Saturday, July 30, 2005

Appelsínustakkar í fylkingu ... hvað með okkur hin?


Nokkrar hugrenningar í kring um grein Uri Avnery, The March of the Orange Shirts frá 24. júlí. Ég mæli með því að fólk lesi hana fyrst.
How could a gang of thugs with an inhuman ideology take over [Germany] that, in its time, was perhaps the most cultured country in the world?
... I wrote a book on this, concluding with the question: Can it happen here?
Today, there is no escape from the terrible answer: yes, it can happen here. If we behave like the people of Weimar, we shall suffer the same fate as the people of Weimar.
Þetta eru orð að sönnu. Lýðræðið stendur ekki styrkari stoðum heldur en sem nemur tiltrú fólks á því. Lýðræði þarf að vera virkt og lifandi til þess að fólk sé ekki áhugalaust um það. Ef svona gæti gerst í Ísrael, gæti það þá ekki gerst á Íslandi? Munurinn er að vísu sá, að aðstæður eru allt aðrar á Íslandi. Aðstæðna vegna efast ég, fyrir mitt leyti, um að innlendir fasistar eigi eftir að yfirtaka Ísland í bráð. En ég hugsa að eðlið sé samt það sama. Ef þannig stæði á, þá mundu Íslendingar frekar vera heima að horfa á sjónvarpið, heldur en að rísa upp þegar á þyrfti að halda. Allavega eins og málum er háttað núna.
there is no reason any more for not calling the spade a spade: a large fascist camp is now threatening Israeli democracy.
Þar höfum við það. Avnery segir það umbúðalaust: Landtökumennirnir eru fasistar og ógna lýðræðinu í Ísrael. Orð að sönnu, orð að sönnu.
What is this [extremist] ideology? It was proclaimed loudly, again and again, by the central spokesmen of the movement: God gave us this country. All the land and its fruits belong to us. Anybody who gives away even one square metre of it to foreigners (meaning the Arabs, who have been living here for many generations) is violating the commandments of the Torah.
Þetta er nú athyglisverð rökleysa ... segjum að Gamla testamentið segi rétt frá, og gvuðsi hafi gefið Abraham og niðjum hans Kanaansland (núverandi Palestínu). Orðin "og niðjum hans" eiga ekki bara við gyðinga, heldur einnig aðra sem telja Abraham og Móse ættfeður og spámenn - það er að segja, ef stuðst er við guðleg rök, þá eiga gyðingar ekki meira tilkall til Palestínu heldur en kristnir menn og múslimar.
... in Israel, the Jewish religion has undergone a mutation that has completely changed its face.
...og svo er fólki brugðið um gyðingahatur þegar það hreyfir andmælum við mannréttindabrotum Ísraelsstjórnar. Ísraelskir zíonistar hafa unnið gyðingdómi meira ógagn heldur en flestir aðrir. Ef einhverjir eru sekir um að spilla fyrir gyðingum sem slíkum, þá eru það zíonistar.
There is no agreed scientific definition of "fascism". I define it as having the following attributes: the belief in a superior people (master Volk, chosen people, superior race), a complete absence of moral obligations toward others, a totalitarian ideology, the negation of the individual except as a part of the nation, contempt for democracy and a cult of violence. According to this definition, a large proportion of the settlers are fascists.
+Eg kinka kolli samþykkjandi.
It has been said about the Weimar Republic that it was not overthrown by the "brown shirts", but collapsed by itself, because at the moment of truth almost no one was prepared to stand up and defend it.
Ef í Bandaríkjunum kæmi upp sú staða að bókstafstrúarmenn klæddust í baseball-jakka með Ésú krysstum á bakinu og IXÞIS-fiski að framan og færu í "March on Washington" með það fyrir augum að binda endi á "kjaftakvörn" þessa "rotna lýðveldis" - veifandi rifflum og bandarískum fánum og kyrjandi hómófóbískar möntrur og rægjandi Darwin og aðra þrjóta - hvað ætli margir yrðu til þess að reyna að stöðva þá? Ekki það, að á meðan þeir ráða lögum og lofum í þinginu og Hvíta húsinu og annars staðar, þá er lítil hætta á að þetta gerist með svona beinum hætti -- en engu að síður, ef þetta gerðist, hvar værum við þá stödd?
Last week, thousands of "orange shirts" marched towards Gush Katif, in a distant echo of the 1920 "March on Rome" by Benito Mussolini's "black shirts" that overthrew the Italian democracy. Some 20,000 soldiers and police were mobilized to stop them. On the face of it, the army and police won, since the orange shirts did not reach the Gaza Strip. But for three days, under the blazing sun, the rebels put on public display their determination, unity and discipline.
Hægriöfgamenn hafa í gegn um tíðina átt það til að vera þrautskipulagðir og stunda effektíft "projection of power and credibility" svo ég leyfi mér að sletta ... mynda einhvers konar félagslegan spjótsodd, fylkja þjóðfélagslega hamalt, sem tvístraðir meinleysingjar úr hópi lýðræðisvina megna ekki að svara. Svona ná þeir árangri, svona ná þeir völdum. Það hafa auðvitað verið gerðar heiðarlegar tilraunir til að svara svona brögðum, eins og til dæmis á Spáni 1936-1939. Hernaðarlegir yfirburðir afturhaldsaflanna, samtrygging heimsvaldaríkja og hnattrænnar elítu - innri veikleikar og fimmta herdeild...allt hefur þetta hjálpast að við að veikja mótspyrnuna gegn svona ófagnaðaröflum.
Er þetta virkilega leiðin? Tja ... þegar trommuð hafa verið upp heil herfylki gegn lýðræðinu er auðvitað orðið of seint að grípa til fyrirbyggjandi eða strategískt próaktífra aðgerða. En á hinn bóginn: Þegar lognmolla er í samfélaginu og efnahagurinn á þokkalegu róli, hvenær gafst þá stundin betri, einmitt til þess? Vitur maður sagði að góðir búmenn hefðu vit á að leggja til hliðar í góðæri til að eiga eitthað upp á að hlaupa þegar harðnaði á dalnum. Hvers vegna höfum við ekki gert það? Það er að segja: Hvers vegna höfum við ekki nýtt núverandi lognmollu á Íslandi til þess að vinna friðsamlega og fyrirbyggjandi sigra? Ég spyr rangrar spurningar. Það sem ég vildi sagt hafa er: Eftir hverju erum við að bíða?
During these three fateful days, not one of the leading intellectuals, no writer like S. Yishar, Amos Oz, A.B. Yehoshua or David Grossman, no important professor, no poet or artist raised their voice against the settlers and their allies. ... One of their excuses was that they did not wish to be seen as supporting Ariel Sharon.
Ég játa að ég kenni í brjósti um þessa menn, sem gegna skoðanamyndandi stöðum í Ísrael. Maður getur varla annað en stamað frammi fyrir fánaborgum og þrammandi hermannaklossum fasista í vígamóð. Sá sem hreyfir mótbárum stofnar sjálfum sér og fjölskyldu sinni í hættu. Illt er að egna brjálæðinga. En er það ekki þannig? Þegar úlfarnir ráðast á sauðahjörðina, hvaða sauði dettur þá í hug að fara að reyna að stanga þá? Sauðir sem stanga úlfa eru útdauðir. Fífldirfska er "evolutionary disadvantage" - svo ég leyfi mér að sletta aftur.
The silence of the sheep. The silence of Weimar.
Eftir sitjum við rollurnar. Lömbin þagna. Meme til slátrunar. Hjörð af hræddum dýrum sem leita að öryggi og frumkvæði hjá einhverjum öðrum. Óttumst að taka afstöðu, óttumst ábyrgð - óttumst frelsi. Viljum vera undir verndarvæng hjá sterkum, föðurlegum leiðtoga. Hjúfra okkur í hálsakot.
Er ég svartsýnn? Í augnablikinu get ég ekki neitað því. Til lengri tíma litið er ég samt, merkilegt nokk, bjartsýnn á að þetta fari allt vel að lokum.
Ekki það, að mér hefur skjátlast áður.

Friday, July 29, 2005

IRA hafa lýst því yfir að þeir leggi niður vopn. Það er nú gott.

Eftir situr áleitin spurning: Hefði Gerry Adams nokkurn tímann komist á þing ef írskir lýðveldissinnar hefðu staðið með skilti í Belfast, frekar en að beita ofbeldi?

Eins má spyrja: Ef PLO hefðu aldrei beitt hryðjuverkum, hefði málstaður Palestínumanna þá nokkurn tímann fengið athygli heimsins? Hefði Palestínska heimastjórnin nokkurn tímann orðið til?

