Friday, March 11, 2005

Mér hrýs hugur við að sjá meðborgara mína fljóta sofandi að feigðarósi; keyrandi um á bensínhákum, skilja einkabílinn eftir í gangi, ferðast einn maður í hverjum bíl. Ef orkan sem fer í að framleiða olíu væri reiknuð sem kostnaður, þá væri hún töluvert mikið dýrari en hún er ... en hvers virði er náttúra fortíðarinnar? Í nafni framtíðar mannkynsins væri réttlætanlegt að taka í taumana. Þessir einkabílar eru ekkert nema bruðl og hégómi og það á eftir að reynast okkur dýrt þótt síðar verði að geta ekki drullast til að sýna smá nægjusemi.
Birgir Baldursson reit komment:
Iss, samkvæmt honum mofa okkar er ekkert mál að framleiða skyndiolíu, þetta tekur víst ekkert milljónir ára eins og við höldum.

Af hverju ætli ég trúi honum ekki?

Það er ekki skrítið að þú skulir ekki trúa honum, en reyndar mun þetta vera rétt hjá honum. Það er hægt að framleiða olíu úr lífrænum efnum og það á nokkrum klukkustundum. Og nei, þetta er ekki lausnin við vandanum. Orkan sem fæst úr þessari olíu er nefnilega miklu minni en orkan sem fer í að framleiða hana. Það voru notaðir kalkúnar í þessa framleiðslu. Það sér hver maður að ef það kostar 100X af orku að framleiða kalkúnana og 50X að vinna úr þeim olíu sem aftur má vinna úr 15X af orku, þá er það ekki gáfulegur bissness.

Já, það kann að hljóma hrokafullt að ég skuli tala svona um meðborgara mína. Það er ekki eins og líf mitt sé óháð olíu heldur. Ég reyni að vísu að nota einkabíl eins lítið og ég get (sem er lítið), en í samfélagi sem er sniðið að þörfum einkabílsins og stórneytandans er kannski ekki skrítið að flestum þyki þægilegast að geta henst á bíl út í sjoppu. Hvað fólk á eftir að sjá eftir þessu eftir nokkur ár. Við erum engu betri en dýr eða gerlar sem af fullkominni óforsjálni nýta sér allar lífsbjargir sem þau geta og drepast svo úr hungri þegar þær þrýtur. Við höldum að við séum svo merkileg, svo öðruvísi, svo æðri heimskum skepnum. Erum við það í alvörunni?

No comments:

Post a Comment