Tuesday, March 1, 2005

Í blaðinu í dag var mynd sem fyllti mig hryllingi, tekin á götunni í Írak, þar sem sjálfsmorðsárás drap a.m.k. 125 manns í gær. Blóðpollurinn var tugir fermetra og a.m.k. ökkladjúpur. Þvílík árás. Enn spyr maður sig, hver var að verki? Á yfirborðinu lítur út fyrir að öfgasinnaðir súnnítar hafi staðið að þessu. Hver veit, það getur alveg verið. Hver hagnast? Bandaríska hernámsliðið hagnast á innbyrðis klofningi Íraka og þetta eykur mjög á hann. Hver sem framdi verknaðinn var með því að vinna Bandaríkjastjórn gagn.

No comments:

Post a Comment