Hefðu Bandaríkjamenn nokkurn tímann getað lýst yfir sjálfstæði án þess að beita Breta ofbeldi? Hefði apartheid í Suður-Afríku nokkurn tímann lagst af ef svertingjarnir hefðu látið nægja að senda hvítum ráðamönnum bænaskjöl?

Spyr sá sem ekki veit.
Ég sé ástæðu til að benda á skrif á nokkrum bloggum, sem ekki sakar að líta á.

Hreinn Hjartahlýr hefur ekkert skrifað nema innblásin afreksblogg undanfarna daga. Lesið það allt, mér fallast hendur ef á á að hælæta einstök efnisatriði! En ég vil samt benda á "Drög að byltingu gegn heimskunni". Hreinn, takk fyrir að vera til og auðga líf okkar.

Þórði liggur mikið á hjarta - maðurinn sem eitt sinn gagnrýndi mig fyrir að blogga of mikið er genginn í lið ritræpusjúklinga sjálfur. M.a. skrifaði hann um leiðara Morgunblaðsins í gær (sem ég hefði klórað mér í skallanum yfir, ef ég væri sköllóttur). Styrmir segist bera meiri virðingu fyrir þeim sem mótmæli með "orðum og rökum".
Gott og vel. En hvað ef ekki er hlustað á þessi orð og rök? Ef orðunum og rökunum er ekki fylgt eftir með valdi, hvers vegna ættu ráðamenn þá ekki að skella skollaeyrum við þeim?
Borgaraleg stjórnmál snúast ekki um að komast að niðurstöðum sem eru bestar fyrir almenning. Þau snúast um að hlaða undir valda-bakland þeirra borgaralegu stjórnmálamanna sem sitja við stjórnvöl hverju sinni. Borgaraleg stjórnmál eru eiginhagsmunastjórnmál. Forréttindastjórnmál. Einkavinastjórnmál. Baktjaldamakkandi reykfylltra-bakherbergja klíkustjórnmál. Lýðræðislegt debatt er gjálfur eitt og gjamm, blandað rökvillum og frösum. Meira að segja umræðunni er stjórnað af valdastéttinni - þeim sem ráða yfir fjölmiðlunum, hvort sem það eru prívat stórbokkar eða flokksgæðingar út stjórnarflokkunum.
Fyrirætlunum þeirra verður ekki mótmælt með árangri nema til komi eitthvað sem lætur þá verða að taka tillit til þeirra. Ég er hræddur um að 100 manna útifundur breyti litlu um stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið. En ef verkalýðsfélögin hótuðu allsherjarverkfalli - eða viðskiptastórbokkar hótuðu að hefja stórkostlegan fjármagnsflótta úr landi - eða ef hótað væri hallarbyltingu í stjórnarflokkunum - eða ef froðufellandi dólgur sæti í Hallgrímskirkjuturni með 50 megatonna kjarnaodd ... ef slíkt vald væri í spilinu, þá yrði ekki hjá því komist að taka tillit til þess.
Ég er hræddur um að lakkúði á vinnuvél eða skyrblettir í silkislifsi hrökkvi of skammt.
Valdbeiting er tilgangslaus ef yfirburðirnir eru ekki afgerandi. Ríkisvaldið hefur einmitt afgerandi yfirburði þegar kemur að valdbeitingu, ekki síst vegna þess að hún siglir þá vindátt sem sterkust er í þjóðfélaginu þá stundina. Leiðin til þess að koma viti fyrir ríkisvaldið er að óbifandi vilji til spriklandi lýðræðis, alvöru mannréttinda, ábyrgs frelsis, vitræns þjóðarbúskapar og húmanískrar félagshyggju verði svo útbreiddur að hann verði meginstraumurinn og verði þess vegna ofan á. Til þess þarf efnahagslegan grundvöll sem er eðli stefnunnar samkvæmur, lóð þessara hugmynda í efnahagskerfinu verða að vega nógu þungt til að skipta sköpum. Já, þetta útheimtir víst geysimikla vinnu.

Hugleiðing mín um notagildi mótmæla sem baráttuaðferðar gerir Þórður líka að umtalsefni. Lesa það. Loks bendir hann á þessa grein Helga Seljan á heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Lesa hana líka.

Síðasti bloggarinn sem ég bendi á í bili er Sverrir Jakobsson í þessu bloggi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um daginn benti ég á þessa grein á Gagnauga þar sem fjallað er um síðasta Bilderberg-fund og spáð í spilin hvers megi vænta í fréttum á næstu misserum. Eitt atriðið var þetta:
Yuan, gjaldmiðill Kínverja leiðréttur
Reynt verður að sannfæra stjórnvöld í Kína um að leiðrétta gengi Yuansins. Vöxtur efnahags Kína hefur valdið ólgu í fjármálum heimsins og grípa þurfi til aðgerða í gjaldeyrismálum Kínverja.
Er það ekki að rætast? Það verður fróðlegt að fylgjast með, hversu mörg atriði rætast á þessum lista.

Thursday, July 28, 2005

Kárahnjúkabúðir, almennt um mótmæli og strategíu okkar íslenskra vinstriöfgamanna


Ég get ekki sagt að ég sé undrandi á því að tjaldbúðirnar við Kárahnjúka hafi verið teknar niður. Satt að segja þykir mér gefa auga leið að fólk, sem er þarna í þeim erindagjörðum að reyna að stöðva framkvæmdir, sé litið óhýru auga af fyrirtækjunum sem standa í framkvæmdunum, og þegar eignaspjöll eru annars vegar - auk þess þegar fólk hlekkjar sig við vélar og á jafnvel í handalögmálum við réttvísina - þá þykir mér ekki skrítið að valdstjórnin grípi í taumana. Mér þykir reyndar athyglisvert að það komi í hlut Prestssetrasjóðs, af öllum landsins stofnunum, að setja stólinn fyrir dyrnar.
Samúð mín er með mótmælendum við Kárahnjúka. Hvað sem því líður, hversu góð hugmynd þetta er/var í sjálfu sér, og hvað sem líður einstökum aðgerðum, þá er samúð mín með málstað mótmælendanna. Ég hef svosem sagt það áður, að ég hef misst trúna á mótmælum sem baráttuaðferð. Ég mótmæli vissulega stundum, þegar ástæða er til ... en það er frekar til þess að gera lýðum ljósa andstöðu mína, reka upp ramakvein þess sem ofbýður valdníðsla, ofbeldi eða óstjórn, eða einfaldlega til þess að friða mína eigin samvisku. Mótmæli eins og sér áorka samt ekki miklu. Sem liður í stærri strategíu geta þau gert það -- en sem afmörkuð aðgerð er í mesta lagi hægt að vinna varnarsigur með þeim.
Þegar að er gáð erum við ekki svo fá, sem látum okkur mikilsverð mál varða og leitum að lausnum til að byggja betra samfélag. Við erum ekki svo fá. Verkefni okkar eru heldur ekki óyfirstíganleg, öðru nær. Vandinn er í nokkrum þáttum:
a) Við erum tvístruð. Hvert í sínu horni áorkum við litlu og aðgerðir okkar verða samhengislausar hver við aðra.
b) Við erum stefnulaus. Afmarkaðar aðgerðir, án þess að við vitum að hverju við stefnum í stærra samhengi, eru vonlausar.
c) Við erum ótrúverðug. Helmingurinn af okkur eru gamlir hippar sem hafa staðið í pólitísku ströggli í áratugi án þess að áorka miklu. Hinn helmingurinn eru ungæðislegir krakkar fullir af draumórum. (Ég býst við að ég falli í síðari hópinn.)
d) Tengsl okkar við félagslegt umhverfi eru of veik. Á fyrsta maí mátti sjá kröfugöngu sem samanstóð aðallega af fulltrúum hinna ýmsu grasrótarhreyfinga, og af starfsmönnum verkalýðsfélaga. Í hinni fámennu göngu virtust ekki vera ýkja margir mættir sem hlunnfarnir launamenn. Þegar grasrótarstarf er annars vegar, hvar eru þá tengslin við verkalýðshreyfinguna, við atvinnulífið, við menningarstarfsemi, við fjölmiðla?
Aflið sem megnar að breyta samfélaginu er fólkið sem myndar það. Ef það fólk (almenningur) er ekki með okkur á bandi, þá eigum við ekki eftir að gera neina byltingu, enga stórkostlega breytingu á samfélaginu. Ef við náum ekki til fólks, þá ættum við að setjast niður og hugsa málin upp á nýtt.
Tvístrað lið stenst harðsnúinni fylkingu ekki snúning. Afturhaldsöflin hafa alla tíð haft vit á að fylkja liði sínu á vígvelli stjórnmálanna. Gegn slíkri fylkingu er ekki hægt að berjast nema fylkt sé liði á móti. Hvar er þessi fylking? Eftir hverju erum viða ð bíða, að mynda hana?
Þið ættuð að lesa færslur undanfarinna daga hjá honum Þórði. Þar er ýmislegt sem vit er í. Dæmi:

