Saturday, March 26, 2005

Fermingargjafir eru að margra mati orðnar óhóflegar í seinni tíð, enda vafasamt að mörg börn láti fermast til annars en að fá gjafir. Kirkjan amast ekki mikið við þessu, enda græðir hún á því að börnin vilji fermast. Fleiri safnaðarmeðlimir, meiri þóknun fyrir prestinn... hverjum er ekki sama um ástæðurnar? Eins og sagt er, þá skoðar maður ekki upp í hest sem manni er gefinn.
Ef barn er einlægt í því að ganga Ésú á hönd, þá hljótum við að virða það. Það barn er varla að sækjast eftir dýrum gjöfum með fermingunni: Hvaða fermingargjöf er betri en guðsorðabók? Biblía, saltari, grallari, sálmabækur eða jafnvel inneignarnótur í Kirkjuhúsinu? Við hljótum að ganga út frá því að börnin séu einlæg í ákvörðun sinni um að fermast: Gefum þeim gjafir sem hlýja um hjartarætur. Guðsorðabækur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eins og ég hef vakið athygli á um það bil tíu sinnum undanfarna daga hér á þessu bloggi sýndi Vantrú.net Life of Brian í húsakynnum Snarrótar í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja, að sýningin heppnaðist mjög vel; húsið var troðfullt og myndin stóð fyrir sínu. Vel, vel heppnuð sýning.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég held að fréttastofa nepölsku krúnunnar sé áróðursmaskína af grófustu gerð. Ég nefni sem dæmi þessa frétt. Maóistar eru alltaf kallaðir "terroristar", vitnað er gagnrýnislaust í herinn eins og talsmenn hans séu eitthvað annað en hlutdrægir. Herinn segist vera vel byrgur af skotfærum, en annað hefur maður heyrt frá hlutlausari fjölmiðlum: Tveggja mánaða birgðir af skotfærum séu til í landinu, miðað við núverandi notkun, og í ljósi þess að Indland og Vesturlönd hafa dregið í land með stuðning sinn við krúnuna, þá er herinn að mála sig út í horn. Mikið er gert úr meintum klofningi maóistaflokksins -- sem mér sýnist vera skúbbaður af konungssinnum og étinn upp af hægrisinnaðri fjölmiðlum og eitthvað af þeim á miðjunni eða til vinstri -- og mikið gert úr sigrum stjórnarhersins á maóistum. Sem ég segi, þá finnst mér þetta hljóma eins og áróður af verstu gerð.
Hitt er annað mál, að maóistunum veitti sjálfsagt ekki af að taka til í eigin ranni. Þá meina ég ekki með hreinsunum heldur með innri endurbótum á hreyfingunni. Auka innra lýðræði eftir því sem hægt er, berjast gegn mannréttindabrotum sem þeir hafa óneitanlega gerst sekir um, m.a. ofbeldi gegn fréttamönnum, og þétta raðirnar ef eitthvað er hæft í fréttum af klofningi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"We used to have a War Office, but now we have a Ministry of Defence, nuclear bombs are now described as deterrents, innocent civilians killed in war are now described as collateral damage and military incompetence leading to US bombers killing British soldiers is cosily described as friendly fire. Those who are in favour of peace are described as mavericks and troublemakers, whereas the real militants are those who want the war." -- Tony Benn

No comments:

Post a Comment