Thursday, June 16, 2016

Leggja mannanafnanefnd niður

Það er verið að undirbúa mikla losun á lögum um mannanöfn og hefði mátt gerast fyrr. Þessi lög og nefnd eru ekki bara óréttlát og kjánaleg, heldur ná þau ekki einu sinni yfirlýstum tilgangi sínum. Að nafnið megi t.d. ekki vera nafnbera til ama -- það er kannski göfugur tilgangur þegar börn eiga í hlut, en (a) fullorðið fólk á að geta borið sjálft ábyrgð á því hvað það vill heita og (b) fjöldinn allur af samþykktum nöfnum geta svo sannarlega verið til ama, bæði þau sem verða hlægileg þegar tvö standa saman og þau sem mörgum finnst bara asnaleg -- og vel að merkja, þá er mjög fjölbreytt hvað fólki finnst asnalegt.

En að krefjast þess að nafn sé nafnorð -- hvað er það? Bjartur, Svartur, Ljótur, Kristinn, Sighvatur, Vigfús, Ársæll -- eru þetta ekki allt lýsingarorð?

Monday, June 6, 2016

Samfylkingin ekki vinstriflokkur

 „Jafnaðarmenn skilgreina sig ekki til hægri eða vinstri.“

Það var nefnilega það. Það er nú langt síðan ég áttaði mig á því að kratar hefðu fjarlægst upprunann svo mikið að þeir væru hættir að geta kallast vinstrimenn, en ágætt að fá þessa staðfestingu á því frá nýkjörnum formanninum.

Friday, June 3, 2016

Alþýðufylking á Akureyri á morgun

Alþýðufylkingin heldur opinn kynningarfun á Café Amour á Akureyri kl. 14 á morgun, laugardag.

Nánar hér: Alþýðufylkingin fundar á Akureyri á laugardag

Wednesday, June 1, 2016

Stríð um heimsyfirráð ... og mistök mín

Hér á þessu bloggi póstaði ég í fljótfærni grein á mánudaginn, þar sem nafn höfundar kom ekki fram. Ég var ekki höfundurinn (því miður, þetta er mjög góð grein), heldur var það Þórarinn Hjartarson. Greinin hefur nú birst þar sem henni var upphaflega ætlað að birtast, á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar. Lesið hana, þið verðið betri manneskjur eftir það:

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki