Thursday, March 31, 2005

„The only security for the American people today, or for any people, is to be found through the control of force rather than the use of force.“ (Norman Cousins)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Með því að beita minnihlutann ofríki og ofbeldi segir meirihluti utanríkismálanefndar „Íraksmálinu vera lokið“ og engan skyldi undra, að niðurstaða meirihlutans er sú, að ríkisstjórnin hafi verið í rétti. Rökstuðningur? Hverjum er ekki sama um slík formsatriði? Hér ríkir lýðræði. Hér ræður einfaldur meirihluti hvað er rétt og hvað er rangt. Ef Davíð Kjarna-Oddsson væri sköpunarsinni er ég viss um að hann mundi láta einfaldan meirihluta komast lýðræðislega að þeirri niðurstöðu að Darwin hefði verið vitleysingur. Og kynvillingur. Hefði turnast til krysstni á banabeði.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er ekkert annað en óhugnanlegt sem var í blaðinu í dag, að Richardo Sanchez, þáverandi yfirmaður bandaríska herafla í Írak, hefði sjálfur veitt samþykki fyrir pyntingum á íröskum föngum. Hvernig geta þessir skítbuxar ekki skilið hvað það er freklegur glæpur að svala sadisma sínum á varnarlausum föngum?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þökk sé þessumnheiðursmönnum sem ráða Bandaríkjunum er fjórðungur íraskra barna vannærður. Ætli þeir séu ekki ánægðir með sig? Skemmst er að minnast þess, þegar Madeleine Albright, sú skepna, sagði að sér þætti það ásættanlegt að 5000 írösk börn dæju á mánuði í 12 ár til þess að refsa Saddam og halda honum í skefjum. Skepna!

Undir þessu hárðneskjulega yfirborði
slær hjarta úr steini!

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Andra Pradesh, Indlandi: Einn af æðstu leiðtogum Naxalbari-skæruliða drepinn í atökum við lögreglu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Áróðurs-skúbb nepölsku krúnunnar gegn maóistum heldur áfram. Nú er sagt að sést hafi til stuðningsmanna Bhattarais í annars konar búningum en stuðningsmenn Prachandas klæðist. Mín kenning: Það voru engir stuðningsmenn Bhattarais í öðruvísi búningum. Ef sagan er ekki hreinlega skálduð upp, þá er allt eins líklegt að þarna hafi verið á ferðinni hermenn krúnunnar í skæruliðabúningum. Bhattarai og Prachanda eru engir asnar. Þeir vita vel að núna er það mikilvægara en nokkru sinni að treysta raðir maóista. Krúnan hefur reigt sig upp og lætur skína í óhreistraðan kviðinn. Ef einhvern tímann var lag, þá er það núna. Láta boxhanskann vaða í bumbuna á kvikindinu. Og frá sjónarhóli krúnunnar var oft þörf en nú nauðsyn, að kljúfa maóista. Ég trúi því varla að maóistar séu svo miklir kjánar að láta krúnunni heppnast það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það hefur varla farið framhjá neinum að Mugabe er spáð stórsigri í kosningunum í Zimbabwe. MDC, eða Movement for Democratic Change, stjórnarandstaðan, held ég, satt að segja, að væru ennþá verri kostur. Ef valið stendur milli þjóðernissinnaðs, veruleikafirrts innlends rugludalls með mikilmennskubrjálæði, sem berst gegn nýlendustefnu og skiptir landi upp milli fátækra bænda, og lýðskrumandi landráðamanna sem eru hræsnarar og leppar vestrænna heimsvaldaríkja, með hvorum stendur maður þá? Ég held að maður hljóti að vera á móti báðum, en fyrir mitt leyti gæti ég kannski sagt að ég væri meira á móti MDC. Aðallega kenni ég samt í brjósti um alþýðu manna í landinu. Þótt Mugabe hafi verið þjóðfrelsishetja til að byrja með er vafasamt að kalla hann hæfan stjórnmálamann. Zimverjar eiga betra skilið.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Carlyle Group, ein af atkvæðameiri framkvæmdanefndum heims-auðvaldsins, einn af ókræsilegri holdgervingum heimsvaldastefnu og innbyrðis valdafróunar forréttindastéttar heimsins, kemst í feitt um þessar mundir.

Wednesday, March 30, 2005

Vegna yfirstandandi umræðu um rekstur Landspítala-háskólasjúkrahúss, þá vil ég hér með votta það, að eftir mínum kynnum af þeirri stofnun að dæma, þá tek ég undir með yfirlæknunum sem segja að hún sé illa rekin. Yfirbyggingin er allt of mikil, innra stigveldi gerir reksturinn firrtan og þunglamalegan, skriffinnska tefur og flækir, reynt er að spara með útboðum á m.a. hreingerningum, sem skila sér í freklegu arðráni á starfsfólki, og almennt starfsfólk hefur lítið að segja um sín störf. Og hvað, ætti að einkavæða þetta? Nei. Það ætti að reka helminginn af skriffinnunum, þrjá fjórðu af millistjórnendunum, og stokka þetta upp alveg frá grunni. Ég skal með ánægju taka það að mér ef heilbrigðisráðuneytið vill ráða mig til þess arna. Sjúkrahús þarf að vera almennilegur vinnustaður og veita almennilega þjónustu sínu samfélagi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef það er rétt sem spáð er, að Frakkar muni fella stjórnarskrá ESB, þá held ég að ástæða sé til að fagna, í bili. Þessi stjórnarskrá á sjálfsagt eftir að hljóta samþykki fyrr eða síðar, en mér skilst að hún sé ógæfuplagg. Hvaða stjórnarskrá kveður á um að efnahagskerfið skuli vera kapítalískt? Eftir því sem ég kemst næst gerir ESB-skráin það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Annað slæmt varðandi ESB, ESB samþykkir Wolfowitz: „Wolfowitz segist [vilja] berjast gegn fátækt“ ... einmitt, berjast gegn fátækt. Þeirra ríkustu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Rasismi færist í aukanna, a.m.k. í yngri kynslóðum. Það kemur í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Meiri blöndun menningarheima hlýtur að skerpa andstæðurnar, á sama tíma að auka umburðarlyndi sumra og hún minnkar umburðarlyndi annarra. Ég held að rasismi hætti ekki að vera vandamál meðan skoðanamyndandi stéttin lætur stjórnast af borgaralegum kapítalisma. Hins vegar held ég að rasismi yrði fljótur að heyra sögunni til ef fólk væri bólusett gegn honum með bestu bólusetningunni: Stéttarvitund og skilningi á mikilvægi þess að vinnandi fólk um veröld víða standi saman gegn kúgurum sínum. „Tryggð við föðurlandið“ eða „kynþáttinn“ er ekkert annað en (lítið) dulbúin tryggð við höfðingjastéttina, við elítuna. M.ö.o. þjónar slík tryggð elítunni og vinnur gegn hagsmunum vinnandi fólks.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Annað dæmi um afleiðingar blindrar græðgi auðvaldsskipulagsins er þessi svarta skýrsla. Peningakvarnir kapítalismans mola sundur náttúruna og stunda skefjalausa rányrkju á auðlindum - og fólki. Afraksturinn er sá að vistkerfunum er fórnað fyrir eigingjarnan stundargróða.

Tuesday, March 29, 2005

Þrjú kommablöð í pósti


Ég fékk áðan hvorki meira né minna en þrjú kommablöð í póstinum:
* Socialist Worker, vikublað sem trotskíistaflokkurinn Socialist Workers Party gefur út í Bretlandi og er oft innihaldsríkt og áhugavert. Ath. að SWP er ekki sami flokkur og Socialist Equality Party, sem heldur úti World Socialist Web Site.
* Fight Racism! Fight Imperialism! er blað með óþjált nafn, útgefið af Revolutionary Communist Group í Bretlandi og eiginlega lýsir hið óþjála nafn blaðinu ágætlega vel. Þetta tölublað má sjá hér.
* Lalkar er þriðja blaðið, merkisblað sem hefur komið út í næstum því fjóra áratugi og er skrifað af meira og minna sama fólki og skrifar The Proletarian, þ.e.a.s. Communist Party of Great Britain (Marxist-Leninist). Lalkar er ólíkt flestum öðrum blöðum sem maður hefur séð. Kemur út ársfjórðungslega og er að verulegu leyti um þeoretískan sósíalisma ... og stendur eins og klettur við hlið Kim Jong-il í N-Kóreu og Roberts Mugabe í Zimbabwe. Óvenjulegt sjónarhorn.
Ég hef oft séð sagt um staði eða lönd að þau séu með mjög mikilvæga geóstrategíska stöðu. Lönd sem liggja nálægt mikilvægum auðlindum, siglingaleiðum, á mörkum áhrifasvæða eða á annan hátt á mikilvægum stöðum. Nú, hafandi séð þetta sagt um flest lönd sem ég hef lesið um, fór ég að velta fyrir mér hvort það væri til eitthvað land sem væri ekki mikilvægt í geóstrategískum skilningi. Ég skoðaði landakort ... leitaði og leitaði ... og held að ég hafi á endanum fundið eitt: Kergúelen-eyjar eru örugglega lítils virði í geóstrategískum skilningi. Afskekktur rokrass syðst í Indlandshafi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eins og þeirra var von og vísa býður World Socialist Web Site upp á vandaða greinargerð um ástandið í Kyrgyztan. Mæli með því.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í fréttum frá Qatar segir:
[A] senior Maoist rebel leader yesterday denied Nepalese military reports that the movement is split but did not directly respond to army claims that he and his wife had been expelled from the party’s politburo.

“We feel no humiliation but great honour and pleasure at being within the reliable security cordon of the revolutionary people’s liberation army,” Baburam Bhattarai and his wife Hisila Yami said in a joint statement.
...
Bhattarai said there was no animosity between them and party chief Pushpa Kamla Dahal, alias Prachanda. But he and his wife did not mention their current status in the party.

They accused the army of trying to sow confusion by claiming a schism in the Maoist camp.

“The opportunist elements and the fascists have been trying since long to create confusion by creating malicious propaganda that there is a leadership race and personal animosity between our glorious party chairman Prachanda and us,” the statement said.

The statement hinted that some differences had emerged within the party on ideological issues such as the Prachanda Path, the ideological line set out by the top leader last year.