Síðasta sunnudag, vísað í greinar Jóhannesar Bjarnar um hina komandi olíukreppu.
Síðasta mánudag, langt mál um nýkóna á Íslandi og annarsstaðar, lang mál sem ég held að ég eigi eftir að tjá mig meira um áður en yfir lýkur.
Síðasta þriðjudag um öryggi fólks í Bretlandi ef það er svo óheppið að vera dökkhært og jarpt á hörund.
Seinna sama dag um Ann Coulter sem Þ.I. kallar réttilega "þessa mögnuðu, hrokafullu, öfgafullu hægrisinnuðu dræsu"
...og loks, snemma að kvöldi sama dags, um mótmæli á Kárahnjúkum.
Já ... þið ættuð að lesa þetta. Þið hefðuð gott af því.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"London Bombing Aftermath: The Spin Continues" er nýleg grein á Propaganga Matrix, eftir Paul Joseph Watson. Höfundur spyr áleitinna spurninga og veltir upp áleitnum sjónarmiðum varðandi 7/7-sprengingarnar í London ... já, ég, fyrir mitt leyti, legg ekki trúnað á opinberu söguna um atburðina þá. Hvað akkúrat gerðist veit ég ekki, en ótrúverðugum sögum trúi ég ekki. (Það minnir mig á nýlegt loforð mitt um að setja fram hýpótesu um hryðjuverk og heimsvaldastefnu og tengsl þar á milli ... þarf að fara að koma því í verk.9

Wednesday, July 27, 2005

Nokkrar nýlegar fréttir af Kárahnjúkabúðum á mbl.is:
Um 50 mótmæla við Kárahnjúka“ ...
Mótmælendur ollu tjóni á byggingum og skiltum á Kárahnjúkum“ ...
Mótmælendur handteknir við Kárahnjúka í nótt“ ...
Impregilo mun líklega kæra mótmælendur við Kárahnjúka“ ...
„„Leyfi mótmælenda fyrir tjaldbúðum við Kárahnjúka afturkallað“ ...
Mótmælendur fordæma aðgerðir lögreglu og ætla að mótmæla áfram“ ...

Já, mér þykir týra.

Ég hef mínar efasemdir um að Kárahnjúkavirkjun verði stöðvuð með því að setja upp mótmælabúðir. En ég er nokkuð viss um að hún verði ekki stöðvuð með því að láta taka búðirnar niður. Jákvæð eða neikvæð athygli? Almenningsálit? Ég býst ekki við að neinn hafi látið sig dreyma um að framkvæmdirnar færu úit af sporinu við þetta framtak, enda er það varla ætlunin. Frekar að setja fordæmi, byrja strax þróttmikla vinnu gegn næstu virkjun sem verður tekin á dagskrá. Á að sökkva Þjórsárverum? Það verður ekki gert andspyrnulaust.

Tuesday, July 26, 2005

Hér getur að líta mynd af meintum sprengjumönnum í London á dögunum:

Trúverðug mynd, ekki satt? Við fyrstu sýn, jú. Er nánar er að gætt er ég ekki eins viss. Sjáið manninn með hvítu derhúfuna ... skoðið hann vel ... lesið svo þetta. Hefur verið átt við þessa mynd? Hefur verið fiktað við mynd sem yfirvöld senda frá sér? Ég veit ekki mikið um myndvinnslu -- en mér þykir þetta líta einkennilega út.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér finnst skrítið hvað sumir láta sér fátt um finnast, að Arna hafi fengið meðferðina sem hún fékk á Ben Gurion-flugvelli. Sumir bloggarar, sum vefrit, sumir aðstoðarmenn utanríkisráðherra ... mér þykir það í frásögur færandi að fólk sæti illri meðferð af hendi opinberra starfsmanna, af ásetningi og í landi sem íslenska ríkisstjórnin telur til vina sinna. Það er nú það. Íslenska ríkisstjórnin er aumur leppur fyrir heimsvaldasinna. Hún er meira að segja svo grátbrosleg að reyna að halda úti vísi að eigin heimsvaldastefnu. Út af fyrir sig er ekkert óeðlilegt við það; kapítalískar ríkisstjórnir eru meira og minna sama eðlis hvar sem þær eru -- en engu að síður hallærislegt á svona litlu leiksviði eins og Íslandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hef núna tekið strætó þrisvar sinnum með nýja leiðakerfinu. Get ekki sagt að ég sé bergnuminn. Get hins vegar sagt að af skyssum og afglöpum R-listans er þessi ekki sú minnsta. Ekki segi ég að þessu nýja kerfi sé alls varnað -- öðru nær, það hefur ýmsa kosti -- en gallarnir eru þónokkrir líka, þar á meðal nokkrir alvarlegir. Ég nenni satt að segja ekki að rekja það hér og nú -- aðrir hafa gert það annars staðar, ég kann að gera það síðar -- en á heildina litið er ég óánægður með þetta nýja kerfi. Það þarfnast mikilla og skjótra endurbóta.

Monday, July 25, 2005

Ég hef loksins lokið við bókina Um anarkisma sem Siggi pönk gaf út fyrir mánuði síðan. Þessi bók er frábær, en hefði þolað prófarkarlestur. Það sem höfundurinn, Nicholas Walter, eignar anarkisma á að mjög miklu leyti við mig. Birgir steig skrefið til fulls þegar hann hafði lesið hana -- ég geng ekki svo langt, en gengst fúslega við því að eiga mikið sameiginlegt með anarkistum. Ég er nefnilega frjálslyndur marxisti.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nýja sjónvarpsstöðin TeleSUR er komin í loftið! Það verður áhugavert að fylgjast með. Vonandi koma þeir upp enskri síðu líka, eins og Al Jazeera hafa gert. TeleSUR, fyrir þá sem ekki vita, er semsé tilraun stjórnvalda í Venezuela, Kúbu, Argentínu og Uruguay til að vega á móti pró-amerískum áróðri mainstream-sjónvarpsstöðva -- tilraun til að stofna eins konar Al Jazeera Suður-Ameríku.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Leppstjórnin í Írak ætlar að láta nýju stjórnarskrána vera undir miklum áhrifum frá Sharía, forneskjulegum og ómannúðlegum lögum íslams. Það líst mér illa á, andskotinn hafi það!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hins stórgóðu mynd Johns Pilger, Palestine is Still the Issue, er hægt að sjá hérna.

