þess virði að gera sérstaka ferð til London á þessa tónleika.

Og þar hafið þið það.

Ég er kominn aftur!

Það eru skiptar skoðanir um nýjustu leikfléttu Sharons. Án þess að ég þykist vita nákvæmlega hvað hann hyggst fyrir, þá leyfi ég mér að fyllyrða að það er ekki mark takandi á blaðri hans um friðarvilja. Þegar Sharon talar um frið er rétt að leita skjóls.
=== === === ===
Í Mogganum í gær, s. 21, sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir að Íslendingar hefðu „hvorki reynslu, þekkingu né burði til þess að sinna verkefnum sem krefjast vopnaburðar.“ Þetta kann að vera rétt -- þótt ég efist reyndar um að Íslendingar séu eins gagnslausir sem atvinnumanndráparar og mætti skilja af orðum hennar. Það er samt ein ástæða sem Þórunn nefnir ekki, veigamestu rökin gegn vopnaburði Íslendingar, sem eru að þátttaka og stuðningur við heimsvaldastefnu viðheldur óréttlæti heimsins og stuðlar að meiri völdum þeirra sem hafa of mikil völd fyrir. Auk þess helst það í hendur við þá æskilegu öryggisstefnu að dvergþjóð reyni að afla sér ekki óvina. Við ættum m.ö.o. að halda okkur við árahlummana og hrífutindana og láta eldstafina eiga sig -- það er nefnilega hægt að meiða sig á þeim.
=== === === ===
Patrick Wood skrifar greinina „THE GLOBAL ELITE: WHO ARE THEY?“ (1/3) -- ég er nú ekki nema búinn að renna yfir hana augunum, en sýnist í fljótu bragði að það sé nokkuð varið í hana.
=== === === ===
Er nú gamla Grýla dauð? Hvað næst, að Ósama sé dauður? Eða kannski Elvis?

Saturday, November 19, 2005

Afrek dagsins

Eg hef i dag loksins komid thvi i verk ad heimsaekja grof Karls Marx i Highgate-kirkjugardinum i London!

Monday, November 14, 2005

Halldór Ásgrímsson hefur sagt að það sé bara vitleysa að Ísland hafi verið hlutlaust undanfarna áratugi; það hafi svo sannarlega verið hluti af vestrænu blokkinni í Kalda stríðinu, og standi því ennþá tryggt við hlið Bandíttaríkjastjórnar. Tal um að horfið hafi verið frá hlutleysi sé því út í hött. Nú segir í Almennum hegningarlögum (leturbreytingar mínar hér):
92. gr. ... fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt ... skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
Ætli megi túlka þetta svo að hlutleysi sé útgangspunkturinn og Halldór og Davíð séu sekir um að rjúfa það? Eða skyldi vera átt við að ef Ísland lýsir yfir hlutleysi í einhverju tilteknu stríði, þá sé það það tiltekna hlutleysi sem sé refsivert að spilla? (Æ, það er sennilega seinni túlkunin...)
=== === === ===
Nepalskir maóistar framlengja einhliða vopnahlé sitt.
=== === === ===
The individual has always had to struggle to keep from being overwhelmed by the tribe. To be your own man is hard business. If you try it, you will be lonely often, and sometimes frightened. But no price is too high to pay for the privilege of owning yourself. -- Rudyard Kipling
=== === === ===
Disobedience, in the eyes of anyone who has read history, is man’s original virtue. It is through disobedience that progress had been made, through disobedience and through rebellion. -- Oscar Wilde
=== === === ===
It is a truism that almost any sect, cult, or religion will legislate its creed into law if it acquires the political power to do so, and will follow it by suppressing opposition, subverting all education to seize early the minds of the young, and by killing, locking up, or driving underground all heretics. -- Robert A. Heinlein