Sunday, March 27, 2005

Leiðtogi í rómversk-kaþólsku kirkjunni í Zimbabwe hvetur til friðsamlegrar byltingar gegn Mugabe. Eru það ekki meðmæli með forsetanum?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nýtt afl heitir ekki lengur Nýtt afl heldur Lýðræðisflokkurinn. Þessi skemmtilegi flokkur er m.ö.o. ekki af baki dottinn. Einu sinni sat ég og fylgdist með e-s konar pallborðsumræðum, þar sem fólk úr ungliðahreyfingum flokkanna ræddi málin og kynnti sína flokka. Það var fyrir síðustu kosningar. Höskuldur Höskuldsson var fyrir svörum fyrir hönd Nýs afls (hann er núna varaformaður) ... og var svo mikið niðri fyrir að hann frussaði meðan hann talaði, fyrir utan að hann bölvaði í ca. þriðja hverju orði. Annars er athyglisvert að skoða linkasafnið hjá Nýju afli Lýðræðisflokknum: Áhugaverðir tenglar. Þarna er linkar kallaðir "Stjórnmál" þar sem eru Alþingi og svo þrír skandinavískir rasistaflokkar. Undir "Ýmsir áhugaverðir tenglar" eru svo linkar á Fjölmenningu og Félagið Ísland-Palestínu, eins og til að jafna út slagsíðuna, eða hvað?
Tveir afghanskir fangar létu lífið í haldi Bandaríkjamanna eftir barsmíðar og misþyrmingar. Hermennirnir eru kærðir fyrir verknaðinn og segja þessa meðferð alvanalega og að þeim hafi verið kennt til verka af hernum. Kemur á óvart? Ekki mér, svo mikið er víst. Þetta er sami herinn og er á Miðnesheiði.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Genf fundar mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjamenn reyna að fá samþykkta ályktun sem fordæmi mannréttindabrot Kúbustjórnar -- meðan mannréttindabrot í Abu Ghraib og Guantanamo fást ekki einu sinni rædd. Mannréttindi sem skiptimynt í pólitískri refskák ... fuss!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Frv. hermaður á Haiti segir að meðan hann hafi verið í fangelsi hafi maður frá skrifstofu Tortues valdaræningja beðið hann að myrða samfanga sinn, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Aðförinni að Aristide, fylgismönnum hans og lýðræði á Haiti er hvergi nærri lokið. Haiti, landið sem fólk nennir ekki að muna eftir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Alþingismannahópurinn er kominn heim frá Palestínu og Jónína Bjartmarz sagði í fréttum í gær að ástandið þar væri mun verra en hún hefði gert sér grein fyrir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Yfirlæknar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi segja stjórnendur og skrifstofubákn vera ljá í þúfu við rekstur spítalans. Að svo miklu leyti sem ég þekki til starfsemi LSH held ég að megi taka undir þetta.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
...og biskupinn vill auka kristinfræðikennslu. Það var og. Hann og kónar hans finna að þessi trénaða kirkjudrusla þeirra er á flæðiskeri stödd og vilja slá í klár heilaþvottarins. Ekki veitir af, annars gæti pyngjan hætt að þyngjast. Ópíum fyrir fólkið, tilboð, afsláttur. Fáið ykkur ópíum.

Saturday, March 26, 2005

Það hreinlega rignir yfir mann góðum greinum um ástandið í Nepal. Ég sé ástæðu til að benda á þessa grein. Hún er ekki löng en hún er innihaldsrík:

[T]he non-Maoist American and Western European left continue to ignore the People's War in Nepal and the atrocities the monarchy, with their backers in the US/UK and India, inflicts on the population. Considering how much political capital social democrats, liberals and anti-authoritarians have invested in the "death of communism," it's hardly surprising. Another world is possible, they say, while ignoring it's birth in the mountains of Asia.


...og bók var að bætast á innkaupalista minn:
Li Onesto: Dispatches From the People's War in Nepal.
Þessi grein um ástandið í Nepal er athyglisverð, þótt stafsetningin sé á köflum pirrandi. Var annars að bæta Maoist International Movement í linkasafnið.
Fermingargjafir eru að margra mati orðnar óhóflegar í seinni tíð, enda vafasamt að mörg börn láti fermast til annars en að fá gjafir. Kirkjan amast ekki mikið við þessu, enda græðir hún á því að börnin vilji fermast. Fleiri safnaðarmeðlimir, meiri þóknun fyrir prestinn... hverjum er ekki sama um ástæðurnar? Eins og sagt er, þá skoðar maður ekki upp í hest sem manni er gefinn.
Ef barn er einlægt í því að ganga Ésú á hönd, þá hljótum við að virða það. Það barn er varla að sækjast eftir dýrum gjöfum með fermingunni: Hvaða fermingargjöf er betri en guðsorðabók? Biblía, saltari, grallari, sálmabækur eða jafnvel inneignarnótur í Kirkjuhúsinu? Við hljótum að ganga út frá því að börnin séu einlæg í ákvörðun sinni um að fermast: Gefum þeim gjafir sem hlýja um hjartarætur. Guðsorðabækur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eins og ég hef vakið athygli á um það bil tíu sinnum undanfarna daga hér á þessu bloggi sýndi Vantrú.net Life of Brian í húsakynnum Snarrótar í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja, að sýningin heppnaðist mjög vel; húsið var troðfullt og myndin stóð fyrir sínu. Vel, vel heppnuð sýning.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég held að fréttastofa nepölsku krúnunnar sé áróðursmaskína af grófustu gerð. Ég nefni sem dæmi þessa frétt. Maóistar eru alltaf kallaðir "terroristar", vitnað er gagnrýnislaust í herinn eins og talsmenn hans séu eitthvað annað en hlutdrægir. Herinn segist vera vel byrgur af skotfærum, en annað hefur maður heyrt frá hlutlausari fjölmiðlum: Tveggja mánaða birgðir af skotfærum séu til í landinu, miðað við núverandi notkun, og í ljósi þess að Indland og Vesturlönd hafa dregið í land með stuðning sinn við krúnuna, þá er herinn að mála sig út í horn. Mikið er gert úr meintum klofningi maóistaflokksins -- sem mér sýnist vera skúbbaður af konungssinnum og étinn upp af hægrisinnaðri fjölmiðlum og eitthvað af þeim á miðjunni eða til vinstri -- og mikið gert úr sigrum stjórnarhersins á maóistum. Sem ég segi, þá finnst mér þetta hljóma eins og áróður af verstu gerð.
Hitt er annað mál, að maóistunum veitti sjálfsagt ekki af að taka til í eigin ranni. Þá meina ég ekki með hreinsunum heldur með innri endurbótum á hreyfingunni. Auka innra lýðræði eftir því sem hægt er, berjast gegn mannréttindabrotum sem þeir hafa óneitanlega gerst sekir um, m.a. ofbeldi gegn fréttamönnum, og þétta raðirnar ef eitthvað er hæft í fréttum af klofningi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"We used to have a War Office, but now we have a Ministry of Defence, nuclear bombs are now described as deterrents, innocent civilians killed in war are now described as collateral damage and military incompetence leading to US bombers killing British soldiers is cosily described as friendly fire. Those who are in favour of peace are described as mavericks and troublemakers, whereas the real militants are those who want the war." -- Tony Benn

Friday, March 25, 2005

Bandaríkjaher hindrar ítölsku lögregluna í að rannsaka flakið af bílnum sem Bandaríkjarher skaut á um daginn, og felldi ítalskan leyniþjónustumann og særði blaðakonu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um atburðina í Kyrgyztan. Condoleezza Rice segir að vegna atburðanna í Kyrgyztan "gæti horft til betri vegar" í landinu... Í sömu frétt segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki tekið eindregna afstöðu með mótmælendunum sem tóku völdin, eins og í Úkraínu, Líbanon og víðar, þótt sú gæti vel orðið raunin. "People's Movement of Kyrgyztan" -- stjórnarandstöðuhreyfingin sem hefur tekið völdin -- hljómar hálf tortryggilega í mínum eyrum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nepal: Var Baburam Bhattarai rekinn eða ekki? Meðan fjölmiðill konungssinna, Gorkhapatra, segir að svo sé og að róstur hafi orðið milli suðningsmanna Bhattarais og stuðningsmanna Prachandas - þ.e.a.s. að maóistaflokkurinn standi klofinn í innbyrðis átökum - þá kom í gær yfirlýsing, sögð vera frá Bhattarai sjálfum, þar sem hann segir flokkinn ekki vera klofinn. Maóistarnir eru sagðir hafa fundað í Nýju-Dehlí. Já .. ég tek fréttum af maóistunum með fyrirvara þegar þær koma frá svörnum óvinum þeirra, rétt eins og ég tek með fyrirvara því sem þeir segja sjálfir. Hlutdrægum fréttum er vafasamt að treysta um of.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Curtis Doebbler skrifar um tilnefningu Wolfowitz til embættis bankastjóra World Bank.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Athyglisverðar hugleiðingar um möguleika á Palestínuríki, einsríkislausn, "Ísratínu" Qaddafis, "IsFalUr" og fleira.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
SchNEWS hafa beint sjónum sínum til Íslands að undanförnu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Big Bad Wolfowitz

Who needs to have experience of banking to run the world's biggest
bank? Not Paul Wolfowitz, who, it is rumoured, can barely use a
cash-point card. Bush's nomination for the top job at the World
Bank is not only worrying because Wolfowitz was a former professor
from the National War College, where he developed his concept of
"do-able" wars. Nor is it because he can't add up - he said the
Iraq war would cost $30bn, not the likely $200bn.

Wolfie was introduced to Bush by George Schultz, former Secretary
of State to Ronald Reagan, and now director of Betchel, the
corporation which charged Bolivian workers, earning an average $40
a month, half their wages for access to water. Guess who forced a
desperately poor Bolivian government to flog its water system to a
multinational? You guessed it - The World Bank. With Vice
President Dick Cheney's close connections to Halliburton, the main
contractor reconstructing Iraq, SchNEWS wonders whether a
Wolfowitz-led World Bank will be bunging Halliburton a few
backhanders too. After all, it's all mates together and Iraq's
sure to want to borrow some money. But maybe all the talk about a
'hawkish' approach is wildly off the mark. After all, Wolfie told
the New York Times in 2003 that he thought "all foreigners should
stop interfering in the internal affairs of Iraq. Those who want
to come and help are welcome. Those who come to interfere and
destroy are not." Honest. www.worldbankpresident.org
*

Thursday, March 24, 2005

Gleymið því ekki að Vantrú sýnir Life of Brian annað kvöld og ykkur er öllum boðið. Hver segir að föstudagurinn langu þurfi að vera leiðinlegur?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Birgir Baldursson var í viðtali í Speglinum í gær ... á það viðtal má hlusta hérna ... og ég hvet fólk til þess.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um fyrirhugaða byggingu þúsunda nýrra landtökubyggða Ísraela á Vesturbakkanum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Wolfowitz fagnað sem væntanlegum bankastjóra World Bank.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sverrir Jakobsson tekur í sama streng og ég varðandi rósturnar í Kyrgyztan (hann stafsetur nafn landsins öðruvísi): Hér er að öllum líkindum á ferðinni valdarán, þótt það sé dulið á bak við fjöldamótmæli sem sjálfsagt eiga rétt á sér sem slík. Fjöldamótmæli eru eins og góður byr og afturhaldssamir valdaræningjar eru eins og vanir skipstjórar sem kunna að sigla pólitískan beitivind.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um það, þá hef ég tekið eftir einu: Fréttirnar um að Baburam Bhattarai, varaformaður nepalska maóistaflokksins, hafi verið vikið frá störfum, virðast allar vera komnar frá óvinum hans og þeirra. Vitnað hefur verið í heimildarmenn innan nepalska hersins, opinbert málgagn krúnunnar hefur flaggað fréttinni og fleiri hægrisinnaðar fréttastofur líka. Mainstream-pressan hefur síðan étið þetta upp eftir þeim. Með öðrum orðum, þá sé ég ekki betur en að verið sé að skúbba áróðri til þess að grafa undan maóistum þegar þeir þurfa mest á kröftum sínum að halda: Núna. Þannig að ... ég leyfi mér að efast um að Bhattarai hafi verið vikið frá. Það gæti vel verið, en heimildirnar fyrir því hafa of mikilla hagsmuna að gæta. Nepalski herinn og krúnan eru of hlutdrægar heimildir til að þeim sé treystandi. Þótt þetta gæti í sjálfu sér verið rétt. Allavega, það kemur í ljós.