Saturday, July 23, 2005

„Ekkert gefur tilefni til afskipta“ segir Illugi Gunnarsson um mál Örnu, sem var haldið í 30 klukkutíma varðhaldi með 10 klukkutíma stífum, ógnandi og yfirþyrmandi yfirheyrslum. „Segir Illugi það ákvörðunarrétt hvers ríki fyrir sig hverjum það hleypir inn í landið.“ -- Já Illugi, en það er ekki það sem málið snýst um, heldur er það ill og ósanngjörn meðferð á íslenskum ríkisborgara. Illugi beitir gömlu strámanns-rökvillunni, -- hann er inntur álits á einhverju en svarar einhverju öðru - svarar veikari spurningu í stað þeirrar sem spurt var.
Ísraelar hljóta að ráða því hverjum þeir hleypa inn í landið - hvað svo sem okkur finnst um það, hvernig þeir fara með það vald sitt - en að halda manneskju í 30 klukkutíma og beita ógnunum og aðdróttunum - það er í meira lagi athugavert. Orð Illuga sýna kannski best hvar í flokki íslensk stjórnvöld standa - sömu íslensku stjórnvöldin og skirrtust ekki við að loka Falun Gong-fólkið inni í grunnskóla í Njarðvík hér um árið. Íslensk stjórnvöld eru illa haldin af þjónkunarlund við erlend stórveldi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sjálfbyrgingslegur vandlætingarvaðall Egils Helgasonar gegn Múrnum og öðrum illmennum heldur áfram. Makalaust að sjá hvað hann notar alltaf breiðan pensil þegar hann málar upp heimsmynd sína. Hvers vegna vill hann ekki sjá hlutina í samhengi? Fer eitthvað milli mála hvaða hlutverk Bandaríkin og leppar þeirra spila í atburðum líðandi stundar?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þórhallur Heimisson skrifaði um hryðjuverk og bókstafstrú í Fréttablaðið í gær („Bókstafstrú - hin leynda hætta“ s. 20) og var ekki í vafa um að bókstafstrú hefði glapið fjóra múhameðstrúarmenn til ógæfuverkanna í London 7/7 sl. Bókstafstrú er jafn hættuleg og hún er heimskuleg, hver sem á í hlut. Látum liggja milli hluta að trúfélag Þórhalls sjálfs byggir á „ritningu“ þótt það sé snúið út úr henni, og það þrátt fyrir hvað stendur í henni sjálfri:
„Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók.
Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.“ (Opinberunarbókin 22:18-19)
...en látum það liggja milli hluta. Þórhallur segir að lengi hafi „það verið haft fyrir satt að það sem knýr menn til að fremja voðaverka af þessu tagi sé fátækt og vonleysi, örvænting, fáfræði og úrræðaleysi einstaklinga sem aldir eru upp við ill kjör í fátækrahverfum þriðja heimsins.“ - það er líka rétt, það er yfirleitt svo þegar um sjálfsmorðsárásarmenn er að ræða. „Nú hefur aftur á móti komið í ljós að þeir sem frömdu morðin í London voru breskir ríkisborgarar úr millistétt“ - er það? Ég efast stórlega um það. Ekki nema í þeim skilningi að átt sé við þá illa innrættu baktjaldamakkara innan breska stjórnkerfisins, sem er líklegt að hafi haft puttana í spilinu! En Þórhallur heldur áfram: „Hið sama átti við morðingjana sem flugu farþegaþotunum á turnana í New York 11. september árið 2001 og þá sem stóðu á bak við árásirnar í Madríd fyrir skömmu. Þeir voru allir vel stæðir og vel menntaðir.“ Þórhallur tilheyrir þeim hópi fólks sem heldur að nokkrir óðir menn með dúkahnífa hafi rænt flugvélunum og klesst þeim inn í skotmörk sín og bandaríska stjórnkerfið ekki komið neinum vörnum við. Sú samsæriskenning hefur svo stórkostlega annmarka að það er óhætt að afskrifa hana. Fóru bókstafstrúarmennirnir á nektarbúllu og drukku sig fulla kvöldið fyrir árásirnar? Svo segir opinbera sagan. Gera bókstafstrúaðir múslimar þannig? Nei. Skilja þeir Kórana eftir á barstólum? Millilenda útsmognir samsærisrefir á leið í flugrán, með svo stuttum fyrirvara að þeir gætu misst af fórnarlömbum sínum ef fyrra flugið tefðist? Nei. Þessi saga er uppspuni, lygi. Hún er endurtekin í sífellu þangað til almenningur trúir henni. Með öðrum orðum er almenningur heilaþveginn með henni.
Condoleezza Rice, þá þjóðaröryggisráðgjafi BNA, sagði 22. september að Bandaríkjastjórn hefði undir höndum sönnunargögn sem tengdu Ósama bin Laden við atburðina 11. september. Þau gögn yrðu lögð fram í fyllingu tímans. Þau hafa ekki ennþá verið lögð fram. Opinbera samsæriskenningin er ennþá ekki annað en órökstudd samsæriskenning. Það eru ekki rökin sem blíva þar á bæ, heldur endurtekningin. En aftur að Þórhalli. Hann segir: „Þannig að ekki var það vonleysi eða fátækt sem að baki bjó. Svo virðist sem drifkrafturinn hafi verið hugmyndafræði sem kennd er við íslamska bókstafstrú.“ Íslömsk bókstafstrú -- hættuleg og heimskuleg sem hún er -- er grýla, máluð á vegg. Það sem er á ferðinni er herská og ófyrirleitin heimsvaldastefna stórveldis (BNA) í kreppu. Í því ljósi verður að skoða þessa atburði, aðdraganda þeirra og eftirmála. það gefur auga leið að það hafa ekki allir rétt við þegar þungir hagsmunir eru í húfi. Hvernig á að bæta hergagnaframleiðendum það upp, að Kalda stríðið sé búið? Það verður að finna nýja grýlu. Það eru næg dæmi um að menn innan CIA og hersins hafi lagt á ráðin um hryðjuverk til að nota sem skálkaskjól fyrir að útfæra heimsvaldastefnu í verki. Það eru næg dæmi um slíkar áætlanir. Meðal annars áætlanir sem ganga út á að hafa bandaríska borgara fyrir (fyrstu) skotmörk. Það er líka ástæða til að ætla að sumar þessara áætlana hafi verið framkvæmdar í alvörunni. Þar á meðal ein þann 11. september 2001.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nú þegar þetta er skrifað er gamla leiðakerfi Strætó bs. að renna sitt síðasta og í staðinn kemur nýja leiðakerfið, sem er að sumu leyti ágætt, en að sumu leyti afleitt. Ég vona innilega að það verði tekið til gagngerrar endurskoðunar mjög fljótt!

Wednesday, July 20, 2005

Arna handtekin á Ben Gurion-flugvelli og send úr landi eftir 30 tíma varðhald og yfirheyrslur ... jahérna. Ég hugsa aðþað sé rétt hjá Sveini Rúnari Haukssyni, að störf hennar með ISM eigi sinn þátt í þessu. Út af fyrir sig er ekkert fjarstæðukennt við þetta. Fólk sem kemur til Palestínu til að leggja Palestínumönnum lið er iðulega áreitt og hindrað í störfum sínum, þótt þau séu fullkomlega friðsamleg og meinlaus. Ísraelar vilja ekki að Palestínumenn fái móralskan stuðning við málstað sinn - málstað þjóðfrelsis og mannréttinda.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mótmælendur hlekkja sig við vinnuvélar á Kárahnjúkum ... gott hjá þeim. Gott hjá þeim að tefja framkvæmdir í tvo klukkutíma. Ofbeldisaðgerð? Barnaskapur? Öfgar? Nei: Réttlát reiði vegna valdníðslu og fullkomins skeytingarleysis um umhverfið. Landsvirkjun og svarabræður hennar í Impregilo, Bechtel og Alcoa væri réttast að setja í gapastokk. Allt það sem er svo óeðlilegt við Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál - bæði við sjálfa framkvæmdina og við ákvarðanatökuna, umræðuna og allt það - ætti að duga til þess að þjóðin gripi andann á lofti og léti hendur skipta. Hvers vegna gerir fólk ekkert? Þegar þessir auðþursar verða komnir með hendurnar á kaf upp í raskatið á íslenska hagkerfinu munu íslenska ríkisstjórnin ekki hafa neitt yfir þeim að segja lengur: Þeir munu hafa hana í rassvasanum. Efnahagsumsvif = völd. Við erum að undirbúa framsal á drjúgum hluta af fullveldinu. Mörg ríkisstjórn í stærra landi var felld af erlendum stórfyrirtækjum fyrir minni hagsmuni. Ætli íslenskum valdamönnum sé sjálfrátt?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Of all tyrannies, a tyranny exercised for the good of its victims may be the most oppressive. It may be better to live under robber barons than under omnipotent moral busybodies. The robber baron's cruelty may sometimes sleep, his cupidity may at some point be satiated; but those who torment us for our own good will torment us without end, for they do so with the approval of their own conscience. -- C. S. Lewis

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Naturally the common people don't want war; neither in Russia, nor in England, nor in America, nor in Germany. That is understood. But after all, it is the leaders of the country who determine policy, and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is to tell them they are being attacked, and denounce the pacifists for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country. -- Hermann Göring

Monday, July 18, 2005

Stórfrétt frá Nepal: Prachanda, formaður maóistaflokksins, hefur tekið dr. Baburam Bhattarai í sátt, sinn fyrrum næstráðanda sem féll í ónáð með þeim afleiðingum að flokkurinn var að bresta í tvennt. Þeir eru vinir aftur. Byltingarmennirnir geta þá aftur snúið sér að byltingunni.

Saturday, July 16, 2005

Hollar ábendingar og annað röfl


Bróðir minn vísar í þrjár súper greinar eftir gamla góða Uri Avnery. Tékkið endilega á þeim. Umfjöllunarefnið eru landtökumennirnir í hernumdri Palestínu og útistöður þeirra við alla í kring um sig, nú síðast guðföður sinn Sharon.

Fyrst ég er að vísa í góðar greinar, þá ætla ég að feta í fótspor Dodda og Hreins Hjartahlýs (og sjálfsagt fleiri) og vísa í súper grein doktor Jakobssonar á Múrnum: „Það teljast ekki allir með“ - það taka sko ekki margir Sverri Jakobssyni fram þegar hann fer í bæinn, sem sagt er...

...og fyrst minnst er á Hrein (eða Hreinan?) Hjartahlýjan, þá vil ég líka benda á skrif hans að undanförnu, þar sem kennir margra áhugaverðra grasa. Hreinn, þú ert frábær.