Sunday, November 13, 2005

Horfur í frönsku uppreisninni

Uppreisnin virðist vera að fjara út í París, á meðan hún blossar upp í miðborg Lyon. Nú eru komnar 17 nætur af ofbeldi í röð. Ætli það fari ekki að stytta upp? New York Times hafa tekið saman stigatöflu franskra stjórnmálamanna.
Thus far, one observation seems inescapable: tough talk seems to be working with the public, as opposed to a discussion of the general condition of the alienated children and grandchildren of immigrants, whose frustration has fueled the violence.
The major power struggle has been within the governing center-right party, and so far it looks as if
the winner has been Interior Minister Nicolas Sarkozy. He has managed to dominate government policy by expressing the sentiments of the angry, anti-immigrant right while drowning out arguments that immigrants have grievances that should be addressed.
[leturbreytingar mínar]
Nicolas Sarkozy er stór sigurvegari, Jean-Marie Le Pen ætti líka að finna pólitískt kapítal (óvíst þó hve mikið), de Villepin er talinn tapa einhverju en aðallega standa í stað (og þá tapa í raun, þar sem Sarkozy er hans helsti keppinautur um forsetaembættið 2007). Hollandi, leiðtogi Sósíalistaflokksins (svokallaða) tapar líka eitthvað, þar sem hann og félagar hans hafa ekki haft pólitíska vígstöðu til að bæta stöðu sína. Chirac þykir koma út úr þessu eins og auli.

Þessar vangaveltur eru góðar og gegnar og skipta auðvitað máli. Það sem mér finnst þó kannski segja talsvert um NYT er spurningin sem ekki ber á góma: Hvernig koma ungmennin sem hafa staðið í þessari uppreisn út úr henni, pólitískt séð? Af hverju spyr blaðamaðurinn ekki að því í greininni? Hann veltir aðeins fyrir sér öðrum vígstöðvunum, þeim sem standa að ríkisvaldinu eða styðja það. Með öðrum orðum er hann klárlega hlutdrægur. Fréttin er ritskoðuð. Ritskoðuð af sínum eigin höfundi.
Allavega, ég hef nú nýlega gert grein fyrir því hvernig ég býst við að hlutirnir þróist næstu misserin í Frakklandi. Eins og fram kemur hér að ofan hefur hægri vængurinn frekar sótt í sig veðrið, en miðjan og hófsama vinstrið veikst í þessum óeirðum. Róttæka vinstrið hefur hins vegar fágætt sóknarfæri til að koma góðu til leiðar. Mér skilst að anarkistar og maóistar séu helst með uppreisnarseggjunum á bandi en aðrir ekki eins. Nú gæti farið í hönd púpu-tímabil lærdóms, bandalagsmyndunar og skipulagningar, áður en fiðrildi byltingarinnar breiðir út vængina í næstu uppreisnaröldu - eða þarnæstu. Jæja, þetta kemur allt saman í ljós. Spekúlasjónir eru svosem til lítils.
Ef einhver vill kynna sér hlið uppreisnarmannanna, þá vil ég benda á viðtalið „A NIGHT WITH 'RIOTERS' WHO FEEL 'RAGE'“ - enska þýðingu upp úr Le Monde.
=== === === ===
Ég held e´g hafi gleymt að benda á nýjustu greinina á Gagnauga: „Mannréttindabrot yfirvalda gagnvart mótmælendum“ er nýlega komin í loftið. Lesið hana. Það er skipun.
=== === === ===
Kannski ekki ný frétt, en „Hermenn drepa konur og börn í Írak“.