Wednesday, March 23, 2005

Ég vil minna á að Vantrú býður í bíó á föstudagskvöldið.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Áðan leit ég við í Alþjóðahúsinu og skildi eftir bunka af flugritum þar sem þetta er tilkynnt:
English presentation, Tuesday March 29th at 8 PM
Film screening and presentation about
The Icelandic Intervention in Afghanistan
Iceland has no Army. But Icelanders are wearing uniforms and carrying guns in Afghanistan. How did troops from a country that has no army and has been at peace for 1000 years wind up occupying the most war torn area in the world?
Veteran journalist Kristinn Hrafnsson went to Afghanistan to document the Icelandic force in charge of Kabul airport. He made a documentary called Dressing for the Occasion, scripted by former editor of Reykjavik Grapevine and AP correspondent Valur Gunnarsson, and directed by Friðrik Gunnarsson. Kristinn and Valur will be talking about the situation in Afghanistan and the Icelanders there, and screening the first English language cut of the film.
Location: Snarrót, Reykjavik Center for Grassroots Politics, Garðastræti 2.
www.snarrot.net

Other upcoming presentations every other Tuesday:
Tuesday, April 12th: The UN Security Council in the New World Order by Elías Davíðsson
Tuesday, April 26th: The dismantling of Yugoslavia by Western powers by Jón Karl Stefánsson
Tuesday, May 10th: Who Committed the Atrocities of September 11th? by Elías Davíðsson
Tuesday, May 24th: The Apartheid wall in Palestine by Arna Ösp Magnúsardóttir

www.snarrot.net

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Við að lesa þessa færslu Óla Gneista hlýnaði mér um hjartarætur. Að hugsa sér að Háskólalistinn skuli hafa náð að vinna þennan sigur í kosningunum til stúdentaráðs. Að Háskólalistamaður skuli vera formaður stúdentaráðs er nokkuð sem ég held að ekki hafi hvarflað að neinu okkar fyrir tveim árum.
9. apríl næstkomandi verður mynda- og kvikmyndakvöld Hins íslenska tröllavinafélags. Tröllafréttir, 3ja tölublað, eru í smíðum, mikið félagsstarf er framundan og félögum fer fjölgandi. Sem fyrr stendur fólki til boða að skrá sig netleiðis: Allt og sumt er að senda nafn og heimilisfang (með póstnúmeri), og símanúmer má fylgja líka, á: trollavinafelag@gmail.com ... fólk sér ekki eftir að vera í Hinu íslenska tröllavinafélagi!
Það var að koma út bók eftir chechenska skæruliðaleiðtogann Shamil Basayev. Hún gæti verið forvitnileg, án þess að ég sé hrifinn af höfundinum. Ég harma það hvernig íslömsk áhrif verða stöðugt sterkari í chechensku andspyrnuhreyfingunni, hvernig afturhaldssöm trúarbrögð lita baráttuna. Í sjálfu sér er það ekki skrítið; bæði eru trúarbrögðin eitt af því sem greinir íslamska Chechena frá hinum grísk-kaþólsku Rússum og þær andstæður skerpast í svona þjóðfrelsisstríði -- samanber íslam-væðingu palestínsku andspyrnunnar og írösku andspyrnunnar gagnvart óvinum sem eru upp til hópa annars vegar gyðingar, hins vegar krysslingar. Ég harma það samt. Ég renndi yfir grein sem var skrifuð eftir morðið á Aslan Mashkadov. Í henni var sagt að honum hefði undir það síðasta "farið mjög fram í íslam, lært arabísku og stúderað Kóraninn" ... áróður? Sannleikur? Mashkadov var, eftir því sem ég best veit, sekúlar leiðtogi eins og Dudayev á undan honum. Lesið um Sheikh Abdul-Halim, nýja leiðtogann ... ég sé ekki að chechensku andspyrnunni sé fengur í honum sem leiðtoga... Allavega, þá hefðu menn betur haldið í sovéska guðleysið sem þar til fyrir 10-15 árum var ráðandi í Checheníu. Halda í guðleysið og slaka á í trúarlegri þjóðernisstefnu. Hún kann ekki góðri lukku að stýra.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það virðist töluverð erlend athygli beinast að þessu Fischer-máli.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um daginn sagði í frétt á vef-Mogga:
Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að RÚV væri eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og á því væri mikill munur. Út í hött væri að segja, að þjóðin ætti RÚV. Pólitík stjórnaði ríkinu og ríkið ætti RÚV og þess vegna verði RÚV alltaf pólitískt.

Ég kann að meta hreinskilnina hjá Pétri Blöndal, hvað sem líður öðru við málflutning hans... Það er hárrétt hjá honum að ríkið er ekki sama og þjóðin. Ríkið er eitt af helstu tækjum valdastéttarinnar til að meðhöndla völdin yfir undirstéttinni. Það er það sem borgaraleg stjórnmál snúast um, þegar öllu er á botninn hvolft.

Tuesday, March 22, 2005

Palestína, Kyrgyztan, Fischer, Zimbabwe og fleira...


Ég bendi fólki á að líta á þessa fréttatilkynningu á heimasíðu Félagsins Íslands-Palestínu. Yfir stendur ferð alþingismanna og verkalýðsleiðtoga og hlýtur að vera hin fróðlegasta ... sjálfur hefði ég ekkert á móti því að vera með í hópnum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ísraelar yfirgefa Tulqarem um leið og þeir lýsa yfir áformum um að byggja 3500 ný heimili í landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Ég verð að segja hreint út hvernig málið horfir við mér: Ég held að Mahmoud Abbas sé hjálpað svona vegna þess að hann sé hálfgerður leppur fyrir Ísrael. Hann er pólitísk málamiðlun milli ísraelsku valdastéttarinnar og þeirrar palestínsku. Hlutverk hans er að friða þá sem berjast fyrir frelsi Palestínu, og í skiptum fær palestínska borgarastéttin stærri hlut í völdum yfir Palestínu. Palestínumenn hafa lengi barist fyrir frelsi sínu sem Palestínumenn, að palestínska þjóðin verði frjáls, en í staðinn verið haldið aftur af þeim í annarri frelsisbaráttu, svo sem baráttu kvenna fyrir frelsi sem konur eða baráttu samkynhneigðra fyrir frelsi sem samkynhneigðir. Umfram allt hefur verið haldið aftur af baráttu fólks fyrir frelsi sem fólk: Baráttu gegn stéttaskiptingu, mismunun, arðráni og kúgun almennt. Sú barátta væri þver-þjóðleg og byggði á samstöðu palestínsku undirstéttarinnar með undirstétt Ísraels, Jórdaníu, Egyptalands, Sýrlands og annarra landa, fyrir frelsi, lýðræði, jafnrétti og félagshyggju í Miðausturlöndum. Allar eða flestar greinar valdastéttarinnar reyna að sporna við þessari baráttu. Henni hefur ítrekað verið beint af sporinu með því að veita baráttuandanum í farveg þjóðernis eða trúar ... núna sjá valdhafar beggja vegna sér hag í að lægja öldurnar, lýsa yfir friði, yfir sigri lýðræðisins og eitthvað, þótt almenningur í Palestínu verði áfram jafn hrikalega illa settur í aðalatriðum. Múrinn er ekkert að fara. Ekki landtökubyggðirnar. Ekki fá flóttamennirnir að snúa heim og Austur-Jerúsalem sjá menn áfram í hillingum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Bróðir minn bloggar um mótmælin síðasta laugardag.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef rétt er hermt er stórfrétt á ferðinni: Kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum mótfallin dauðarefsingum! Sú trénaða, steinrunna miðalda and-húmanistastofnun er annars ekki vön að skipa sér í "góða" liðið.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Akayev, forseti Kyrgyztan, segir að mótmælendur séu á snærum glæpamanna og séu að reyna valdarán. Hmm ... ætli það segi ekki flestir átókratar í fátækum löndum um kúgaða undirsáta sína? Ég held að Akayev sé nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, en hef samt varann á með mótmælin. Í alvörunni, hverjir standa á bak við þau? Þau gætu verið sjálfsprottin, en í ljósi nýlegra atburða í Georgíu, Úkraínu, Líbanon, Júgóslavíu, Zimbabwe, Venezuela og víðar, þá uggir mann óneitanlega að Vesturlönd hafi hönd í bagga.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Bandaríska sendiráðið setur á svið vonbrigði utanríkisþjónustunnar með framkomu Íslendinga í máli Bobby Fischer. Svona gekk þetta fyrir sig: Davíð Oddssyni fannst þrengja að sér vegna gífurlegrar óánægju með Íraksstríð og aðra skandala ... svo hann spurði hvort hann mætti flikka upp á ímyndina með því að veita Fischer hæli. Spurði Bandaríkjastjórn. Hún játti því, að launa dyggum stuðningsmanni stuðninginn sem hann veitti þótt á móti blési, en gat auðvitað ekki gert það öðruvísi en að gera sér upp vonbrigði og mótbárur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ættbálkaklofningur er sagður vera að koma upp innan Zanu-PF, flokks Mugabe í Zimbabwe. Stjórnarandstöðuflokkurinn sem kallar sig Movement for Democratic Change og hefur heiðursmenn á borð við Ian Smith innan borðs á án efa eftir að ýta undir slíkan klofning og nýta sér hann út í æsar þegar fyrirhugaðar forsetakosningar nálgast. Líkaböng vestrænt-sinnaðs sýndar-lýðræðis hringir yfir Robert Gabriel Mugabe.
Tveir Zimbabwe-tengdir linkar: ZANU-PF, Zimbabwe og ZWNEWS, Zimbabwe.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Thomas Friedman, sá óviðfelldni karl, stingur upp áayatollah Sistani verði veitt friðarverðlaun Nóbels. Ég skrifa ekki undir ástæðurnar sem Friedman tilgreinir, en ég er samt ekki frá því að Sistani gæti verið rétti maðurinn til að fá verðlaunin.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Khameini erkiklerkur í Íran segist reiðubúinn að berjast sjálfur ef ráðist yrði á landið. Það væri athyglisvert að sjá. Fjörgamlan manninn. Ég spyr mig samt, er Íran ekki orðið of óárennilegt til að Bandaríkjamenn leggi í að ráðast á það?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Frá Nepal er það að frétta, að maóistar hafa víst viðurkennt að hafa myrt Dhana Bahadur Rokka Magar, fréttamann í ríkisútvarpi Nepal, fyrir rúmum tveim árum síðan.
Tveir uppfærðir linkar um Nepal: Opinber heimasíða maóistaflokksins og Sameinaðir marx-lenínistar (=stalínistar). Auk þess nýr Nepals-linkur: Nepal News, sem er opinber fréttastofa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Einn linkur enn: Fréttamenn án landamæra.

Monday, March 21, 2005

Ísraelska ríkinu stefnt fyrir morðið á Rachel Corrie.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Bandaríkjamenn hóta Venezuela hörðu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ísraelar segja að þeir mundu ekki grípa til loftárása á Íran nema sem örþrifaráðs. Ég held að það sé einfaldlega ekki rétt. Hljóta þeir ekki að grípa fyrst til þeirrar aðferðar, þar sem þeir hafa mesta yfirburði og eiga þannig auðveldast með að sigra?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Róstur í Kyrgystan. Hvað ætli sé þar á seyði? Eitthvað um það í þessari grein.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér er ágæt grein um Nepal og hvernig ríki sem telja sig eiga hagsmuna að gæta í Nepal eru í uppnámi vegna maóistanna og valdaráns konungsins.
Ísraelskir landtökumenn grýttu íslenska þingmenn í Hebron. Í Hebron er landtökubyggð þar sem búa einhverjir ofstækisfyllstu landtökumenn á öllum herteknu svæðunum: Kiriyat Arba heitir sú. Ég spyr mig hvort þeir hefðu kastað grjóti, hefðu þeir vitað að þetta væru þingmenn? Fullorðnir landtökumenn að espa krakkana upp í að kasta hnullungum ... það var heppni að enginn skyldi meiðast, og í ljósi þess má telja þessa þingmenn reynslunni ríkari, að hafa séð þessa ribbalda grímulausa. Það er líka athyglisvert að allir íslensku stjórnmálaflokkarnir eigi þarna fulltrúa ... nema Sjálfstæðisflokkurinn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"To those who have called me a coward I say that they are wrong, and
that without knowing it, they are also right. They are wrong when they
think that I left the war for fear of being killed. I admit that fear was
there, but there was also the fear of killing innocent people, the
fear of putting myself in a position where to survive means to kill, there
was the fear of losing my soul in the process of saving my body, the
fear of losing myself to my daughter, to the people who love me, to the
man I used to be, the man I wanted to be. I was afraid of waking up one
morning to realize my humanity had abandoned me." - Sgt. Camilo Mejia,
who served one year in prison for refusing to return to fight in Iraq.
He was released from prison Feb. 15, 2005.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef ég reikna með því að í Reykjavík búi 110.000 manns og í London 10.000.000, og að á mótmælin á laugardaginn hafi mætt 500 hérna en 50.000 þar, þá var mætingin hérna 1/200 af íbúatölu Reykjavíkur og 1/220 í London. Þá eru úthverfi ekki talin með.

