Wednesday, March 9, 2005

Hryðjuverkaforinginn Pútín og kónar hans fagna dauða Mashkadovs, leiðtoga chechenskra aðskilnaðarsinna. Hann fellur sem píslarvottur eins og forveri hans Dudayev. Hver verður næstur? Ætli Shamil Basayev taki við forystunni? Ég er hræddur um að Mashkadov sé ekki síðasti sonurinn sem Chechenía fær að gráta áður en hún vinnur frelsi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ríkisstjórn Bretlands vinnur að því hörðum höndum að breyta landinu í lögregluríki. Í haust stóð ég á brautarpalli á King's Cross-St. Pancras lestarstöðinni og át samloku. Ég tók eftir því að skammt frá mér, í nokkurra metra hæð, var klasi af eftirlitsmyndavélum. Þær voru það margar að klasinn minnti á furuköngul í laginu. Ég fór að líta í kring um mig og telja hvað ég sæi margar myndavélar frá handahófskenndum sporunum sem ég stóð í. Ég sá 26 stykki. Það er best að það sé fylgst náið með okkur. Svo vondu kallarnir meiði okkur ekki. Grýla gæti tekið okkur. En hvað ef það eru í raun vondu kallarnir sem eru hinu megin við myndavélarnar? Hvað ef þeir eru að fylgjast með okkur svo þeir eigi auðveldara með að stjórna okkur?
Ég þoli ekki hvað borgaralegar bjána ríkisstjórnir á Vesturlöndum beita í sífellu í hæsta máta reaktífum, rangsælum aðferðum til að "leysa málin". Fyrir hverjum er verið að passa okkur? IRA? Al Qaeda? Hvers vegna skyldu þeir hafa áhuga á að gera okkur mein til að byrja með? Vegna þess að breska stjórnin kúgar Norður-Íra og stundar óvægna heimsvaldastefnu í Miðausturlöndum? Hvernig væri þá að bægja ógninni burt með því að hætta að búa hana til?
Hálfvitar!

No comments:

Post a Comment