Saturday, November 12, 2005

París; mastermændinn Zarqawi

Það er talað um læti á Champs Elyssée í París í dag. Viðbúnaður ríkisvaldsins er skiljanlega mikill. Það verður fróðlegt að sjá hvort tilhneigingin verður ríkari eftir að rykið sest, hægrisveifla til að berja niður þessa lægstu stétt samfélagsins, eða vinstrisveifla til að koma henni um borð í björgunarbát þjóðarskútunnar. Það gæti brugðið til begga vona.
=== === === ===
Ég hef oft talað um hvað grýlurnar „Zarqawi“ og „bin Laden“ fara í taugarnar á mér. Ég hef oft talað um að ég trúi ekki á að „al Qaeda“ séu sjálfstæð samtök. Svona últra-reaktíf stefna sem þjónar hagsmunum bandarískrra heimsvaldastefnu svona vel dettur ekki af himnum ofan. Ég hreinlega trúi því ekki. Það þarf ekki snilling til að sjá hagsmunina sem yfirstéttin hefur af að róttækni ungra múslima beinist í þennan ömurlega farveg bókstafstrúar og forheimskunar, frekar en framsækinn, sósíalískan farveg. Þarf ekki snilling til, og nóg er til af áhrifamönnum með svipað siðferði og minkur, hagsmuni og skilning, sem mundu glaðir taka þátt í að búa til svona grýlu. Grýlu fyrir Vesturlandabúa, Hameln-flautuleikara fyrir íbúa múslimaheimsins. Afvegaleiða unga blóðheita menn sem fullir eru af réttlátri reiði. Fjarstýra stefnunni, haga henni þannig að bandarísk heimsvaldastefna (eða einstakir hlutar hennar) njóti góðs af og geti nýtt sér pólitískt bakland sem þeir hefðu aldrei aðgang að nema bakdyramegin. Ná þannig óséðum áhrifum, styðjast við óséðar stoðir, berjast með óséðum vopnum...
Nú fékk ég tölvupóst, upphaflega frá bandarískum hermanni í Írak, sem minnti mig á þessar hugleiðingar. Hér er brot út honum:
It is widely viewed that Zarqawi's use of suicide bombers, en masse, against the civilian population was a serious tactical mistake. Many Iraqi's were galvanized and the caliber of recruits in the Army and the police forces went up, along with their motivation. It also led to an exponential increase in good intel because the Iraqi's are sick of the insurgent attacks against civilians.
Alvarleg taktísk mistök. Þessi „Zarqawi“ á að vera mastermænd. Sá sem er mastermind hlýtur að átta sig á því hvað árásir á óbreytta borgara eru óvinsælar meðal sömu óbreyttu borgara. Það er annað sem þarf ekki snilling til að skilja.
Taktísk mistök hjá Zarqawi -- eða snilldarleg taktísk leikflétta hjá kriminel elementum innan bandaríska stjórnkerfisins?
=== === === ===
Ef þið skiptið Írak út fyrir Jórdaníu, þá gildir það sama um þessar þrjár kóordineruðu sjálfsmorðsárásir sem drápu tugi manna. Jórdanskir borgarar brugðust ókvæða við -- eins og þurfti ekki snilling til að sjá fyrir -- og þar hafa „andstæðingar hryðjuverkamanna“ án efa hækkað í áliti hjá almenningi. Stendur mastermændinn ógurlegi ekki undir nafni? Eða er hann kannski meiri og undirförulli mastermænd en stuðningsmenn hans í flór samfélagsins vita?

Thursday, November 10, 2005

Hvers má vænta af uppreisninni í París + fleira

Kommadistró Íslands verður í TÞM í dag. Sjá blogg KDÍ.
=== === === ===
Ísrael: Peretz fellir Peres“ held ég að sé frétt dagsins. Þetta á að vera mjög góð frétt fyrir friðarsinna. Uri Avnery gerði nýlega grein fyrir ástæðum þess, lesið „Peretz is Not Peres“ -- hafandi lesið greinina fyrst, þá greip ég andann á lofti við að sjá fréttina.
=== === === ===

Af Frökkum


Ég er ekki hættur að hugsa um unga lágstéttarfólkið á götuvígjunum í París. Egill Helgason skrifar líka um ástandið þar, og vitnar meðal annars í Gérard Lemarquis, sem „sneri vangaveltunum um aðlögunarvanda innflytjenda í Frakklandi á haus; sagði að óeirðirnar undanfarna daga væru einmitt dæmi um að þeir hefðu aðlagast vel. Svona hefðu Frakkar alltaf hegðað sér – byltingar, uppþot og læti hefðu alltaf verið góð og gild aðferð þar í landi.“ Orð að sönnu.

Hér á eftir fara skýringar sem eru að miklu leyti byggðar á skýringum vinar míns í París.



Uppreisnin sem er í gangi núna er sjálfsprottin og fólkið sem gerir hana skipuleggur hana sjálft í mörgum smáum hópum, sem aftur tengjast hver öðrum í gegn um farsíma, internet o.s.frv. -- þetta er að öllum líkindum til merkis um styrkleika uppreisnarinnar. Annars vegar mundi uppreisn skipulögð ofan frá ekki hegða sér svona; hún væri að öllum líkindum miðstýrðari, meðan uppreisn sprettur ekki fram sjálf eins og þessi gerir nema virkilegur hiti sé í mönnum. (Auk þess mundi samsæri af þessari stærðargráðu líklega spyrjast út og verða fyrirbyggt af valdstjórninni.) Hins vegar er ekki hægt að afhöfða höfuðlausan her, og í uppreisn sem hefur ekkert leiðtogasæti er síður pláss fyrir valdagíruga, tækifærissinnaða stéttsvikara.