Sunday, March 20, 2005

Gagnrýni og sjálfsgagnrýni í stjórnmálum


Málefnaleg gagnrýni á grasrótarstjórnmál og annað stjórnmálavafstur er hverri hreyfingu nauðsyn. Sjaldan er árangurinn svo góður að ekki sé hægt að gera betur og sjaldan er reynsla svo ómerkileg að ekkert megi læra af henni. Gagnrýni á ekki að snúast um að gera lítið hvert úr öðru eða hvert úr annars störfum. Hún á að benda á styrkleika og veikleika, svo að leggja megi rækt við styrkleikana en finna lausnir á veikleikunum. Ef gallar eru á starfinu er mikilvægt að benda á þá, og því mikilvægara sem gallarnir eru mikilvægari. Annars vil ég benda fólki á að lesa kafla úr Rauða kverinu: "Um gagnrýni og sjálfsgagnrýni."

Þegar hreyfingin sem mótmælir Íraksstríðinu er annars vegar, þá verður að viðurkennast að ekki er allt sem skyldi. Hvar voru æskulýður og verkalýður Íslands í gær? Hvers vegna er vinnandi fólk heima hjá sér að horfa á Stöð 2 í stað þess að mótmæla stríði gegn vinnandi fólki? Hvers vegna tekur það þetta ekki til sín?

Segjum að sigur ynnist. Hvað tæki við? Bið eftir næsta stríði? Það þarf að andæfa stríði og andaæfa því með öllum ráðum. Andæfa stríði með stríði, ef með þarf. En ef andóf er ómarkvisst, þá er ólíklegt að það verði neitt annað en andóf. Okkur vantar frumkvæði. Framsækna og réttsæla hreyfingu fyrir félagshyggju, mannréttindum og lýðræði. Hreyfingu sem getur axlað það verk að breyta þessu þjóðfélagi til hins betra. Sem fyrr er ég til viðræðu ef einhver hefur áhuga.

Saturday, March 19, 2005

Ef lögreglan stjakar við mér er hún að vinna vinnuna sína...


...en ef ég stjaka við lögreglunni er það brot gegn valdstjórninni.
Eins og fleiri var ég áðan í mótmælum gegn Íraksstríðinu. Hófust með fundi á Ingólfstorgi, þar sem ég bar fána Íraks á stöng. Eins og World Socialist Web Site bað lesendur sína að gera dreifði ég auk þess slatta af þessu ávarpi frá Socialist Equality Party. Eftir Ingólfstorgsfundinn var gengið að Stjórnarráðinu og mótmælt þar.

Vandsveinar valdstjórnarinnar stóðu ábúðarmiklir og gættu þess að fólkið léti að stjórn. Eftir að flestir voru farnir urðu sumir eftir - þar á meðal ég - og héldu áfram mótmælunum. Þegar löggunni sýndist fundurinn vera fjaraður út fjarlægði hún gula borðann sinn fína, svo við - 10-15 talsins - gengum auðvitað inn á lóð Stjórnarráðsins. Þaðan stjakaði lögreglan okkur burtu með valdi - og ég var meðal nokkurra sem hún bar á höndum sér af lóðinni. Engar skýringar: Valdstjórninni ber að hlýða vegna þess að annars stjórnar hún bara með valdi. Við eigum m.ö.o. að hlýða þeim vegna þess að þeir segja það. Háleit siðfræði þar á ferð.

Það er merkilegt - eiginlega ótrúlegt - að fylgjast með atferli löggunnar í svona sitúasjónum. Þegar hópur af krökkum er bersýnilega að storka löggunum bregðast þær við með fullkomlega fyrirsjáanlegum og reaktífum hætti: Það fýkur í þær og í stað þess að bíða í kortér þangað til krakkarnir nenna þessu ekki lengur og fara, þá fara þær að stympast við þá og reka burtu með valdi. Til að valdstjórnin haldi áfram að vera valdstjórn, þá getur hún ekki annað en sýnt vald sitt. Í stað þess að gefa þumlung eftir og spara öllum vesen, þá espast hún upp eins og smákrakki. Með hverjum er hún í liði? Hver er vandamálið, sá sem skrifar upp á stuðning við morð og mannréttindabrot, eða sá sem mótmælir morðum og mannréttindabrotum?

Auðvitað hvarflar það ekki að mér að breytingum verði komið til leiðar með svona reaktífum aðferðum. Reaktífar aðgerðir kalla bara á ennþá reaktífari gagnaðgerðir sem enginn græðir á þegar öllu er á botninn hvolft. Það er hægt að fara og mótmæla, koma heim með eplakinnar og góða samvisku, án þess að neinum breytingum hafi verið komið til leiðar. Það er líka hægt að fara og storka mönnum sem hafa það í starfslýsingunni að vera uppstökkir og óþolinmóðir og láta friðsama óhlýðniseggi ekki komast upp með múður. Afraksturinn er auðvitað sá að við næstu mótmæli verður sjálfsagt bara meiri viðbúnaður til að hafa stjórn á sitúasjóninni. Það er vafasamt að segjast hafa stjórn á sitúasjóninni ef fólk gerir allt sem það vill. Ef löggan gerir málamiðlanir, þá er hún að gefa eftir. Til að sýna að hún ráði þarf hún að vera að banna fólki eitthvað. Setja skilyrði. Skilyrði er fáránleg ef þau snúast um það sem fólk vill sjálft. Skilyrðin verða að banna því eitthvað svo að löggan geti framfylgt einhverju og þannig sýnt að hún ahfi vald. Annars getur hún ekki sagst hafa stjórn á málunum. Ef hún þokar þumlung í dag, þokar hún þá tvo þumlunga á morgun? Nei, þá brynjar hún sig bara meira og við borgum með skattpeningunum okkar.

En sem ég segi, þá hvarflar það ekki að mér að breytingum verði komið til leiðar með mótmælum. Borgaraleg óhlýðni er eitt -- góð og gild í sjálfu sér -- en hún kemur seint breytingum til leiðar ein og sér.

Mótmæli eru reaktíf. Ef þau eru friðsamleg, þá eru þau ekki þrýstingur á ráðamenn. Ófriðsamleg mótmæli skila sjaldan árangri vegna þess að það er einatt sá sterkari sem græðir á ofbeldi. Það eru meira en 70 ár síðan mótmælendur áttu síðast alls kostar við íslenska ríkisvaldið og maður sér ekki fyrir sér að það endurtaki sig í bráð, þannig að það væri tómt mál að tala um, fyrir utan alla hina gallana við slíkar aðferðir. Ef mótmælendurnir eru sterkari, geta þeir þá ekki eins unnið sína sigra friðsamlega? Valdið veit vel að það borgar sig ekki að leggja til atlögu við ofurefli. Ef það er hægt að vinna sigur með ofbeldi, þá hlýtur að vera hægt að vinna hann án ofbeldis.

Ef mótmæli eiga að skila árangri, þá þurfa þau að vera rosaleg. Til að hnekkja stuðningi ríkisstjórnarinnar við Íraksstríðið, þá dugar ekki 500-1000 manna fundur. Nei, það þarf tugþúsundir. 40.000 manna mótmælafundur, samhliða allsherjarverkfalli og þess háttar -- það gæti neytt stjórnina til að skipta um skoðun. En 400 manna fundur gerir það ekki og 4000 manna ekki heldur. 40.000 manna fundur gæti unnið áfangasigur eða varnarsigur, en framsækinn sigur ynnist ekki án þess að á ferðinni væri hreyfing sem stefndi leynt og ljóst að slíku. Vel skipulagður sósíalistaflokkur er það sem okkur vantar. Annars vegar sósíalistaflokkur, hins vegar manngrúi til að knýja áfram breytingarnar. Byltinguna.

Ég tek þátt í mótmælum og ég stunda borgaralega óhlýðni annað slagið. Ég ímynda mér ekki að það muni koma í kring breytingum. Hvers vegna geri ég það þá? Tja, ætli það sé ekki eigingjörn aðgerð, blanda af spennufíkn og útrás fyrir særða réttlætiskennd? Ég kem heim með eplakinnar og góða samvisku, en hef í raun ekki áorkað neinu.

Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn þreyttur á þessu. Ég nenni ekki að eyða kröftum mínum eða tíma í tómt andóf. Pólitískur eldmóður minn fær ekki farsælan farveg ef sá farvegur er valinn af andstæðingunum. Til að vinna réttlætinu, frelsinu, friðnum og - í rauninni - mannkyninu sjálfu sigra, þá þarf maður að velja sjálfur sínar vígstöðvar, setja sjálfur skilyrðin, marka sjálfur stefnuna og framkvæma sjálfur breytingarnar. Sá sem setur traust sitt á einhverja aðra hefur ekki við neinn að sakast annan en sjálfan sig þegar þeir bregðast traustinu.

Ef einhver hefur áhuga á að koma á laggirnar annars konar stjórnmálaafli, þá er ég til viðræðu.

Friday, March 18, 2005

* Vantrúarsýning í Snarrót klukkan 20 í kvöld: Komið þangað.
* Mótmæli gegn Íraksstríði á Ingólfstorgi klukkan 14 á morgun: Komið líka þangað.

