Friday, March 4, 2005

Í kvöld býður Vantrú.net í bíó:

Fyrirlestra- og kvikmyndahátíð Vantrúar


Í kvöld klukkan 21 sýnum við tvo fyrirlestra í húsnæði Snarrótar að Garðastræti 2. Þetta eru The Search for Planet X með Phil Plait svo talar Dan Garvin um Vísundarkirkjuna í fyrirlestri sem nefnist Adventures in Scientology.
Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Búast má við umræðum í kjölfarið.

Þess vil ég einnig geta, að á undan sýningunni, eða klukkan 19:00, er fjáröflunarkvöldverður í Snarrót. Aðeins skitinn þúsundkall fyrir góðan mat, góðan málstað og góðan félagsskap. Upplagt að fá sér vel að éta og horfa svo á athyglisverða fyrirlestra Plaits og Garvins á eftir!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eins og reikna mátti með er mikill þrýstingur á Sýrlendinga eftir morðið á Hariri um daginn. Líbanska stjórnarandstaðan biðlar til Ísraela og Abdullah krónprins Saúdi-Arabíu þrýstir á Sýrlendinga líka. Hver hagnast? Ísraelar hagnast á því að Sýrlendingar séu veiktir. Sama má reyndar segja um fleiri. Bandaríkjamenn bíða eftir hálmstrái til að pikka fæt við Sýrland. Saúdi-Arabar eru í liði með Bandaríkjastjórn og þar með Ísraelum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Öryggi fremur en lýðræði. Fólk sem berst gegn reykingum er í sjálfu sér að berjast fyrir góðan málstað. Ekki dettur mér í hug, í alvöru talað, að bera blak af reykingum. Það gefur mér samt ekki heimild til að banna öðrum að stunda þær. Hvaða rétt hefur maður til að skipta sér af því sem kemur manni ekki við?

No comments:

Post a Comment