Þótt mönnum sé heitt í hamsi og hvítni hnúarnir, þá er það samt ekki nóg. Úthverfafátæklingarnir eru frekar einangraðir og hafa litla pólitíska reynslu. Uppreisnarölduna mun væntanlega lægja og ríkisvaldið ná tökum á nýjan leik. Miðstéttirnar, sem núna eru uggandi, álíta þetta kynþáttaóeirðir og munu styðja tilraunir yfirstéttarinnar til að herða og styrkja valdstjórnina til muna -- fasískar ráðstafanir. Reyndar mun strax vera farið að mynda eins konar heimavarnarlið víða meðal miðstéttarinnar, ef ske kynni að á þyrfti að halda.

Það sem þessi alda gæti gert -- og er reyndar líkleg til að gera -- er að hraðsjóða sterka og skýra pólitíska vitund í hugum fátæklinganna. Núna vantar þá prógram og þá vantar líka meðvitaða og stéttvísa pólitíska framvarðarsveit sem getur sett framsækinn kúrs, sett fram kröfur, sett dagskrá og verið valkostur við gamla valdakerfið. Í raun mætti segja að það sé gott að slíkt afl sé ekki til núna; ef svo væri mundi það í fyrsta lagi líta út fyrir að standa fyrir innflytjendur eða afkomendur þeirra, þ.e.a.s. eins og eins konar kynþátta-afl, og virka fælandi á aðra Frakka svo stjórnvöld gætu klofið hreyfinguna og sigrað hana sundraða. De Villiers, Le Pen og fleiri afturhaldsseggir eru meðal raddanna sem vinna að slíkri sundrun, með tali um „íslamvæðingu Frakklands“ og „eþnískt borgarastríð“ -- divide et impera að hætti fasista. Í öðru lagi mundi slíkt afl ef til vill leiða uppreisnina í ógöngur, því vegna þess hvað sjálft fólkið á götuvígjunum á mikið eftir ólært í stjórnmálum er það kannski ekki tilbúið til að taka þátt í að móta framsækna stefnu, og því yrði hreyfingin ólýðræðisleg -- og sem slík líkleg til að falla um sjálfa sig. Ef aldan hjaðnar og undirstéttin nær pólitískum þroska, samböndum og atgervi fyrir næstu öldu, þá mun ég fylgjast með af ákafa.

Þessi uppreisn er ekki kynt af íslamistum, heldur er hún sekúlar. Stærstu samtök íslamista hafa meira að segja komið fram og skorað á fólk að hætta þessu -- með öðrum orðum, að sætta sig við ástandið, treysta stjórnmálamönnunum og reyna að fá málum sínum framgengt í borgaralegum farvegum þingræðisins. Þar með hefur forysta íslamista auðvitað afhjúpað sjálfa sig sem borgaralegt og afturhaldssamt afl. Maður veit samt ekki hvaða áhrif herskárri íslamistar munu hafa. Hitt er annað mál, að hugmyndafræði íslamisma er afturhaldssöm í meira lagi, hefur innbyggða híerarkíu og sameinar ekki þá sem ekki aðhyllast íslam. Hún mun því valda þeim vonbrigðum sem setja traust sitt á íslamska heimsbyltingu. Ef íslamistar ná miklum áhrifum er líklegt að þau áhrif verði skammvinn.

Í Frakklandi stendur mest arðrændi hluti hinnar vinnandi stéttar í uppreisn. Byltingarsinnar hafa nú tækifæri til að lyfta grettistökum til að glæða pólitíska vitund og skilning undirstéttarinnar. Á meðan hófsamari, borgaralegri vinstriöfl fordæma ofbeldið, bera róttækari öfl kennsl á uppreisnina sem stéttaátök. Maóistar, anarkistar og fleiri hamast nú á akri byltingarinnar. Nú er lag að byggja skipulagða hreyfingu, sameina róttækustu öflin og undirbúa næstu uppreisnaröldu -- því hennar er kannski ekki langt að bíða.

Sjaldan er ein uppreisnaraldan stök.

=== === === ===
Ég vil líka benda á ritstjórnargrein WSWS um neyðarlögin sem hefur verið gripið til í Frakklandi, m.a. um rasismann og þá aðför að lýðræði sem felast í þeim. Financial Times flytur líka frétt um téð lög og gagnrýni sem stjórnvöld hafa orðið fyrir.
=== === === ===
Á WSWS er einnig grein um pyntingar Bandaríkjamanna.

Wednesday, November 9, 2005

Enn af bálreiðum Frökkum og uppreisnum

Sjónarvotturinn Sara Kolka lýsir aðstæðum í París.
Kalli virðist taka í sama streng (1, 2) og ég varðandi byltingu í Frakklandi.
Rage of French Youth Is a Fight for Recognition“ segir Washington Post. (Ég þakka Birni Darra fyrir ábendinguna.) „Many of the rioters grew up playing soccer on Rezzoug's field. They are the children of baggage handlers at nearby Charles de Gaulle International Airport and cleaners at the local schools.
"It's not a political revolution or a Muslim revolution," said Rezzoug. "There's a lot of rage. Through this burning, they're saying, 'I exist, I'm here.' "
“ (Leturbreytingar mínar.) Þessum Rezzoug skjátlast. Hvað er til pólitískara en það að botnfall samfélagsins (orðalag Kalla) rísi upp, reyni að varpa af sér drápsklyfjum og krefjist réttar sín? Krefjist viðurkenningar, eins og WP orðar það. Þegar fólk sem ekki nýtur viðurkenningar segir „hingað og ekki lengra“ og krefst þess að vera viðurkennt sem fólk, þá get ég ekki hugsað mér pólitískari kröfu. Þessi uppreisn er svo pólitísk sem nokkur uppreisn er pólitísk. Pólitísk krafa um að pólitísku misrétti linni, stéttarbundnu misrétti. Fólk er bálreitt og hefur líka ástæðu til. Útgöngubann hefur lítið að segja, enda er það ekki lögreglan sem ræður ríkjum. Reiði fólksins er réttlát, hvað sem mönnum kann að finnast um einstakar aðferðir.
Krafa um að vera metinn sem manneskja er sú sanngjarnasta krafa sem ég þekki. Í sjálfu sér er það ekki aðalatriði hvort það er brotið á manni vegna kynferðis, eþnísks uppruna eða þjóðernis, húðlitar, kynhneigðar eða stéttarstöðu. „Komdu fram við mig eins og manneskju“ er krafa sem ekki er hægt að neita. Þessi krafa er kjarni frjálslynds sósíalisma. Fólk á heimtingu á mannsæmandi meðferð og framkomu.
=== === === ===
Talandi um uppreisnir, þá er níundi nóvember í dag. Þennan dag fyrir 73 árum, 1932, var það sem næst er talið komast uppreisn á Íslandi: Gúttóslagurinn. Í miðri kreppunni ætlaði bæjarstjórn Reykjavíkur að minnka atvinnubótavinnuna og lækka launin í henni. Fjölda verkamanna dreif að, og ætluðu þeir að koma í veg fyrir að tillagan yrði samþykkt. Það tókst þeim með því að hleypa upp fundinum. Lögreglan skarst í leikinn, en varð að lúta í lægra haldi eftir harðan bardaga. Um kvöldið var 21 lögreglumaður ófær um það, vegna meiðsla, að gegna skyldum sínum við yfirstéttina. Verkamenn -- verkalýðsflokkarnir tveir og verkalýðsfélögin -- réðu Reykjavík. Brynjólfur Bjarnason og Héðinn Valdimarsson mátu samt stöðuna þannig að þeim væri ekki stætt á að láta kné fylgja kviði og keyra byltingu í gegn með valdaráni, enda mundi yfirstéttin verða fljót að ná vopnum sínum aftur, sem og varð. Því varð engin bylting -- og ósennilegt að hún hefði heppnast hvort sem er.
=== === === ===
Ég hef uppfært hlekkinn á Arngrím.
=== === === ===
Ungrót var í Kastljósinu í gærkvöldi. Mér fannst þau bara koma nokkuð vel út.

Tuesday, November 8, 2005

Af „óeirðunum“ í Frakklandi

Ef ég læsi ekkert nema Propaganda Matrix mundi ég sennilega halda að úti í heimi væru „einlæg“ ofbeldisverk fátíð, að fólk tæki sér hér um bil aldrei vopn í hönd án þess að illa innrættir valdsmenn toguðu í spotta og neru saman höndunum. Ég held það ekki. Fólk kemst -- oftar en ég hefði kosið -- í þær aðstæður að eðlisávísun, réttlætiskennd eða örvænting sparkar því á fætur og það hleypur út með lurk eða grjót í hendi.
Því nefni ég Propaganda Matrix, að þar er endurbirt grein eftir Wayne Madsen: „Neo-con/fascist provocateurs behind French riots?“ heitir sú. Í henni þykir mér koma vel fram hvað pólitísk sýn íhaldsmannanna á Propaganda Matrix getur verið þröng. Eru agentes provocateurs á bak við uppþot þar sem þúsundir ungmenna sjá ástæðu til að fara í götubardaga? Eru þetta kriminel elemtna í stjórnkerfinu sem eru að verki? Sko, í flestum eða öllum stjórnkerfum eru vissulega kriminel element, og agent provocateur-aðferðin er vel þekkt og mikið notuð. Madsen skrifar:
The possibility that neo-cons and their fascist allies are manipulating the violence in France to their own advantage has the net result of bringing France into the neo-cons' oft-stated goal of a "Clash of Civilizations" between the West and the Muslim world.
Hann skrifar einnig:
[M]ost of the rioters, mostly from North Africa and Western Africa, are not even practicing Muslims, making the possibility of "Fifth Column" provocateurs being behind the violence all the more likely.
Vitið þið hvað? Ég held að Madsen hafi rangt fyrir sér. Ekki kannski að öllu leyti -- mér finnst það meika sens að stjórnvöld reyni að nýta sér svona ástand eftir megni, eftir því sem það er hægt -- það er að segja, reyni að haga seglum eftir vindi, eins og hvaða stjórnvöld sem er mundu reyna. Það kæmi mér vissulega á óvart ef ríkisstjórn Frakklands hefur ekki fært aukið eftirlit og sterkari valdstjórn ofar í forgangsröðina. Út af fyrir sig kemur það heldur ekki á óvart þegar ríkisstjórnir sviðsetja ofbeldisverk gegn sjálfum sér til þess að réttlæta fasískar ráðstafanir. En í þessu tilfelli þykir mér helst til langt seilst.

„Eru þetta óeirðir eða eitthvað meira?“ spurði ég vin minn í tölvupósti, franskan erkikomma. Eitthvað mikið meira, sagði hann, „þetta er uppreisn fólksins!“ og ég er ekki frá því að ég hafi lesið eftirvæntingu úr orðum hans. Er þetta það? Er byltingin loksins að koma? Ekki veit ég það, og því síður veit ég hvernig þessu lyktar. Hitt veit ég, að við sem hérna sitjum, fjarri atburðunum í Frakklandi, heyrum ekki nema takmarkaðan hluta af því sem er athygli vert. Áðurnefndur vinur minn benti mér á síðu þar sem aðeins önnur hlið kemur fram en sú sem við lesum í Morgunblaðinu. Uppreisn fólksins. Atvinnulausir ungir lágstéttarmenn sem hafa fengið nóg af því að það sé traðkað á þeim. Neisti kveikir bál. Kannski eru fátækrahverfin ekki bara full af aumingjum sem hafa spilað illa úr sínu. Kannski hefur valdstjórnin höggvið einu skipti of oft í sama knérunn. Kannski er komin upp hreyfing sem er í senn víðfeðm, sekúlar og bálreið. Hreyfing sem brettir upp ermarnar, kreppir hnefana og hjólar beint í óvininn.
Kannski. Ég býst við að komi í ljós.
=== === === ===
Annars fær Wikipedia hrós fyrir grein sína um uppþotin. Alfræðiorðabókarfærsla sem er uppfærð hér um bil í rauntíma. Spónn úr aski meginstraums-fjölmiðlanna?

Af átökum víða um heim

Það virðist vera komið á daginn hvers vegna bandarískir hermenn reyndu að drepa ítölsku blaðakonuna Giuliönu Sgrena: Hún bjó yfir upplýsingum sem koma sér illa fyrir Bandaríkjaher. Þær upplýsingar eru þessar: Bandaríkjaher notaði brennandi fosfór sem vopn gegn íbúum Fallujah - þar á meðal gegn óbreyttum borgurum - í aðförinni miklu fyrir ári síðan. Fosfórinn á að heita að vera til þess að lýsa upp landsvæði til að auðvelda hermönnum að athafna sig, en nýtist einnig prýðilega til þess að brenna fólk lifandi. Með öðrum orðum, Bandaríkjaher notar efnavopn gegn Írökum.
=== === === ===
A DEADLY INTERROGATION -- Can the C.I.A. legally kill a prisoner? spyr Jane Mayer í gríðarlega langri grein.
=== === === ===
Í Eþíópíu neita leiðtogar stjórnarandstöðunnar sökum sem þeim eru gefnar, að hafa boðað mótmæli gegn ríkisstjórninni, sem barin voru niður og kostuðu 46 mannslíf. Auðvitað neita þeir sökum. Í fyrsta lagi voru mótmælin ekki nema réttmæt, enda sterkur grunur á víðtæku kosningasvindli -- í öðru lagi voru það þrælar ríkisvaldsins sem skutu til að drepa, eins og íslenskur kristniboði bar í viðtali við Morgunblaðið ekki alls fyrir löngu. Núna stefna þeir að stóru verkfalli í mótmælaskyni. Við sjáum hvernig það fer. Ekki vildi ég vera eþíópíska ríkisstjórnin; auðmýkt heima fyrir og á barmi stríðs við Erítreu.
=== === === ===
Málgagn nepalskra royalista, Gorkhapatra, birtir ritstjórnargrein um það hvernig Kommúnistaflokkur Nepals (sameinaðir marx-lenínistar) [ath. ekki maóistar] færast í átt til meiri róttækni. Lesið greinina -- það er langt síðan ég hef séð annan eins haug af hlutdrægni, lýðræðis-fjandskap og almennum pólitískum dónaskap. Góðar fréttir þó, ef rétt er hermt, að CPN(UML) hafi sett lýðveldisstofnun á stefnuskrána. Ef það er rétt, þá er tilefni til að fagna. Þetta forneskjulega, fábjánalega konungsdrusludæmi er tímaskekkja og á heima á forngripasafni.
Maóistar lýsa yfir "lokun" á hinu afskekkta héraði Kanchanpur í vestanverðu landinu, til að mótmæla því að leiðtogar úr þeirra röðum hafi verið teknir fastir.* Það eru fjórar vikur eftir af einhliða þriggja mánaða vopnahléi maóista (sem konungssinnar hafa ekki virt nema að litlu leyti). Nú má spenna öryggisbeltin; blossar allt upp í dauða og djöfli?
=== === === ===
Útgögnubann sett á óeirðasvæði í Frakklandi. Mér finnst nú skrítið að það hafi ekki verið gert fyrr. Ég get ekki sagt að ég öfundi Frakka heldur, þessa dagana. Verst þykir mér samt að hafa ekki almennilegar spurnir af því (a) hverjir það akkúrat eru sem standa að baki óeirðunum og (b) hvað þeim akkúrat gengur til.
=== === === ===
Kurt Nimmo er viss í sinni sök, að Ósama bin Laden sé dauður og ahfi verið það lengi. Það er sagt að Ósama hefur (eða hafði) árum saman átt við nýrnabilun að stríða. Það eitt og sér er sterk vísbending um að hann sé dauður -- það eru nefnilega lítið framboð á díalýsuvélum í Waziristan eða Baluchistan. Nimmo vísar í greinar á borð við "Ósama dauður og grafinn", að hann hafi undirgengist aðgerð á bandarískum herspítala í júlí 2001 (*) og að mjög háttsettur bandarískur leyniþjónustumaður hafi heimsótt hann á annað bandarískt hersjúkrahús í september 2001! (*)
=== === === ===
Glæpamaðurinn Alberto Fujimori, frv. forseti Perú, er kominn aftur til S-Ameríku úr sjálfskipaðri útlegð í Japan. Er í Chile og á yfir höfði sér framsal til Perú, þar sem verður réttað yfir honum eins og hundinum sem hann er.