Úr fréttum:
* Írak: Maður handtekinn, grunaður um að hafa ætlað að myrða ekki ómerkilegri mann en ayatollah al-Sistani. Ef Sistani væri myrtur mætti búast við hrikalegum hefndum. M.ö.o., ef menn eru að reyna að auka enn á spennuna í Írak og espa innbyrðis átök Íraka, þá væri morð á al-Sistani stórt skref í þá átt.
* Indland: Naxalbari-skæruliðar snúið aftur til átaka í Vestur-Bengal eftir meira en 30 ára fjarveru.
* Nepal: Innanríkisráðuneytið segir að sjálfur Baburam Bhattarai, næst-æðsti maður í CPN (Maoist), hafi verið sviptur embætti og rekinn úr flokknum vegna ósættis við Prachanda formann og eftir misheppnaðar friðarviðræður við stjórnvöld. Maóistaflokkurinn vísar þessu hins vegar á bug. Er maóistaflokkurinn að klofna eða er hann ekki að klofna? Ég mun fylgjast grannt með gangi mála. Á sama tíma segir Dr. Tulsi Giri, sem er eins konar bráðabirgða-forsætisráðherra, að það komi ekki til greina að ræða um frið við maóistana. Krúnan tekur harða afstöðu gegn Deuba forsætisráðherra og gegn maóistunum. Nú er sjálfsagt lag fyrir maóistana að herða sóknina meðan krúnan er í þessari heimskulegu, þrjóskulegu klemmu. Ef þeir eru að klofna, þá hlýtur það að veikja þá og gera þeim erfiðara fyrir að nýta sér lagið þegar það gefst.
Ég veit fátt áhugaverðara en að ferðast, en samt geri ég allt of lítið af því sjálfur. Nú eru ýmsir sem ég þekki að leggja í hann í mjög spennandi ferðir ... meðan ég sit heima og lufsast yfir ritgerðinni minni. Ég vona að frá og með í vor takist mér að vera duglegri við þetta, að ferðast. Bæði innan lands og utan. Talandi um ferðalög innanlands, þá er verið að plana næstu vettvangsferð Hins íslenska tröllavinafélags. Þeir sem vilja vita af því eru hvattir til að senda félaginu tölvupóst: trollavinafelag@gmail.com ...og skrá sig. Nafn, heimilisfang (þ.m.t. póstnúmer), netfang og símanúmer. Félagsgjöld eru lág og starfsemin mjög skemmtileg.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í gær át ég niðursoðinn pottrétt og súkkulaðistykki. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hvort tveggja var framleitt árið 1990. Það var allt í algi með það. Góður árgangur.
Gleymið ekki mótmælunum á morgun. Absalútt skyldumæting. Skilti, fánar, trompetar og pottlok. Skyrfötur og mykjudreifarar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í dag er á Vantrú.net opið bréf til Egils Helgasonar vegna fyrirhugaðs viðtals hans við Karl Sigurbjörnsson í Silfri Egils á sunnudaginn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um Vantrú.net, þá er í kvöld þriðja föstudagskvöld af fjórum í fyrirlestra- og kvikmyndahátíð Vantrúar. Klukkan 20 verða sýndir tveir fyrirlestrar í Snarrót í Garðastræti 2. Phil Plaitt: "The Search for planet X" og Dan Garvin: "Adventures in Scientology" með umræðum á eftir. Ókeypis inn og allir velkomnir. Ég hvet fólk til að koma.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Frétt RÚV um íslensku hryðjuverkalögin:
SÞ: Íslensk hryðjuverkalöggjöf ónákvæm
Íslensk lög gegn hryðjuverkum eru nú undir smásjá Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Átján sérfræðingar í lögum skipa Mannréttindanefndina. Í umfjöllun nefndarinnar um íslensk hegningarlög þótti kaflinn um hryðjuverkastarfsemi ónákvæmur.
...
Mannréttindanefnd SÞ finnst íslenska löggjöfin ónákvæm og að hætta sé á að þeim lögum verði beitt gegn þeim sem mótmæla með friðsamlegum hætti. Ákvæði í lögunum kveða á um allt að lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk.

Franskur sérfræðingur SÞ í mannréttindamálum, Christine Chanet, benti íslenskum fulltrúum sem komu fyrir nefndina í vikunni á að giltu íslensku lögin gegn hryðjuverkum í Frakklandi væru margir franskir bændur trúlega dæmdir hryðjuverkamenn. Í hegningarlögum er almennt ákvæði um umferðaröryggi. Væri því beitt myndu t.d. bændur sem mótmæla kjörum sínum og aka í því skyni með heyvagn út á þjóðveg til að trufla umferð flokkast sem hryðjuverkamenn. Eða þeir sem standa að friðsamlegum mótmælum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
CRAP ARREST OF THE WEEK

For rocking against recruitment

Three anti-war students were banged up for doing a bit of light
chanting in the halls of the City College of New York to protest
against the army being at a careers fair. To stop one of the
protestors getting through their first verse, one agitated private
security guard politely smashed his head into a wall. They were
then arrested and charged with assault, resisting arrest, and
disturbing the peace. One student has also been suspended from the
University for "posing a continuing danger" while a member of
staff has also been nicked in connection with the protest. Thanks
to the Iraq war, recruitment is down for the US army, and they are
facing protests whenever they appear on student campuses.
www.campusantiwar.net

Thursday, March 17, 2005

Lýðræðislegt umboð forseta og forsætisráðherra?


Halldóri Ásgrímssyni finnst stjórnarskráin ekki vera heilagt plagg. Eigum við ekki að vera sammála honum? Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér. Annars væri hann varla forsætisráðherra. Annars hefði meirihluti Íslendinga varla kosið hann. Bíddu við, meirihluti Íslendinga kaus hann ekki! Æi, best að vera samt sammála honum. Hann ræður hvort sem er. Hverju skiptir hvort hann hefur rétt fyrir sér eða ekki? Hverju skiptir það? Það er ekki eins og hann eigi nokkur tímann eftir að skipta um skoðun. Hægrimenn tönnlast á því hvað Ólafur Ragnar Grímsson sé ómerkilegur og hvað fáir hafi nú kosið hann. Hann fékk samt margfalt fleiri atkvæði en Halldór Ásgrímsson. Ef Ólafur fær fá atkvæði og veitir Halldóri síðan stjórnarmyndunarumboð, hvaða stöðu er Halldór þá í? Hann hefur fá atkvæði á bak við sig. Hann ríkir í umboði forseta sem er líka með fá atkvæði á bak við sig. Núna þegar skítur síðasta áratugar kemur upp á yfirborðið er það Halldór sem er forsætisráðherra og fær hann á sig. Davíð Oddsson situr í skjóli í utanríkisráðuneytinu og sleppur billega. Halldóri verður slátrað í næstu kosningum. Ætli Davíð verði ekki annaðhvort forsætisráðherra næsta kjörtímabil eða utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur?
Ég hef skipt um afstöðu í máli Bobbys Fischer. Í stað þess að vera frekar sama um hvort hann fær íslenskan ríkisborgararétt eða ekki, þá hef ég ákveðið að gerast eindreginn stuðningsmaður þess að hann fái hann. Ef Bobby Fischer fær ríkisborgararétt sem einhvers konar flóttamaður, er þá ekki komið fordæmi sem gerir yfirvöldum erfiðara fyrir að meina flóttamönnum framtíðarinnar um aðgang? Með réttindi flóttamanna í huga tek ég því hér með afstöðu með því að Bobby Fischer fái hæli á Íslandi eins lengi og hann sjálfur vill.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Af öllum mönnum, Wolfowitz í Alþjóðabankann. Minnir okkur á hvaða rullu Alþjóðabankinn spilar í heimskapítalismanum og hinni nýju heimsskipan. Eitt af valdatækjum hnattrænnar valdastéttar með bandarísku valdastéttina í forystu. Vei þeim sem vill ekki vera með. Alþjóðabankinn (WB). Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF). Alþjóða viðskiptamálastofnunin (WTO). Bretton Woods-kerfið, hannað til að þrýsta á meiri einkavæðingu (=meiri gróða), minni ríkisumsvif (=minni samfélagsumsvif), minna velferðarkerfi (=minni velferð), opnari fjárfestingu (=minni samfélagslega ábyrgð kapítalista), greiðari straum auðmagns milli landa (=úr landi). Þetta and-húmaníska kerfi sem þjónar þörfum auðmagns og auðvalds. Hver gæti verið betri kandídat til að halda utan um þetta en Paul Wolfowitz?
"Wolfowitz to Rule World (Bank)" er líka góð grein.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Lesið ágæta grein þar sem borin er saman þróunin í Þýskalandi á árunum fyrir stríð og í Bandaríkjunum nú í dag.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á MSNBC er sagt:
The system the CIA relies on to ensure that the suspected terrorists it transfers to other countries will not be tortured has been ineffective and virtually impossible to monitor, according to current and former intelligence officers and lawyers, as well as counterterrorism officials who have participated in or reviewed the practice.
WELL DUH gæti maður sagt. Stofnun sem stundar ekki bara kerfisbundnar pyndingar (með útboðum og verktökum og allt) heldur rekur sérstaka skóla í listinni við pyndingar og hryðjuverk, auk þess að nota allar smugur laganna til að kalla pyndingar ekki pyndingar heldur "þrýsting á líkamlegt þol" fólks og eitthvað ... ekki með dugandi kerfi til að vernda fórnarlömb sín fyrir pyndingum? WELL DUH!

Wednesday, March 16, 2005

Björk Guðmundsdóttir segist vilja að trúarbrögð yrðu afnumin. Ég tek undir það. Gott hjá henni.
Wolfowitz tilnefndur sem forseti Alþjóðabankans. Bush segir að hann sé "brjóstgóður og heiðarlegur" ... en Bush er nú ómerkur orða sinna eins og dæmin sanna. Ég get varla hugsað mér verri kandídat en Wolfowitz til að stýra Alþjóðabankanum. Á hinn bóginn, þá býst maður við að hann verði fyrir valinu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Merkilegur annars þessi yfirlætislegi sjálfbirgingsháttur og hrokafulla stærilæti Vesturlandabúa þegar málefni þriðja heimsins eru annars vegar. Allra bragða er neytt til að hafa tangarhald á fátækum löndum svo hægt sé að arðræna þau. Fátæk lönd eru gagnrýnd fyrir að hafa spillt og óskilvirk stjórnkerfi ... en hvernig er hægt að reka skikkanlegt stjórnkerfi þegar hvorki eru til peningar né stétt menntamanna? Spilling er síðan hugtak sem getur verið vafasamt að alhæfa of mikið um. Það getur t.d. verið fín lína milli spillingar og trausts. En það er auðvelt fyrir okkur Vesturlandabúa að benda á gallana í þriðja heiminum úr þessum fullkomnu löndum okkar. Það er ekkert að hjá okkur, er það nokkuð? Við megum gagnrýna af því við erum fullkomin, ekki satt?
Bandaríkjastjórn talar um mannréttindi og alþjóðalög eins og hún standi ofar í brekku siðferðisins (e. moral high ground) en Íran, Sýrland og fleiri lönd ... kaldhæðnislegt til þess að hugsa. Ríki sem hefur hærra hlutfall af þegnum sínum á bak við lás og slá en nokkuð annað, tekur börn af lífi og starfrækir pyndingabúðir um víða veröld og hefur útboð til að finna hagkvæmasta verktakann til að sjá um pyndingarnar. Talar svo um að draga menn eins og Saddam fyrir rétt, en neita sjálfir að taka þátt í Alþjóða stríðsglæpadómstólnum og hunsa samþykktir Sameinuðu þjóðanna eins og þá lystir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Enski fundurinn í gærkvöldi heppnaðist ágætlega, held ég. Mætingin var frekar góð. Ögmundur Jónsson talaði um kúbönsku byltinguna og stöðu hennar í dag, m.a. með tilliti til Venezuela og þróunarinnar þar. Mér fannst hann flytja mál sitt skörulega og ítarlega og fróðlegt á að hlýða. Eftir tvær vikur, 29. mars, mun Valur Gunnarsson halda enska framsögu um íslensku málaliðana í Afghanistan.

