Tuesday, August 29, 2006

Af Staksteinum í dag...

Ég hristi oft höfuðið yfir Staksteinum Morgunblaðsins. Staksteinar dagsins í dag eru ekki undantekning. Styrmir ritar:

Það er hægt að ganga út frá því sem vísu, að íslenzkir ráðherrar leyna Alþingi ekki vísvitandi upplýsingum því að bæði þeir og aðrir bera djúpa virðingu fyrir Alþingi sem stofnun.


Það er nefnilega það. Er þetta eitthvað grín?

Monday, August 21, 2006

Júgóslavía í kvöld + Sómalía

Í kvöld verður spjall um fyrrum Júgóslavíu í Snarrót, Laugavegi 21. Það hefst klukkan 20:00. Jón Karl Stefánsson og ég erum nýkomnir frá Serbíu og munum segja frá því sem fyrir augu bar. Umræður eins lengi og fólk nennir. Það kemur í ljós hvort þetta fer fram á íslensku eða ensku.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvað er málið þessu tali um "uppreisnarmenn"? Íslömsku dómstólarnir í Mogadishu eru engir uppreisnarmenn. Í uppreisn gegn hverjum ættu þeir svosem að vera? "Bráðabirgðastjórnin" er ekki meira átorítet í Sómalíu en hver annar aðili -- ættbálkar, stríðsherrar -- í landinu sem hefur logað stafna á milli og verið án ríkisstjórnar í hálfan annan áratug. Ég sé ekki að íslömsku dómstólarnir séu heldur mikið verri en hinir. Ef þeir gætu komið á stöðugleika þá væri a.m.k. til nokkurs að vinna. Jafnvel sharía-lög væru tæpast verri en löglaus skálmöldin sem nú tröllríður Sómölum.

Sunday, August 20, 2006

Ég gerði ekki mikið í tilefni af Menningarnótt, frekar en endranær, enda er ég á næturvöktum þessa dagana. Leit samt í Friðarhúsið og fylgdist með Sögum af mótmælavaktinni. Það eru ekki öll kurl komin til grafar í tengslum við lögregluofbeldið á Austurlandi. Ekki veit ég hvort lögreglan er svona óskipulögð og ruddaleg vegna þess að þar á bæ sé illa stjórnað, að menn séu svona heimskir eða að þeir hafi gaman af að beita aðra ofbeldi, eða jafnvel hvort skýringin sé sú að einhverjir séu að smyrja lófana á einhverjum. Í öllu falli sé ég ekki að þetta verði liðið til lengdar. Þegar þjónar valdsins haga sér svona, þá afhjúpa þeir það sem undir býr.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég var að sjá heimasíðu Dofra Hermannssonar í fyrsta sinn. Þar skrifar hann ýmislegt vitrænt. Ég mæli með því að fólk lesi fjórar nýjustu greinarnar þar: Keflaðir vísindamenn, Kárahnjúkavirkjun - hvað er það sem fólk má ekki vita?, Fastir liðir eins og venjulega og Guð láti gott á vita.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér getur að líta George Galloway flengja vestræna fjölmiðla fyrir pró-Ísraels bæas og verja rétt Líbana til sjálfsvarnar. Lítið á þetta.