Tuesday, April 19, 2022

Frægir steinar sem ég heimsótti 2021

Flekkusteinn í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd

Gatnöf við Bakkahöfða, nærri Húsavík

Bragi spreytir sig við steininn í Rauðanesi, sem Skallagrímur Kveldúlfsson sótti út í Miðfjarðarsker í Borgarfirði, og þurfti fjóra þræla til að lyfta honum. Bragi snaraði auðvitað steininum upp, ég náði bara ekki mynd af því.

Hannesarsteinn við veginn inn í Stykkishólm. Förumaðurinn Hannes stutti var vanur að tylla sér á hann í gamla daga.

Krakkarnir þreyta aflraunir í Dritvík, við steinana gömlu: Fullsterkan, Hálfsterkan, Hálfdrætting og Amlóða