Tuesday, March 15, 2005

Er ekki ógeðslegt að nota Helförina í áróðursskyni fyrir því að "tilvist Ísraels sé nauðsynleg"? Mér finnst þetta blátt áfram ósmekklegt. Helförin var nógu hræðileg, þótt hún sé ekki notuð í áróðursskyni til frekari óhæfuverka.
Það er einn svipur sem ég set oft upp, án þess að nein sérstök ástæða sé fyrir því, svipur sem ég er satt að segja ekki viss hvað þýðir. Ég hef notað hann árum saman án þess að vera viss um hvaðan hann kom upphaflega. Ég hef séð menn setja hann upp, svipað því sem ég geri, yfirleitt skeggjaða menn, og frekar tannlausa en tennta. Þennan svip er auðveldara að gera ef maður er tannlaus, en hann fer betur ef maður er vel skeggjaður.
Í gær var ég á gangi heim til mín utan úr háskóla - með svipinn góða á andlitinu - og fór yfir Hringbraut hjá Landsbókasafninu. Þar sem ég geng yfir túnið fyrir sunnan kirkjugarðinn verður mér litið upp og sjá: Ég horfðist í augu við mann með sama svip og ég. Styttan "Útlaginn" er með nákvæmlega sama svipinn. Þetta er semsagt útlagasvipurinn og verður aldrei nefndur annað hér eftirleiðis.
Í kvöld (þriðjudagskvöld) klukkan 20:00 er málfundur á ensku í Snarrót: Ögmundur Jónsson hefur framsögu um kúbönsku byltinguna og stöðuna í dag, m.a. með tilliti til gangs mála í Venezuela. Umræður á eftir. Fundurinn fer fram á ensku. Ef þið þekkið útlendinga sem eru staddir á Íslandi og vilja taka þátt í grasrótarstarfi, látið þá endilega vita. Sams konar fundir verða annan hvern þriðjudag út maí. Sjá heimasíðu Snarrótar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jón Einarsson lætur Karl Sigurbjörnsson heyra það út af þessari ljótu predikun um daginn. Orð í tíma töluð.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í gær voru víst liðin 122 ár frá því Karl Marx dó í svefni, sitjandi í hægindastól í íbúðarholu sinni í London. Í gær var líka pí-dagurinn, 14. mars, sem á ensku er táknaður 3.14 = pí.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
19. mars næstkomandi eru stærðarinnar mótmæli gegn Íraksstríðinu ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Skyldumæting fyrir þá sem eru á móti því að saklausir borgarar séu myrtir!

Monday, March 14, 2005

Ég hef komist að því að ruglið sem hefur verið hér á hliðar-dálknum á blogginu var vegna þess að templates duttu að mestu leyti út og hurfu.
Sem betur fer eru ekki nema 2 eða 3 dagar síðan ég tók öryggisafrit af þeim. Uss, en sú heppni gæti einhver sagt, en ætli maður geri ekki orð Dr. Victor von Doom að sínum: Heppni er fyrir heimskingja, sá sterki er forsjáll.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er annars nóg að gerast í félagsstörfunum. Annað kvöld klukkan 20 er fyrirlestur Ögmundar Jónssonar um nýafstaðna ferð sína til Kúbu, og umræður á eftir. Sá fundur verður á ensku og sérstaklega hugsaður til að koma til móts við þá sem eru hér á Íslandi án þess að vera of sleipir í íslensku, en vilja samt geta tekið þátt í grasrótarstjórnmálum eða hafa einfaldlega áhuga á pólitík. Þið ykkar sem lesið þetta og þekkið til útlendinga á Íslandi, endilega látið þá vita af fundinum.
Ef það er satt, sem Abbas segir, þá er þess varla langt að bíða að sprengjuárás tæti í sundur pitsustað í Tel Aviv eða strætóstoppistöð í Megiddo. Sprengjuárás skipulögð og framkvæmd af útsendurum ísraelskra hægrimanna, sem herskáum Palestínumönnum verður kennt um, og notuð sem átylla til að rústa hús, drepa fólk og hleypa öllu í bál og brand. Þess er varla langt að bíða.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér getur að líta vandaða úttekt á ástandinu í Nepal, innri og ytri aðstæðum, geó-pólitískum álitamálum, vanhugsaðri stjórnlist konungsins, styrk maóistanna en um leið mistökum sem þeir hafa gert, og þriggja hliða átökum síðustu ára.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þessi karl sem var ráðinn fréttastjóri RÚV hefði örugglega hvergi verið ráðinn nema í bananalýðveldi eins og Íslandi.

Sunday, March 13, 2005

Svona fréttir finnst mér hljóma eins og martröð ... og ég fyllist óhug við tilhugsunina um að þetta er ekki martröð, þetta er alvöru. Bandaríkjastjórn stundar kerfisbundnar pyndingar á fólki. Þetta eru mennirnir sem íslenska valdastéttin vill binda trúss sitt við. Við hin getum þá sagt okkur sjálf hvað til okkar friðar heyrir!
Hið íslenska tröllavinafélag fór í gær á slóðir Jóru tröllkonu í Ölfusi og sunnan Þingvallavatns. Skemmst er frá því að segja að ferðin heppnaðist prýðilega vel! Henni verða gerð nánari skil í næsta tölublaði Tröllafrétta, sem ætti að koma út eftir 3 vikur eða svo og er sent öllum skráðum félögum í Hinu íslenska tröllavinafélagi.

Saturday, March 12, 2005

Friday, March 11, 2005

Vantrúarsýning og ensk framsaga


Í kvöld klukkan 20:00 býður Vantrú.net í bíó. Mótmælandi Íslands verður sýndur, myndin um Helga Hóseasson, og umræður á eftir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Staðsetning: Snarrót í Garðastræti 2. Nýtið nú tækifærið að sjá þessa frábæru mynd!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á þriðjudaginn verður fundur á ensku í Snarrót, sá fyrsti í 6 funda röð. Ögmundur Jónsson heldur framsögu um hvað er að gerast á Kúbu um þessar mundir og hvernig samstarf Kúbu og Venezuela er háttað, en hann er nýkominn frá Havana. Framsagan verður, sem áður segir, á ensku, og á eftir eru umræður á ensku. Allir eru velkomnir, en fundinum er sérstaklega ætlað að koma til móts við þá sem eru ekki sleipir í íslensku. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um fundinn eða plaköt til að hengja upp til að auglýsa hann - eða segja erlendum vinum, skólafélögum eða vinnufélögum frá - mega hafa samband við mig: vangaveltur@yahoo.com og fá sent plakat um hæl.
Mér hrýs hugur við að sjá meðborgara mína fljóta sofandi að feigðarósi; keyrandi um á bensínhákum, skilja einkabílinn eftir í gangi, ferðast einn maður í hverjum bíl. Ef orkan sem fer í að framleiða olíu væri reiknuð sem kostnaður, þá væri hún töluvert mikið dýrari en hún er ... en hvers virði er náttúra fortíðarinnar? Í nafni framtíðar mannkynsins væri réttlætanlegt að taka í taumana. Þessir einkabílar eru ekkert nema bruðl og hégómi og það á eftir að reynast okkur dýrt þótt síðar verði að geta ekki drullast til að sýna smá nægjusemi.
Birgir Baldursson reit komment:
Iss, samkvæmt honum mofa okkar er ekkert mál að framleiða skyndiolíu, þetta tekur víst ekkert milljónir ára eins og við höldum.

Af hverju ætli ég trúi honum ekki?

Það er ekki skrítið að þú skulir ekki trúa honum, en reyndar mun þetta vera rétt hjá honum. Það er hægt að framleiða olíu úr lífrænum efnum og það á nokkrum klukkustundum. Og nei, þetta er ekki lausnin við vandanum. Orkan sem fæst úr þessari olíu er nefnilega miklu minni en orkan sem fer í að framleiða hana. Það voru notaðir kalkúnar í þessa framleiðslu. Það sér hver maður að ef það kostar 100X af orku að framleiða kalkúnana og 50X að vinna úr þeim olíu sem aftur má vinna úr 15X af orku, þá er það ekki gáfulegur bissness.

Já, það kann að hljóma hrokafullt að ég skuli tala svona um meðborgara mína. Það er ekki eins og líf mitt sé óháð olíu heldur. Ég reyni að vísu að nota einkabíl eins lítið og ég get (sem er lítið), en í samfélagi sem er sniðið að þörfum einkabílsins og stórneytandans er kannski ekki skrítið að flestum þyki þægilegast að geta henst á bíl út í sjoppu. Hvað fólk á eftir að sjá eftir þessu eftir nokkur ár. Við erum engu betri en dýr eða gerlar sem af fullkominni óforsjálni nýta sér allar lífsbjargir sem þau geta og drepast svo úr hungri þegar þær þrýtur. Við höldum að við séum svo merkileg, svo öðruvísi, svo æðri heimskum skepnum. Erum við það í alvörunni?
Ég geng úti á götu, og sé framundan mér kunningja minn og hann sér mig. Tveim metrum fyrir aftan hann gengur annar kunningi minn. Hann sér mig líka, en þeir þekkjast ekki. Hvað geri ég? Get ég kinkað kolli til annars en tekið hinn tali? Get ég heilsað báðum jafnt og móðgað báða með því að taka hvorugan tali? Get ég ávarpað þá báða í einu: "Sælir"? Get ég snúist á hæli, hlaupið burt og orðið aðhlátursefni eða undrunarefni beggja?
Ég þoli ekki þegar þetta gerist. Í gærkvöldi slapp ég naumlega: Rakst fyrst á frv. vinnufélaga og andartaki síðar á þessa gömlu sál en með nægilegu millibili til þess að staðan yrði alls ekkert afkáraleg. Heppni var það.

Meðal annarra frásagnarverðra atburða gærdagsins má nefna (í tímaröð):
* Hóf daginn á neytendakönnun hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og át 200 g af eintómum soðnum þorski. Það var reyndar síður en svo slæmt.
* Gekk frá lausum endum varðandi ýmislegt sem ég er að bauka.
* Fór erinda Hins íslenska tröllavinafélags og keypti fundargögn í verslun einni í Austurstræti.
* Lærði að tefla hnefatafl.
* Fékk snillinginn Þórarinn haka til að búa til þetta plakat.
* Sá Eddie Izzard. Hann var skemmtilegur. Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann Sigfússon hituðu upp. Þeir voru líka skemmtilegir.
* Tók mína fyrstu næturvakt á Grund. Það er skemmst frá því að segja, að ég lít svo á að ég sé ennþá að leita mér að nýrri vinnu.

Wednesday, March 9, 2005

Svo það sé lýðum ljóst, þá eru (misjafnlega) rótarleg komment, sem upp á síðkastið hafa birst á a.m.k. þrem bloggum, ekki verk þeirra sem nefndir eru sem höfundar. Rótarleg komment á bloggi Arnar Arnarsonar eru ekki frá mér komin, komment eignuð honum á mínu bloggi eru ekki frá honum, og a.m.k. eitt komment á bloggi Ágústar Borgþórs sem er eignað mér er ekki frá mér heldur. Ég veit ekki hver var að verki, en þætti vænt um að sá hinn sami hætti þessum barnaskap og fyndi sér eitthvað verðugra viðfangsefni en að reyna að skaprauna siðprúðum ungum mönnum.

Líbanon, Sýrland og sýndar-lýðræðishreyfingar á mála hjá Vesturveldunum

Í Morgunblaðinu í dag var sýnt frá stærðarinnar mótmælum í Beirút, þar sem Líbanir mótmæltu veru sýrlenska hersins í Líbanon. Þar kom ekki fram hvaða Líbanir þetta voru né hvers vegna þeir voru að mótmæla veru sýrlenska hersins.

a) Þetta voru líbanskir maronítar (það er kristin kirkjudeild), sami þjóðfélagshópurinn og myndaði Falange, dauðasveitirnar sem frömdu massakerið í Sabra og Shatilla 1982, undir verndarvæng ísraelska hersins og á ábyrgð þáverandi varnarmálaráðherra Ísraels, Ariels Sharon. (Athugið nafnið "Falange" - þetta er sama og "falangistar", flokkur Francos og fasista hans í spænska borgarastríðinu. Falange er m.ö.o. fasistaflokkur.)
b) Það sem þeir hafa á móti veru sýrlenska hersins er hann heldur hlífiskildi yfir Hizbollah-samtökunum og öðrum hreyfingum shííta-múslima, sýrlenski herinn heldur ísraelska hernum í skefjum, og vera sýrlenska hersins kemur í veg fyrir að kristnir fasistar í Líbanon geti gert Líbanon að leppríki Bandaríkjanna og Ísraels og hrakið líbanska múslima og palestínskt flóttafólk af höndum sér eða brotið á bak aftur.
c) Í Serbíu, Georgíu og nú síðast Úkraínu hafa, eftir fjöldamótmæli, náð völdum vel skipulagðar vestrænt-hallar stjórnmálahreyfingar sem eru fjármagnaðar frá Bandaríkjunum (og að einhverju leyti frá öðrum vesturveldum). Sams konar hreyfing hefur ítrekað reynt að ná völdum í Venezuela. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi and-sýrlenska hreyfing hefur stuðning frá Bandaríkjunum (og Ísrael).