Mér hefur upp á síðkastið (og reyndar oft áður) þótt gæta nokkurs misskilnings á því hvaða hugmyndir ég hef um al Qaida og mögulega aðkomu vestrænna stjórnvalda að hryðjuverkum í eigin ranni. Ég þarf eiginlega að reifa þetta mál í greinarkorni og skýra afstöðu mína. Ég nenni því ekki núna, en kem því vonandi í verk á næstunni.

Einn heiðursmaður skipti um símafyrirtæki nýverið og sagðist hafa sagt upp viðskiptum sínum við ríkið. Undirritaður henti það á lofti: „Mikið væri það sniðugt ef maður gæti bara sagt upp viðskiptum sínum við ríkið og orðið einhvers konar fullvalda einstaklingur.“ Mikið fannst mér ég þá vera snjall.

Musharraf hershöfðingi (ég neita að kalla valdaræningja forseta, þótt hann sé „okkar tíkarsonur“) ætlar að reyna að uppræta öfgar og bókstafstrú - með lögregluvaldi. Mikið væri lífið einfalt ef það væri hægt að lagfæra djúpstæð samfélagsmein með því að banna þau bara með lögum. Ég leyfi mér að hafa efasemdir um að þetta eigi eftir að ganga vel hjá honum.

Fór um daginn í fornbókabúð og keypti stafla af kommabókum, þar á meðal Ritgerðir eftir Maó Tse-tung, í íslenskri þýðingu Brynjólfs Bjarnasonar og fleiri heiðursmanna, í þrem bindum. Fyrir átti ég ritgerðasafn eftir Maó á ensku, í fimm bindum. Í hreinskilni sagt veit ég ekki hvort ég á nokkrun tímann eftir að nenna að lesa þetta allt. Eins og fleiri er Maó lítt vinsæll meðal flestra, skiljanlega, enda með ófá mannslíf á samviskunni. Það er samt synd að draga þá mynd upp af honum að hann hafi verið einhver ómennskur manndjöfull. Hvað sem líður illvirkjum sem framin voru í valdatíð hans, þá er eitt og annað í ritum hans sem ástæðulaust er að virða að vettugi. Nú verð ég sjálfsagt kallaður „maó-apologisti“ - en Maó átti sínar góðu hliðar líka.

Thursday, July 14, 2005

"Pyndingaaðferðirnar sem eru notaðar í Abu Ghraib voru fyrst notaðar í Guantanamo" er sagt í Washington Post.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kantipur Online greinir frá: Leiðtogar þingræðisflokkanna sjö í Nepal taka vel í tilboð Prachanda og maóista um samfylkingu gegn krúnunni, en óska eftir því að maóistar komi fyrst til móts við þá í verki, til að byggja upp traust.
Maóistar eru sagðir hafa komist að samkomulagi við krúnuna um að láta Sameinuðu þjóðirnar taka við stjórn landsins í eitt ár, skipuleggja kosningar, og vinna að friði. Merkilegt þykir mér, ef rétt er.
Lífi dr. Baburam Bhattarai er ógnað af fyrrum vopnabræðrum hans í maóistaflokknum, er sagt.
Madan P. Khanal skrifar: "Nepal: Maoist-Khmer Rouge Comparisons May Be Helpful".
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér var bent á að einn linkurinn í bloggi mínu frá því á þriðjudaginn er villandi, það var þessi hér. Þar taldi ég mig sumsé vera að vísa í Al Jazeera, í frétt/grein sem vísað var í frá Gagnauga. Í vísuninni á Gagnauga er þessi mynd: ... svo ég, í fljótfærni minni, ályktaði að þetta væri hin eina sanna Al Jazeera. Svo er ekki. Hin eina sanna er á www.aljazeera.net en www.aljazeera.com virðist vera einhver síða sem stelur nafninu þeirra. Ég hef ekki skoðað þá síðarnefndu og hef því ekki myndað mér skoðun á henni - en viðkynningin þykir mér ekki byrja vel. Byrja á því að villa á sér heimildir? Uss. Alla vega, þessari leiðréttingu er hér með komið á framfæri.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Einnig var bent á þetta sem andmæli við ummælum Juans Cole. Vitnað er í þýðanda á MSNBC, sem tók eftir villu í ritningartextanum í yfirlýsingunni - auk þess sem þar kemur fram að í þessari yfirlýsingu ku enginn lýsa tilræðinu á hendur sér, heldur er tilræðismönnunum hrósað í henni. Hins vegar hafi ný-kónar og fjölmiðlar strax hent þetta á lofti og fullyrt að al-Qaeda hafi þarna lýst ábyrgð á verknaðinum. Enn og aftur vil ég taka fram að ég hef hvorki þekkingu á arabísku né íslömskum ritningartextum, og heldur ekki aðgang að yfirlýsingunni margnefndu, þannig að ég hef ekki forsendur til að hafna þessu eða staðfesta það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Gullverðið heldur áfram að lækka...
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Galloway tjáir sig um sprengingarnar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Rumsfeld segist telja að Íranir hafi haft puttana í sprengingunni í Netanya í Ísrael.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hlustaði á BBC World Service í dag. Þar var þáttur um hispanic-Bandaríkjamenn sem hafa snúist til íslams. Þeir eru enn ekki margir, en fer nokkuð fjölgandi. Hverfa frá rómversk-kaþólskri trú og taka íslam.
Einhverjar ástæður komu fram, og eina þeirra skil ég ágætlega: Fólki, sem vildi aðhyllast alvöru eingyðistrú, fannst það ekki eiga heima í kaþólsku kirkjunni, en fann í íslam það sem það leitaði að. Ein kona sagði frá því að meðan hún var kaþólsk hefði hún aldrei beðið til Ésú, heldur alltaf beint til gvuðsa. Hún "vissi af Ésú þarna einhvers staðar" en það var gvuðsi sem hún átti eitthvað vantalað við. Þegar hún kynntist íslam áttaði hún sig á því að það væri ólógískt að gvuðsi ætti son, auk þess hvað það væri fáránlegt að hann væri einþrír. Kristni er ekki eingyðistrú ef gvuðsarnir í henni eru einþrír. Gvuðsi íslams er hins vegar bara einn og óskiptur. Eins og einhver sagði, því færri guðir, þess betra.

Wednesday, July 13, 2005

London: Efasemdir og efasemdir um efasemdir


Eins og varðandi atburðina 11. september 2001, hefur Matti efasemdir um efasemdir mínar um það sem stjórnvöld og fjölmiðlar segja um sprengingarnar í London. Svo það komi fram, þá set ég fyrirvara við (a) hvað fólk virðist vera fljótt að úrskurða að íslamskir bókstafstrúarmenn hafi verið að verki (einir) og (b) hvað stjórnvöld eru strax farin að gera sig líkleg til að misnota sér þessi ógæfuverk í pólitísku skyni. Varðandi fyrri liðinn, þá veit ég ekki hverjir voru að verki. Tony Blair er margfaldur lygari og hefur hagsmuni af að skýringarnar séu á þennan veginn eða hinn, svo ég vantreysti því sem kemur frá honum eða öðrum innan breska stjórnkerfisins. Það tengist svo aftur seinni liðnum: Vegna þess hvað stjórnvöld eru fljót að ætla að nýta sér hryðjuverkin í eigin þágu, og vegna þess að fyrir liggja óteljandi dæmi um að stjórnvöld (ýmissa landa) framkvæmi sjálf ódæðisverk gegn eigin borgurum einmitt til að nýta sér þau í pólitísku skyni, þá er óvarlegt að útiloka að sninister element innan stjórnkerfis Bretlands sjálfs hafi komið nálægt þessu - ég sé ekki að slík element ættu ekki að vera til skoðunar.

Matti skrifar um hvernig Donald MacIntyre gat keypt vopn og sprengiefni í fyrrum Júgóslavíu. Nú veit ég ekki hvort hann hafði í huga þau orð mín að „[s]prengiefnið í árásunum í London [sé] talið hafa verið hernaðar-sprengiefni. Hvaðan? Ekki vitað. Grunsamlegt? Kannski.“ Ég veit ekki hvað fólk les úr þessum orðum mínum, en af minni hálfu meinti ég ekki annað en það sem ég skrifaði: Kannski grunsamlegt. Það er ekki flókið að verða sér úti um vopn og sprengiefni ef maður er staðráðinn í því. Ef element í breska stjórnkerfinu eiga þarna hlut að máli, þá dreg ég líka í efa að þau mundu nota sprengiefni sem aðeins element í breska stjórnkerfinu gætu nálgast! Það væri einum of heimskulegt!

Öryggisæfingin margumtalaða ... ég veit ekki hvað slíkar æfingar eru algengar, en þær eru varla daglegt brauð. Mér þykir hins vegar athyglisvert að þarna hafi svipað verið uppi á teningnum og 11. september, að það hafi verið í gangi æfing þegar alvöru árás var gerð. Tilviljun? Það getur verið, en það er þá merkileg tilviljun.

