Friday, March 18, 2005

Gleymið ekki mótmælunum á morgun. Absalútt skyldumæting. Skilti, fánar, trompetar og pottlok. Skyrfötur og mykjudreifarar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í dag er á Vantrú.net opið bréf til Egils Helgasonar vegna fyrirhugaðs viðtals hans við Karl Sigurbjörnsson í Silfri Egils á sunnudaginn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um Vantrú.net, þá er í kvöld þriðja föstudagskvöld af fjórum í fyrirlestra- og kvikmyndahátíð Vantrúar. Klukkan 20 verða sýndir tveir fyrirlestrar í Snarrót í Garðastræti 2. Phil Plaitt: "The Search for planet X" og Dan Garvin: "Adventures in Scientology" með umræðum á eftir. Ókeypis inn og allir velkomnir. Ég hvet fólk til að koma.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Frétt RÚV um íslensku hryðjuverkalögin:
SÞ: Íslensk hryðjuverkalöggjöf ónákvæm
Íslensk lög gegn hryðjuverkum eru nú undir smásjá Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Átján sérfræðingar í lögum skipa Mannréttindanefndina. Í umfjöllun nefndarinnar um íslensk hegningarlög þótti kaflinn um hryðjuverkastarfsemi ónákvæmur.
...
Mannréttindanefnd SÞ finnst íslenska löggjöfin ónákvæm og að hætta sé á að þeim lögum verði beitt gegn þeim sem mótmæla með friðsamlegum hætti. Ákvæði í lögunum kveða á um allt að lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk.

Franskur sérfræðingur SÞ í mannréttindamálum, Christine Chanet, benti íslenskum fulltrúum sem komu fyrir nefndina í vikunni á að giltu íslensku lögin gegn hryðjuverkum í Frakklandi væru margir franskir bændur trúlega dæmdir hryðjuverkamenn. Í hegningarlögum er almennt ákvæði um umferðaröryggi. Væri því beitt myndu t.d. bændur sem mótmæla kjörum sínum og aka í því skyni með heyvagn út á þjóðveg til að trufla umferð flokkast sem hryðjuverkamenn. Eða þeir sem standa að friðsamlegum mótmælum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
CRAP ARREST OF THE WEEK

For rocking against recruitment

Three anti-war students were banged up for doing a bit of light
chanting in the halls of the City College of New York to protest
against the army being at a careers fair. To stop one of the
protestors getting through their first verse, one agitated private
security guard politely smashed his head into a wall. They were
then arrested and charged with assault, resisting arrest, and
disturbing the peace. One student has also been suspended from the
University for "posing a continuing danger" while a member of
staff has also been nicked in connection with the protest. Thanks
to the Iraq war, recruitment is down for the US army, and they are
facing protests whenever they appear on student campuses.
www.campusantiwar.net

No comments:

Post a Comment