Þessar hreyfingar eiga það sameiginlegt að gefa sig út fyrir að vera lýðræðissinnaðar þjóðfrelsishreyfingar, en eru í raun ekki nema Bandaríkja- eða Vesturveldasinnaðar hreyfingar í valdastéttinni á hverjum stað. Þetta lítur voða fínt út: Þúsundir marsera á götum Kíev til að Jústsénkó geti orðið forseti. Til hvers? Til þess að snúa Úkraínu meira til vesturs, til þess að opna hana fyrir vestrænu heimsvaldafjármagni, til þess að tryggja Vesturveldunum strategískt betri stöðu í Úkraínu en þau áður höfðu og til þess að gera óvinunum erfitt fyrir. Þessar hreyfingar útmála sig sem framsæknar hreyfingar lýðræðis og þjóðfrelsis, en eru í raun afturhaldssamar hreyfingar auðvalds og landráða.
Skiptið Úkraínu út fyrir Líbanon, eða Serbíu eða Georgíu. Sama má segja um Venezuela, nema hvað stjórnin sem sótt er að þar er talsvert framsækin, öfugt við hinar.
Nú hefur líbanska þingið útnefnt nýjan forseta, sem er hallur undir Sýrlendinga. Hvað næst? Munu átök brjótast út að nýju? Ég býst við að það sé hætt við að það gerist, án þess svo sem að ég viti það. Altént verður mikið um að vera í Líbanon næstu vikurnar, og það lítur út fyrir að í augnablikinu sé það Sýrland sem er í sigti heimsvaldasinna.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Stefán Pálsson bloggar líka um Líbanon. Lesið það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Moldavíu var Kommúnistaflokkurinn að vinna stóran sigur í þingkosningum. Evrópusambandið segir að kosningarnar hafi í aðalatriðum gengið heiðarlega fyrir sig, Bandaríkjastjórn segir að það hafi verið hnökrar á þeim. Nú er ég ekki kunnugur Kommúnistaflokki Moldavíu, og get satt að segja ekki sagt að ég vænti mikils af honum. Engu að síður verður fróðlegt að fylgjast með. Kannski að eitthvað jákvætt komi út úr þessu.
Hryðjuverkaforinginn Pútín og kónar hans fagna dauða Mashkadovs, leiðtoga chechenskra aðskilnaðarsinna. Hann fellur sem píslarvottur eins og forveri hans Dudayev. Hver verður næstur? Ætli Shamil Basayev taki við forystunni? Ég er hræddur um að Mashkadov sé ekki síðasti sonurinn sem Chechenía fær að gráta áður en hún vinnur frelsi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ríkisstjórn Bretlands vinnur að því hörðum höndum að breyta landinu í lögregluríki. Í haust stóð ég á brautarpalli á King's Cross-St. Pancras lestarstöðinni og át samloku. Ég tók eftir því að skammt frá mér, í nokkurra metra hæð, var klasi af eftirlitsmyndavélum. Þær voru það margar að klasinn minnti á furuköngul í laginu. Ég fór að líta í kring um mig og telja hvað ég sæi margar myndavélar frá handahófskenndum sporunum sem ég stóð í. Ég sá 26 stykki. Það er best að það sé fylgst náið með okkur. Svo vondu kallarnir meiði okkur ekki. Grýla gæti tekið okkur. En hvað ef það eru í raun vondu kallarnir sem eru hinu megin við myndavélarnar? Hvað ef þeir eru að fylgjast með okkur svo þeir eigi auðveldara með að stjórna okkur?
Ég þoli ekki hvað borgaralegar bjána ríkisstjórnir á Vesturlöndum beita í sífellu í hæsta máta reaktífum, rangsælum aðferðum til að "leysa málin". Fyrir hverjum er verið að passa okkur? IRA? Al Qaeda? Hvers vegna skyldu þeir hafa áhuga á að gera okkur mein til að byrja með? Vegna þess að breska stjórnin kúgar Norður-Íra og stundar óvægna heimsvaldastefnu í Miðausturlöndum? Hvernig væri þá að bægja ógninni burt með því að hætta að búa hana til?
Hálfvitar!

Tuesday, March 8, 2005

Það er rétt að minna á vettvangsferð Hins íslenska tröllavinafélags, sem verður farin á laugardaginn. Þeir sem hafa áhuga á að koma með þurfa að láta vita ekki seinna en á morgun, 9. mars, í netfangið trollavinafelag@gmail.com.
Aslan Mashkadov er dauður. Fallinn, í bardaga við rússneska hermenn.
Að undanförnu hafa verið að birtast á ýmsum bloggum komment eignuð mér, og einnig komment á þessu bloggi eða hinu blogginu mínu, eignuð fólki sem ég veit ekki hvort hefur skrifað þau í alvörunni eða ekki. Ég held að ég nenni ekki að velta mér meira upp úr þessu. Ef einhver hefur ekkert betra að gera en dylgja um mig, þá býst ég við að hann geri það bara.
Í dag er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti og af því tilefni er opinn fundur kl.17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Ég er hræddur um að ég komist ekki á þetta.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þessi könnun fór framhjá mér. 64% landsmanna óánægð með kvótakerfið og 65% vilja leggja það niður.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Einhverjir húmoristar eru að setja komment á mínu nafni á kommentakerfi á blogg hjá öðru fólki. Svei mér fyndið.
Það er hægt að sjá á netinu viðtal Egils Helgasonar við Elías Davíðsson um 11. september, sem var í Silfri Egils á sunnudaginn var. Ég hvet fólk til að horfa á það...
Það er athyglisvert að sjá hvernig morðinu á Rafiq Hariri er snúið upp í reiði gegn Sýrlendingum. Það er vægast sagt ólíklegt að þeir hafi framið það. Þessi atburðarás virðist frekar hafa verið sett af stað af óvinum þeirra til þess að grafa undan stöðu Sýrlands. Líbönsku fasistarnir fljótir að snúa sér til Ísraela.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

GPS-tæki í alla bíla svo það verði auðveldara að fylgjast með okkur?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Greinarnar á Popular Mechanics og Above Top Secret eru víst ekki eins pottþéttar og mér sýndist í fyrstu. Sú sem er á Popular Mechanics er meira að segja skrifuð af náfrænda ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum. Ég var, með öðrum orðum, kannski fullfljótur á mér.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Biskup Íslands er ekki spar á eitrið í nýjustu predikun sinni. Lesið þetta óráðsíuhjal, 5. og 6. efnisgrein virðast henta best til þess að meiða og særa þá sem vilja hafa trúfrelsi á Íslandi.

Sunday, March 6, 2005

Íslensk menning og Örn Arnarson


Íslensk menning kallast blogg sem haldið er úti af Erni Arnarsyni. Það virðist sem einhver húmoristi sé að kommentera hjá honum, copy/peista texta af blogginu mínu og skrifa svo fangamarkið mitt, V.V., undir. Skrítið. Skrítið að einhver skuli vera að nenna að leika mig í fíflagangi á annars manns bloggi. Þar við bætist að á mínu bloggi hafa verið að birtast dularfullar athugasemdir, undirritaðar í nafni þessa sama Arnar. Fyrst fangamark mitt og textar frá mér, saklausum manninum, birtast á hans bloggi, skyldi þá hans nafn og texti vera birt á sama hátt og án þess að hann sé með í ráðum? Ætli einhver húmoristi sé að gera at í okkur báðum? Já, þetta er svei mér skrítið.
Ef einhver kann skýringar á þessu eru þær vel þegnar.
Matti hefur svarað færslu minni frá því í gærkvöldi. Skoðið svar hans áður en lengra er haldið. Svo það komi fram, þá hef ég engan áhuga á hlutverki dogmatistans í svona umræðum. Matti skrifar „Ef menn vilja endilega trúa því að bandaríska leyniþjónustan standi á bak við hryðjuverkin 11. september nenni ég ekki að eyða endalausri orku í að sannfæra þá um annað.“ Ég skil það vel. Ég vil ekki trúa því að bandaríska leyniþjónustan standi á bak við árásirnar, enda snýst þetta mál ekki um trú í mínum huga. Margar efasemdaraddir hafa heyrst og ýmislegt í opinberu sögunni hefur hlotið harða gagnrýni. Maður hlýtur að taka tillit til þess sem er sagt og um leið til rakanna sem eru færð. Gild rök á ekki að þurfa að endurtaka ef allt er með felldu.
Matti skrifar:
Það eru nokkrar staðreyndir í þessu máli. Staðreyndir sem er búið að sanna yfir allan vafa. Þessar helstar.
* Fjórum farþegaþotum var rænt þann 11. september 2001.
* Tveimur var flogið á tvíburaturnana, einni á Pentagon og hin þriðja hrapaði eftir að farþegar höfðu reynt að ná völdum yfir henni.
* Saddam Hussein stóð ekki á bak við árásirnar.
Þeir sem neita þessu þrátt fyrir að hafa kynnt sér málið eru, að mínu hógværa mati, haldnir ranghugmyndum. Það er hægt að efast um ýmislegt í þessu máli, en svo eru ákveðin mörk. Þetta er komið langt út fyrir þau mörk.

Ég hef hingað til efast um að farþegaflugvél hafi verið flogið á Pentagon. Sá efi er hins vegar ekkert dogma fyrir mér, og ekki stendur á mér að kannast við góð mótrök þegar ég heyri þau. Matti vísar í ítarlega grein á AboveTopSecret.com. Þessi grein er nokkuð löng, en ég hvet fólk eindregið til að lesa hana. Í henni eru færð rök fyrir því að Boeing 757 hafi í raun lent á Pentagon eins og stjórnvöld segja, og margt hrakið af því sem efasemdamenn hafa haldið fram. Þetta er góð grein og að henni lesinni held ég að ég geti fallist á að farþegaflugvél hafi í raun flogið á Pentagon. Já, það eru ennþá sandkorn í tannhjólunum, en nei, ein og sér duga þau varla til að vísa aðalatriðunum á bug.

Enn skrifar Matti:
Stórkoslegar fullyrðingar krefjast stórkostlegra sannana. Það gildir einnig í þessu máli. Sannanirnar benda allar í eina átt, samsæriskenningarnar allt aðra.

Ég vil hér benda á eitt: Skýring Bandaríkjastjórnar á atburðum 11. september er líka samsæriskenning. Ef efasemdamenn hafa rangt fyrir sér um atriði á borð við hvort farþegaflugvél hafi flogið á Pentagon eða ekki, þá er vitanlega ekki þar með hrakið annað í kring um þetta. Auk þess eru fleiri álitamál en bara sjálfar árásirnar, en þau eru svo sem ekki til umræðu hér.

Matti skrifar:
Spurningin er kannski, hvað dugar til að sannfæra þá er aðhyllast samsæriskenningar um 11. september, að atburðarrásin hafi verið eins og opinbert er talið?

Ég get sagt hvað dugar til að sannfæra mig um annað - sannanir. Bara einhverjar helvítis sannanir. Ekki endurtekningar á bulli sem margoft hefur verið sýnt fram á að er rangt.