(Hvað varðar David Galbraith og/eða þá hugmynd að árásirnar hafi beinst að múslimum, þá hef ég ekkert um það að segja.)

Annars bætir Matti við:
ps. Munið þið eftir því þegar því var spáð að Osama bin Laden kæmi í leitirnar fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Í raun væri fyrir löngu búið að handtaka hann og stjórn Bush væri að geyma hann! Hvað varð um þá kenningu? :-)
...ef ég man rétt var ég einn þeirra sem veltu vöngum yfir þessu á sínum tíma. Bin Laden kom ekki í leitirnar, jafnvel þótt mjög mjótt væri á munum í kosningabaráttunni, og það er auðvitað engin „staðfesting“ á neinu, að hann hafi sent frá sér myndband sem hlaut að styrkja Bush. En fyrst spurt er hvað hafi orðið um þá kenningu, þá er því til að svara, að það kom á daginn að hún stóðst ekki. Það þarf varla að orðlengja það meira. Ætli bin Laden verði nokkurn tímann „dreginn fram í dagsljósið“? Ætli hann sitji ekki bara á hreppstjórasvítunni á Hotel Dubai með Havanavindil og lífverði á launum hjá CIA? Tja, því ekki það?

Hreinn Hjartahlýr bendir á heimasíðu Juan Cole (sem er hin athyglisverðasta; ég á örugglega eftir að skoða hana oftar) og vitnar í Cole þar sem hann skrifar:
First, we still have no idea who did this. It is very likely the "Qaeda al-Jihad in Europe" group that claimed responsibility immediately. Their statement appeared very quickly after the bombings and yet had none of the appearance of being rushed. That suggests it was carefully composed before the fact. The rumors that the statement has errors in the Arabic or the Quran citation are absolutely incorrect, and al-Sharq al-Awsat came to the same conclusion in its Saturday edition.
Ég hef ekki séð þessar yfirlýsingar, kann ekkert í arabísku, og ætla ekki að vefengja það sjálfur að yfirlýsingarnar séu á réttri arabísku. Hvorki hef ég forsendur til þess, né skiptir það svo miklu máli. Það er ekki flókið að koma saman yfirlýsingu á réttri arabísku, enda enginn hörgull á fólki sem talar hana. Þessi "Leynisamtök al-Qaeda í Evrópu" eru merkilegra umhugsunarefni. Hvaða fólk leynist á bak við þetta heiti? Hvaða hagsmunir? Hver sem er gæti kallað sig einhverju svona nafni. Ef Cole hefur rétt fyrir sér má leiða getum að því að þeir sömu og skipulögðu árásirnar hafi einnig samið yfirlýsinguna og sent hana út. Þeir sömu, hverjir svo sem þeir eru.

Már skrifaði líka, m.a.: „En svona samsærisköltismi er náttla trúarbrögð eins og hver önnur, og ég býst ekki við að snúa neinum af sinni leið.“ Svona samsæris„költismi“? Við skulum átta okkur á einu: Samsæri er ekki það sama og samsæri. Það er til fólk sem aðhyllist vægast sagt langsóttar samsæriskenningar, t.d. margvíslegar kenningar sem fela í sér geimverur, svo dæmi sé tekið. Þeim hópi tilheyri ég ekki, svo það komi fram, og frábið mér slíkan samanburð. Ég tilheyri hinsvegar þeim hópi sem sér ástæðu til að vantreysta stjórnvöldum og gruna þau um græsku þegar slæmir atburðir gerast af mannavöldum og viðkomandi stjórnvöld hafa hagsmuna að gæta af þeim. Ég held að fáir neiti því að næg séu dæmin um myrkraverk stjórnvalda gegn sínum eigin þegnum í pólitísku skyni. Það er ekki ástæða til að treysta heiðarleika eða einlægni stjórnvalda, stjórnmálamanna eða embættismanna. Þegar maður finnir reykjarlykt leitar maður að upptökunum.

Má fannst ekki mikið koma til greinar sem ég vísaði í á Propaganda Matrix. Ég skal síðastur manna neita því, að Alex Jones og félagar eiga það til að draga full-djarfar ályktanir! Æfingarnar 11. september eru hins vegar ekki þeirra heilaspuni, þær stóðu yfir í alvörunni.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Einnig var spurt hvað ég hefði að segja um hryðjuverkin í Madríd í fyrra. Ég hef það að segja um þau að hr. Aznar (a) var allt of fljótur á sér að kenna ETA um þau og (b) gerði (misheppnaða) tilraun til að notfæra sér árásirnar í pólitísku skyni. Röksemdir hans voru eitthvað á þessa leið: „Hryðjuverkamennirnir reyna að hræða Spánverja frá þátttöku í Íraksstríðinu; kjósið mig til að sýna að þið óttist ekki.“ Spænskir kjósendur létu ekki glepjast og kusu Zapatero & Co. í staðinn. Hvort Marokkómennirnir sem voru handteknir voru sekir eða saklausir veit ég ekki.
Mér er ekki kunnugt um aðild Spánverja sjálfra að sprengingunum í Madrid, en mér er kunnugt hvernig reynt var að nota þær spænskum valdamönnum til framdráttar.

Tuesday, July 12, 2005

Nokkrar ábendingar


Sverrir Jakobsson benti á þessa grein um muninn á "harðlínumönnum" og "umbótasinnum" - hér með bendi ég á hana líka! Góð grein.
========
Á Al Jazeera er þessi grein um þá "athyglisverðu tilviljun" að á sama tíma - og á sömu stöðum - og sprengingarnar í London urðu, þá var í gangi "öryggisæfing" þar sem hermt var eftir hryðjuverkaárás! Það sem gerir þetta ennþá undarlegra (les: tortryggilegra) er að það sama var uppi á teningnum þann 11. september 2001, þegar hermt var eftir flugránum í Bandaríkjunum! Sjá aðra grein um sama efni, ennþá ítarlegri, á Propaganda Matrix.
========
Michael Howard fer fram á extra-ítarlega rannsókn á tildrögum sprenginganna í London - og Blair bregst ókvæða við. Tortryggilegt? Dæmi hver fyrir sig.
========
Sprengiefnið í árásunum í London er talið hafa verið hernaðar-sprengiefni. Hvaðan? Ekki vitað. Grunsamlegt? Kannski.
========
ÞRJÁR mismunandi "al-Qaida sellur" hafa lýst ábyrgðinni á ódæðisverkinu á hendur sér! Það er ekki nema eðlilegt að efast um þessar yfirlýsingar ALLAR ÞRJÁR.
========
“From the terrorists’ point of view, it seems they have calculated they need to do just one significant terrorist attack a year in another capital, and it regenerates the same fear and anxieties,” said Hoffman, who was an adviser to the U.S. occupation in Iraq.
What should be broken, he said, is the cycle of terrorist recruitment through the generations. “Here you come to the main challenge.”
He and most of the other half-dozen experts said the world’s richer powers must address “underlying causes” — lessen the appeal of radicalism by improving economies, political rights and education in Arab and Muslim countries.
(*)

========
Nýjasta leiðin til að myrða Íraka: Kæfa þá í gámi. Lærdómurinn frá Mazar-e-Sharif í Afghanistan kemur að góðum notum.

Monday, July 11, 2005

Ég kom því loksins í verk í gærkvöldi að sjá Beautiful Mind og það er nú ansi hreint vel gerð mynd. Vel að þeirri viðurkenningu komin sem hún hefur hlotið. Ég held að þar hafi einkar vel tekist til með að lýsa einni eða tveim hliðum schizophreníu. Mikið óskaplega held ég að það sé erfitt að vera haldinn þeim óhugnanlega sjúkdómi.
Ísraelskur ráðherra, Haim Ramon, viðurkennir að múrinn í kring um Jerúsalem sé til að tryggja að gyðingar verði í meirihluta íbúanna. Múrinn innlimar fjölmennar landtökubyggðir og útilokar fjölmenn hverfi Palestínumanna sem teljast - og hafa alltaf talist - til Jerúsalem. Tilgangurinn er auðvitað að fyrirbyggja að Palestínumenn geti haldið sinni sögulegu höfuðborg, Jerúsalem, sem höfuðborg sinni sem Palestínuríki verður einhvern tímann eitthvað meira en hýpótesa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
RÚV segir stuttlega frá nýrri stefnu Bush í geðheilbrigðismálum. Sjá nánar hér. Í stuttu máli: Strax í barnaskólum verður byrjað að skima eftir geðrænum vandamálum til að geta brugðist við þeim sem fyrst. Niðurstaðan er sú að lyfjafyrirtæki rok-græða og börn sem rekast illa í hjörð verða lyfjuð niður.

