Thursday, March 17, 2005

Lýðræðislegt umboð forseta og forsætisráðherra?


Halldóri Ásgrímssyni finnst stjórnarskráin ekki vera heilagt plagg. Eigum við ekki að vera sammála honum? Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér. Annars væri hann varla forsætisráðherra. Annars hefði meirihluti Íslendinga varla kosið hann. Bíddu við, meirihluti Íslendinga kaus hann ekki! Æi, best að vera samt sammála honum. Hann ræður hvort sem er. Hverju skiptir hvort hann hefur rétt fyrir sér eða ekki? Hverju skiptir það? Það er ekki eins og hann eigi nokkur tímann eftir að skipta um skoðun. Hægrimenn tönnlast á því hvað Ólafur Ragnar Grímsson sé ómerkilegur og hvað fáir hafi nú kosið hann. Hann fékk samt margfalt fleiri atkvæði en Halldór Ásgrímsson. Ef Ólafur fær fá atkvæði og veitir Halldóri síðan stjórnarmyndunarumboð, hvaða stöðu er Halldór þá í? Hann hefur fá atkvæði á bak við sig. Hann ríkir í umboði forseta sem er líka með fá atkvæði á bak við sig. Núna þegar skítur síðasta áratugar kemur upp á yfirborðið er það Halldór sem er forsætisráðherra og fær hann á sig. Davíð Oddsson situr í skjóli í utanríkisráðuneytinu og sleppur billega. Halldóri verður slátrað í næstu kosningum. Ætli Davíð verði ekki annaðhvort forsætisráðherra næsta kjörtímabil eða utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur?

No comments:

Post a Comment