Sunday, March 27, 2005

Leiðtogi í rómversk-kaþólsku kirkjunni í Zimbabwe hvetur til friðsamlegrar byltingar gegn Mugabe. Eru það ekki meðmæli með forsetanum?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nýtt afl heitir ekki lengur Nýtt afl heldur Lýðræðisflokkurinn. Þessi skemmtilegi flokkur er m.ö.o. ekki af baki dottinn. Einu sinni sat ég og fylgdist með e-s konar pallborðsumræðum, þar sem fólk úr ungliðahreyfingum flokkanna ræddi málin og kynnti sína flokka. Það var fyrir síðustu kosningar. Höskuldur Höskuldsson var fyrir svörum fyrir hönd Nýs afls (hann er núna varaformaður) ... og var svo mikið niðri fyrir að hann frussaði meðan hann talaði, fyrir utan að hann bölvaði í ca. þriðja hverju orði. Annars er athyglisvert að skoða linkasafnið hjá Nýju afli Lýðræðisflokknum: Áhugaverðir tenglar. Þarna er linkar kallaðir "Stjórnmál" þar sem eru Alþingi og svo þrír skandinavískir rasistaflokkar. Undir "Ýmsir áhugaverðir tenglar" eru svo linkar á Fjölmenningu og Félagið Ísland-Palestínu, eins og til að jafna út slagsíðuna, eða hvað?

No comments:

Post a Comment