Sunday, July 10, 2005

Fann fjársjóð á háaloftinu!


Þegar ég var lítill lék ég mér í Pleimó á háaloftinu. Einu sinni ákvað ég að stytta mér leið til velgengni í síðari leik, svo ég dró saman heilan haug af flottu dóti og faldi á vel völdum stað. Svo vel völdum að þegar til kom fann ég hann ekki aftur.

Svo liðu 15 ár.

Áðan var ég að taka til á háaloftinu (svosem ekki ítarlega) og fann aftur fjársjóðinn sem ég faldi hér um árið! Hann samanstóð af einum vörubíl með tengivagni, hvort tveggja fullt af gulli, vopnum og öðru dóti sem kemur sér vel í Pleimó. Á að giska 15 skammbyssur, 25 rifflar, nokkrir töff útlítandi karlar, nokkrar fjársjóðskistur fullar af gullpeningum, fágætir hlutir á borð við krítarpípu, fjaðurpenna, sjónauka, montprik, kórónu og ýmislegt annað.

Það er verst að ég hef ekki leikið mér í Pleimó í ansi mörg ár. Þessi fundur hefði verið hreinn hvalreki ef hann hefði verið 15 árum fyrr.

Æ, hann var nú hvalreki samt!

Friday, July 8, 2005

9/11, Madrid, London, Reichstag og fleira


Sannið þið til: Hinir háu herrar, sem Vesturlandabúar lúta, munu nýta sér hryðjuverkin í London til hins ítrasta. Þeir sem gerðu þetta gátu ekki annað en vitað hverjar afleiðingarnar yrðu: Aukið eftirlit með fólki, skert frelsi, skert mannréttindi, aukin leynd og svo framvegis. Cui bono? Ekki múslimar, svo mikið er víst. MI5 eða MI6? Kannski CIA? Eða Mossad? (Ísraelar vissu a.m.k. af þessu fyrirfram.) Ég veit það ekki, en eitt veit ég: Opinberum frásögnum af svona atburðum er ekki treystandi. Mogginn vitnar í einhverja sérfræðinga og er síðan svo smekklegur að birta mynd af saklausum múslimum á bæn með fréttinni. Ætli bryndis@mbl.is hafi valið myndina? Einkar smekklaust. Svo skil ég ekki hvað er verið að hringja í Salmann Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi, þann góða mann, eins og hann tengist einhverjum hryðjuverkamönnum eitthvað? Hvers vegna? Hvers vegna? Vantaði fréttamennina bara viðmælanda, einhvern viðmælanda, einhvern sem hlustendur mundu tengja við hryðjuverkamenn? Prentuð útgáfa Morgunblaðsins birti síðan hræðilegar myndir og texta á mörgum, mörgum blaðsíðum. Hvers vegna fá fórnarlömb vestrænna heildsöluhryðjuverka í Írak ekki svona margar blaðsíður og stórar myndir? Eru fórnarlömb okkar minna virði en við?
Nei, þessi hryðjuverk voru ekki framin af neinum „múslimum með blint trúarhatur á heilanum“. Kjaftæði. Þau voru framin til að halda okkur á tánum, óöruggum um eigið skinn, til þess að stjórnvöld geti haft skálkaskjól til að skerða mannréttindi enn frekar. Skerða réttaröryggi, auka eftirlit, herða á ofbeldi o.s.frv. Fjölmiðlar gleypa allt hrátt sem stjórnmálamenn og lögregla segja og áhorfendur virðast gleypa allt hrátt sem fjölmiðlar segja. Hvar er gagnrýnin?
Sprengjuárásirnar í London verður að skoða í samhengi við aðrar óupplýstar árásir, svo sem 11. september 2001 og Madríd 2004. Í báðum tilfellum var vægast sagt margt athugavert við atburðina sjálfa og rannsóknina á þeim. Ég nenni ekki að fara nánar út í það að sinni, læt það nægja að segja að opinbera sagan um 11. september er innistæðulaust bull, ryk sem er slegið í augu okkar.
Hryðjuverkamennirnir sem eiga í hlut eru ekki skuggalegir tuskuhausar sem fela sig undir rúmunum okkar - heldur íklæddir jakkafötum og vinna á virðulegum skrifstofum. Ég trúi ekki á „al Qaeda“ en ég veit að CIA, Mossad og fleiri leyniþjónustur hafa framið óteljandi hryðjuverk í gegn um tíðina og eru hvergi nærri hættar því. Hvergi nærri. Þessar stofnanir og fleiri eru samviskuskert valdatæki siðblindra heimsvaldasinna, sinister útlaga-element í annars gölluðu stjórnkerfi Vesturlanda. Þær eru færar um óhæfuverk, þær hafa langa sakaskrá af þeim, og umbjóðendur þeirra hafa til mikils að vinna.
Ég spyr því aftur: Cui bono?
Sir Ian Blair, lögreglustjóri London, segir „að einn maður hafi ekki verið að verki“ - ég sé hvers vegna þessi snillingur hefur fengið nafnbót. Hann er sennilega klárari en flestir starfsbræður hans. Ekki einn maður að verki? Þvílíkur snillingur. Fjórar sprengjur á fjórum stöðum sem springa á næstum því sama tíma, það hefði ekki annað hvarflað að mér að sami náunginn hefði komið þeim öllum fyrir!
Þessi glæpamaður hlýtur síðan titilinn hræsnari vikunnar. Hann
„sagði það sorglegt að hryðjuverkamenn skuli gera árás sama dag og ráðamenn væru að vinna að lausn fátækra í Afríku. Að lokum lofaði Blair því að hryðjuverkamönnum myndi aldrei takast að brjóta vesturlönd á bak aftur.“
Vá, þessi karl hefur lært sitt fag: Ég veit ekki hvort ég gæti snúið eins kyrfilega út úr sannleikanum í einni setningu. Þessari meintu hjálp við Afríku hefur George Monbiot gert skil í frábærri grein, og þessum bavíönum um leið. Ráðamenn G-8 ríkjanna
„segja árásirnar ekki bara árás á Bretland heldur á allan hinn siðmenntaða heim. Slíkar árásir verða ekki liðnar. Í yfirlýsingu frá leiðtogunum segir enn fremur að iðnveldin standi þétt saman í málinu og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að berjast gegn hryðjuverkum. Hryðjuverkamenn muni aldrei geta sigrað.“
Það er í gangi keppni um hver geti klæmst á þjáningum fórnarlambanna með mest krassandi hætti - „þetta er ekki árás á Breta heldur á sakleysið“ - „árás á fegurð og húmanísk gildi“ - „sorglegir menn sem meta dauðann meira en lífið“ - þetta er hvert öðru heimskulegra og íslenskir ráðherrar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Meðan grey leiðtogarnir miklu voru í sakleysi sínu að vinna að því að bjarga heiminum komu hin samviskulausu illmenni og voru vondir.
Þessi „óþekktu al-Qaida samtök“ sem segjast vera ábyrg þori ég að veðja að eru ekki einu sinni til í alvörunni, nema sem frontur fyrir áðurnefnd sinister element í stjórnkerfinu hjá okkur sjálfum - frontur eins og þetta svokallaða „al Qaida“ er í heild sinni.
Í stuttu máli, þegar ég fylgist með fréttum af þessum hörmulega atburði finnst mér eins og ég sé að lesa ævintýri. Fréttaflutningurinn er einfaldlega fjarstæðukenndur. Að fylgjast með þessu, og sjá í gegn um kjaftæðið, er eins og að fylgjast með lygasögu. Og það sem er þyngra en tárum taki, er að ég óttast að flestir gleypi þessa lygasögu hráa. Með öðrum orðum: Hún virkar. Svo lengi sem svona lygi virkar mun hún verða endurtekin. Var það ekki Göring, sem sagði að „auðvitað vildi fólkið ekki stríð. Það yrði að plata það í stríð. Leiðin til þess væri einföld: Láta fólkið bara halda að það væri í hættu, og þá yrði það ólmt að fylgja leiðtogunum hvert sem væri.“ Í því samhengi má minnast þinghússbrunans í Berlín. Atburðirnir 11. september, sprengingar í Madríd og London - þessir atburðir eru sambærilegir við þinghússbrunann í Berlín.
Við getum á næstu misserum og árum horft upp á mannréttindi okkar skerðast. Það verða „okkar eigin“ ríkisstjórnin sem sjá um það og bera ábyrgð á því.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Grunsamlegur farþegi? WTF?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Heiðursmennirnir í NATO grípur til taktískrar gíslatöku.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mótmælendur á Kárahnjúkum með beinar aðgerðir. Ekki stórar í sniðum, en skemmtilegar og meinlausar.
Hryðjuverkaárásirnar í London í gær voru hrikalegar og hræðilegar og, eins og við mátti búast, ætla stjórnmálamenn að hagnýta sér þær sjálfum sér til hagsbóta og umbjóðendum sínum. Tal um að eitthvað "al Qaeda" hafi gert þetta gef ég lítið fyrir. MI5 og MI& eiga sögu um sín eigin hryðjuverk og ekki verður betur séð en þetta atvik spili beint upp í hendurnar á þeim.

