Tuesday, March 15, 2005

Í kvöld (þriðjudagskvöld) klukkan 20:00 er málfundur á ensku í Snarrót: Ögmundur Jónsson hefur framsögu um kúbönsku byltinguna og stöðuna í dag, m.a. með tilliti til gangs mála í Venezuela. Umræður á eftir. Fundurinn fer fram á ensku. Ef þið þekkið útlendinga sem eru staddir á Íslandi og vilja taka þátt í grasrótarstarfi, látið þá endilega vita. Sams konar fundir verða annan hvern þriðjudag út maí. Sjá heimasíðu Snarrótar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jón Einarsson lætur Karl Sigurbjörnsson heyra það út af þessari ljótu predikun um daginn. Orð í tíma töluð.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í gær voru víst liðin 122 ár frá því Karl Marx dó í svefni, sitjandi í hægindastól í íbúðarholu sinni í London. Í gær var líka pí-dagurinn, 14. mars, sem á ensku er táknaður 3.14 = pí.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
19. mars næstkomandi eru stærðarinnar mótmæli gegn Íraksstríðinu ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Skyldumæting fyrir þá sem eru á móti því að saklausir borgarar séu myrtir!

No comments:

Post a Comment