Thursday, July 7, 2005

Í gær (miðvikudag) keyrði ég austur í Skálholt, þaðan til Selfoss, aftur í Skálholt, aftur á Selfoss og svo heim. Í dag (fimmtudag) keyrði ég aftur í Skálholt, síðan á Sólheima í Grímsnesi (þar sem ég hitti þennan gaur) og svo austur á Þingvelli, frá hinum eiginlegu Þingvöllum suður fyrir Skálabrekku, svo til baka og Gjábakkaheiði og Laugardal inn í Skálholt aftur og svo Þrengslaleið til Reykjavíkur.
Ég er með svo miklar harðsperrur í lærunum og sitjandanum að það er eins og ég hafi farið ríðandi austur í Skálholt og heim...
Ég hafði gleymt því hvað Skálholt er svakalega glæsilegur staður. Bæjarstæðið er meiriháttar, útsýnið, náttúran, tignin yfir þessu bæjarstæði... Húsakjarninn í kring um kirkjuna er líka smekklegur. Annað sem er glæsilegt eru Sólheimar í Grímsnesi. Þegar ég ók niður heimreiðina leið mér eins og ég væri að koma inn í annan heim... gróðurvin, undurfagran skóg... það vantaði bara blómálfana, hehehe...
Í dag rættist enn fremur draumur sem ég hef átt mér frá bernsku: Ég er eigandi að heilli beinagrind af dauðri rollu. Ær ein skreið í vetur undir barð eitt, og bar þar beinin – sömu bein og ég bar áðan heim til mín. Þegar beinin veðrast betur er þarna komið stofustáss.

Monday, July 4, 2005

Hvað ætli Sighvatur Björgvinsson eigi við þegar hann segir "segir um þriðjung Afríkuríkja eiga skilið að fá aukna þróunaraðstoð og setja þurfi henni skilyrði." Við hvaða mælikvarða er stuðst við að meta hvaða ríki "eiga skilið" að vera leyst úr skuldafjötrum og hver ekki? Hvaða lönd skyldu lenda í fyrri flokknum og hver í þeim síðari? Það væri athyglisvert að fá nánari skýringar á þessu!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Enn skrifar meistari Avnery um Sharon og landtökumennina á Gaza. Ég ætla ekki að fara að endursegja greinina hans, en mæli þess frekar með því að hún sé lesin. (Hún er ekki svo löng.)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kaliforníska þjóðvarðliðið infiltrerar fámenn mótmæli friðarsinna. Á aðeins 35 manna mótmælum (já, þau geta verið fámenn víðar en á Íslandi...) er talið að a.m.k. 2 óeinkennisklæddir þjóðvarðliðar hafi verið á meðal. Þetta minnir mig helst á ein mótmælin við Stjórnarráðið nú í vor. Þangað mættu 6 manns, úr SHA og MFÍK -- og til að hafa nú örugglega hemil á þessu óða fólki hafði lögreglan viðbúnað upp á heila sex bíla! Ég var fjarri herlegheitunum í þetta sinn, en þegar mér var sagt frá þessu datt mér helst í hug að ef maður vildi starta glæpaöldu væri best að byrja á að fá svona 30 manns til að mótmæla í einu - jafnvel á fleiri en einum stað - og þá yrði lögreglulið bæjarins bundið þar og bandíttarnir gætu athafnað sig óáreittir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Æðsta sendifulltrúa Egypta rænt af vopnuðum mönnum í Baghdad.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þrátt fyrir fögur fyrirheit virðast nepalskir maóistar hvergi nærri hættir að myrða óbreytta borgara. Er Prachanda formaður ekki maður orða sinna? Hefur hann ekki stjórn á mönnum sínum? Eða eru önnur öfl að sverta maóistana? (Í hreinskilni sagt, þykir mér síðasta skýringin ósennileg.)

Friday, July 1, 2005

Uri Avnery er einn af mínum eftirlætis greinahöfundum. Nýjasta grein hans, The Day After, er frábær. Hann gerir hreyfingu ísraelskra landtökumanna, ísraelskum stjórnmálum og samskiptum Ísraela og Palestínumanna góð skil - eins og hans er von og vísa.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

Íraska andspyrnuhreyfingin Rafidan svarar lygum Rumsfelds fullum hálsi.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

Úzbezka blaðakonan Galima Bukharbaeva ber vitni um fjöldamorðin í Andijan í Úzbekistan í maí sl. og biðlar til Bandaríkjastjórnar að fordæma bandamann sinn og svarabróður, ógeðið Islam Karimov, forseta landsins. Ég dreg það stórlega í efa að Bandaríkjastjórn verði við þeirri bón. Ríkisstjórn Úzbekistan gegnir nefnilega mikilvægu hlutverki í alþjóðlegu pyntinganeti Bandaríkjastjórnar. Hrottaskapnum í fangelsunum þar verður ekki með orðum lýst, verktakavinna í óþverraskap. Því fyrr sem Úzbekar mölbrjóta þá glæpaklíku sem kallar sig ríkisstjórn þeirra, þess betra.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

Í bloggi í dag bendir Ágúst Borgþór á grein í „Vef-Þjóðviljanum“, sem ber engan titil en er dagsett 30. júní. Alla jafna þykir mér lítið koma til greina þar sem höfundar er ekki getið, en í þetta skipti fýsir mig samt að tjá mig aðeins. Ágúst segir að þetta sé „drepfyndinn pistill um pólitískan rétttrúnað Morgunblaðsins“ og ég get ekki neitað því að hann er lipurlega skrifaður. Umfjöllunarefnið er Morgunblaðið og skoðanir þess á beinu lýðræði. Hinn nafnlausi höfundur segir að Morgunblaðið sé fundvíst á fátækt. Skrítið, en ég hef ekki tekið mikið eftir því. Hins vegar hefur mér stundum fundist „Vef-Þjóðviljinn“ naskur á að yfirsjást fátækt. Fyrir utan að blöð eru sjaldan fundvís á nokkurn skapaðan hlut, vegna þess að þau eru dauðir hlutir. Um ritstjóra eða blaðamenn gegnir öðru máli; þeir geta verið hinir fundvísustu ef því er að skipta.
Nafnlausi höfundurinn álítur að beint lýðræði feli í sér að fólk greiði „atkvæði um málefni annarra“ en virðist ekki hugsa til þess að fólk geti verið að kjósa um sameiginleg mál sjálfra sín og annarra. Hinn ónafngreindi höfundur sýnir reyndar aðdáunarverða hreinskilni þegar hann skýrir frá því að vefsíðan hans (sem hann kallar „blað“) sé eiginlega á móti lýðræði, eða vilji a.m.k. setja því miklar skorður. Þess í stað vilji „blaðið“ (hvernig getur blað viljað eitthvað?) meira frelsi einstaklinga - sem höfundur tekur þægilega úr samhengi við það að við erum ekki bara einstaklingar, heldur einnig samfélag. Hvað er frelsi án ábyrgðar? Hvað er frelsi án jöfnuðar? Mikhail Bakínín hafði lög að mæla þegar hann mælti hein fleygu orð: „Frelsi án félagshyggju er forréttindi og óréttlæti; félagshyggja án frelsis er þrældómur og fautaskapur.“
Hinn ónafngreindi höfundur (já, það fer í taugarnar á mér þegar greinar eru ekki auðkenndar höfundi!) bendir réttilega á að ef beint lýðræði væri meira en við byggjum við sama fjölmiðlaumhverfi og við gerum nú, þá yrði völd ritstjóra og álitsgjafa mun meiri en þau eru. Hann tekur það svosem ekki fram, en á auðvaldsfjölmiðli er lýðræðið sjaldan nokkuð - hver kaus ritstjórn Morgunblaðsins eða fréttastjóra Stöðvar tvö? Höfundurinn bætir því svo við að almenningur vilji ekki setja sig eins vel inn í málefni líðandi stundar vegna þess að hann hafi öðrum hnöppum að hneppa. Það þykir mér aum staðhæfing. Fyrir utan að fólk er ekkert of gott til að setja sig inn í mál sem varða það sjálft, þá efast ég um að nokkur verði neyddur til að taka þátt í beinu lýðræði ef hann kærir sig ekki um það!