Ég tek heils hugar undir þetta: Þegar sýnt hefur verið fram á að eitthvað sé rangt, þá á vitanlega ekki að halda áfram að endurtaka það. Ekki ef menn eru í leit að sannleikanum. Gagnrýnin sannleiksleit græðir á öllum gildum rökum og sennilegum tilgátum, en reynir ekki að sýna fram á fyrirfram gefna niðurstöðu. Þeir sem neita að trúa öðru en því sem stendur í blöðum eru á jafnhálum ís og þeir sem tortryggja allt sem stendur í þeim.

„Róttæklingar gætu gert margt gáfulegra við tíma sinn“ segir Matti, frekar en að gleyma sér í tæknilegum atriðum varðandi 11. september. Ég tek undir það. Í mínum huga eru það heldur ekki tæknilegu atriðin sem skipta höfuðmáli. Ég get vel fallist á að farþegaflugvél hafi flogið á Pentagon en ekki Global Hawk, að eldflaug hafi ekki komið við sögu og ýmislegt annað. Reyndar er varla við öðru að búast. Þegar menn á annað borð fyllast tortryggni er í sjálfu sér ekki skrítið að þeir „komist að“ einhverju sem reynist ekki vera á rökum reist. Það er gott, þegar rangar fullyrðingar eru hraktar, því þá komast menn nær því að vita hið rétta. Þetta gildir um fullyrðingar, óháð því hvort þær eru settar fram af stjórnvöldum eða einhverjum öðrum.

Nú gefum við okkur að þetta sé satt og rétt:
* Fjórum farþegaþotum var rænt þann 11. september 2001.
* Tveimur var flogið á tvíburaturnana, einni á Pentagon og hin þriðja hrapaði eftir að farþegar höfðu reynt að ná völdum yfir henni.
* Saddam Hussein stóð ekki á bak við árásirnar.


Enn eru opnar spurningar á borð við þessar: Hver skipulagði þessi ódæðisverk? Hver framdi þau? Hver vanrækti skyldur sínar? Hvað gekk mönnum til? Hver hagnast? Hvernig verða grunsamleg viðskipti með hlutabréf í flugvélögunum skýrð? Hvernig verða grunsamlegar millifærslur milli CIA (USA), ISI (Pakistan) og al Qaeda skýrð? Hvernig tengist Mossad (Ísrael) atburðum þessa örlagaríka dags? Hvers vegna hafa bandarísk stjórnvöld gert rannsakendum erfitt fyrir? Hvers vegna voru rústir WTC hreinsaðar burt áður en tími gafst til að rannsaka þær gaumgæfilega?
Spurningarnar eru fleiri, en ég ætla ekki að fara nánar út í þær að sinni.

Saturday, March 5, 2005

Bókamarkaður í Perlunni og tröllavinir


Ég fór í dag á bókamarkað í Perlunni og gerði góð kaup. Fór eftir það á stjórnarfund í Hinu íslenska tröllavinafélagi.

Hið íslenska tröllavinafélag er komið með heimasíðu sem að vísu er bara til bráðabirgða, en þó ágæt sem slík. Slóðin er www.trollavinafelag.blogdrive.com og eins og menn ættu að vita núna, er félagið einnig með netfang: trollavinafelag@gmail.com.

Önnur vettvangsferð Hins íslenska tröllavinafélags


verður farin laugardaginn 12. mars. Farið verður á slóðir Jóru tröllkonu milli Selfoss og sunnanverðs Þingvallavatns.
Jóra tröllkona var í upphafi mennsk stúlka úr Flóanum og var uppi á tólftu öld (sumir segja tíundu). Faðir hennar átti hest í hestaati, og fór hann halloka fyrir hinum hestinum. Jórunn trylltist þá, vatt sér inn í hringinn og reif læri undan hinum hestinum. Viðstaddir skelfdust, en Jórunn reif upp jarðfast bjarg, kastaði út í Ölfusá og stiklaði síðan yfir ána, þar sem síðan heitir Tröllkonuhlaup, einnig nefnt Jóruhlaup. Jórunn spretti úr spori uns hún kom upp í fjallið Hengil, sunnan Þingvallavatns, og þar lagðist hún út í helli og varð hin versta viðskiptis og mörgum að bana. Á endanum tókst manni einum að ráða henni bana.

Á þetta svæði er förinni heitið. Fyrst á Selfoss og svo eftir þjóðvegi 360, sem liggur upp á Mosfellsheiði. Jóruhlaup, Jórukleif, Jórusöðull, Jórutindur og aðrir staðir sem tengjast sögunni verða heimsóttir. Það verður lagt snemma í hann og hver og einn hefur með sér nesti. Eins og gefur að skilja vitum við ekki enn hvernig veðrið verður, en við fylgjumst með veðurfréttum og búum okkur vel. Góðir skór skipta miklu ef gengið er á Jórutind eða eitthvað upp í Hengilinn. Hlý föt, góðir skór, þurrir sokkar og nesti. Annað eftir þörfum hvers og eins.

Í síðustu ferð tókum við strætó, en um þjóðveg 360 gengur enginn strætó. Við þurfum því að vita með nokkrum fyrirvara hversu margir ætla með, svo við getum farið á farartæki við hæfi. Þeir sem ætla að koma með þurfa að tilkynna það eigi síðar en að morgni miðvikudags 9. mars.

Best er að fólk hafi samband við félagið: trollavinafelag@gmail.com og tilkynni þátttöku netleiðis. Fólk er velkomið þótt það sé ekki með í félaginu. Þátttökugjaldi verður stillt í hóf: Aðeins 900 kr. fyrir borgandi félagsmenn, 1100 fyrir aðra. Hægt verður að borga félagsgjald á staðnum (1500 kr.) og jafnvel ganga í félagið, þeir sem það vilja.
Fólk er hvatt til að láta sjá sig í þessari skemmtilegu ferð!

Í alvöru, látið vita tímanlega ef þið ætlið með, svo við verðum á nógu stóru farartæki til að rúma alla! 9. mars, ekki seinna!

Aðeins um ellefta september tvöþúsund og eitt


Í Silfri Egils á morgun, sunnudag, verður Elías Davíðsson meðal gesta og talar um 11. september 2001, og efasemdir um opinberar skýringar á atburðum þess örlagaríka dags.

Opinbera sagan um atburði dagsins, sem Bandaríkjastjórn hefur haldið fram og allir þekkja, hefur verið gagnrýnd af ýmsum. Menn hafa látið í ljósi margvíslegar efasemdir um réttmæti hennar, talið hana ýmist ófullnægjandi, ótrúverðuga eða beinlínis tortryggilega. Skiljanlega hefur efasemdamönnum stundum verið róðurinn þungur, og hafa margir orðið til þess að mótmæla þeim.

Ég vil ekki líta á umfjöllunina um 11. september eins og fótboltaleik, þar sem formælendur opinberu sögunnar og formælendur efasemdamanna eru eins og tvö lið og annað liðið hlýtur að vinna, hitt að tapa. Þvert á móti: Gagnkvæm gagnrýni, svo lengi sem hún er á málefnalegu, heiðarlegu og jarðbundnu nótunum, skilar okkur nær sannleikanum.
Matti Á. er einn þeirra sem hafa mótmælt efasemdamönnum. Um daginn bloggaði hann færslu um 11. september sem ég hvet fólk til að lesa áður en lengra er haldið. Matti vísar í skrif Elíasar Davíðssonar um 11. september, sem ég hvet fólk líka til að lesa. Auk þess er texti sem, að vísu, er talsvert lengri, en einnig mikilvægur að lesa, sem er grein á Popular Mechanics.

Efasemdamenn hafa tekið fyrir fjölda atriða sem þeim hafa þótt tortryggileg, haldið fram veikleikum í opinberu sögunni, bent á óeðlileg hagsmunatengsl, óeðlileg vinnubrögð, hvernig stjórnvöld hafa lagt stein í götu rannsakenda, hvernig ýmis tæknileg atriði eru vafasöm og hvernig áróðri hefur verið beitt til hins ítrasta.
Aðrir hafa tekið fyrir og hrakið ýmislegt sem haldið hefur verið fram af efasemdamönnum, og tekið annað fyrir án þess að geta hrakið það. Eftir stendur að sum gagnrýnin virðist hafa verið ástæðulaus og færst of mikið í fang, meðan önnur gagnrýni er óhrakin og tortryggnin virðist vera á rökum reist.


Ég ætla aðeins að tjá mig um það sem Matti skrifaði síðast um þetta. Matti segir Elías „fabúlera“ og að skrif hans um 11. september séu „margtuggið kjaftæði“ og ég verð að segja að mér finnst málflutningur Matta um þetta mál gjarnan líta út fyrir að hann sé ákveðinn ísvona sé þetta, opinbera skýringin sé, a.m.k. í aðalatriðum, rétt, og að menn fabúleri og tyggi upp kjaftæði þegar þeir tjá efasemdir sínar. Svona kemur þetta mér fyrir sjónir og vona að mér fyrirgefist að segja það umbúðalaust.

Ég skrifaði komment á færslu Matta. Ég skrifaði:
Það er margt gruggugt við 11. september. Þegar menn fara að sökkva sér í atburði þess örlagaríka dags er hins vegar auðvelt að gleyma sér og sjá merki um eitthvað óeðlilegt þar sem engin merki eru. Gagnrýnin hugsun þarf að virka í báðar áttir: Þótt margt sé gruggugt varðandi 11. september er ekki þar með sagt að það sé allt gruggugt við hann, eða að allar hugmyndir sem efasemdamenn hafa séu sannar. Mál efasemdamanna hafa verið reifuð ítarlega, og þótt ekki sé allt á rökum reist eru samt nógu margar stoðir eftir undir málinu til að það standi. Þessi grein á Popular Mechanics er að sönnu vel þess virði að lesa hana, og í henni kemur ýmislegt fram sem menn hljóta að leggja hlustir við, en engu að síður hrekur hún alls ekki allan málflutning efasemdamanna.
Matti svaraði mér:
en engu að síður hrekur hún alls ekki allan málflutning efasemdamanna.
Ekkert mun hrekja allan málflutning efasemdarmanna í þessu máli.
Það er kjarni málsins.
...og ég svaraði aftur:
Kjarni málsins er sá að það er í alvörunni ýmislegt í kring um 11. september sem er tortryggilegt, svo ekki sé meira sagt. Það er full ástæða til að beina ljóskösturunum gagnrýninnar að því sem fór fram þann dag. Full ástæða til þess. Ef það eru alvarlegir brestir í opinberu sögunni, þá ber okkur að berja í brestina og reyna að komast nær sannleikanum.

Fyrir nokkrum árum skrifaði Matti aðra færslu, um árásina á Pentagon, sem hann vísar í sjálfur. Vegna þess að hann tekur fyrir nokkra punkta ætla ég að taka sömu punkta fyrir:
Fullyrðingar um að ekkert brak af vélinni sé á staðnum eru rangar.
Ég er ekki kunnugur fullyrðingum um að ekkert brak af flugvél hafi verið á svæðinu. Hins vegar er brakið sem sést á myndinni ekki endilega brak úr farþegaflugvél. Það er þarna brak úr fljúgandi tæki sem fór í Pentagon, en er þar með sagt að þar sé um að ræða farþegaflugvél? Nei. Nei, og reyndar mun þetta brak á myndinni ekki passa við farþegaflugvélina sem á að hafa flogið á Pentagon. Það samsvarar ekki neinu stykki af henni. Þetta stykki eykur m.ö.o. ekki trúverðugleika farþegaflugvélar-sögunnar, heldur dregur úr honum.
Matti skrifar:
Vitni. Tugir ef ekki hundruðir manna urðu vitni að því þegar vélin flaug inn í bygginguna.
Já. En athugum eitt: Allir nágrannar Reykjavíkuflugvallar kannast við gnýinn þegar þotur fljúga yfir miðbæinn. Þessi gnýr fer ekki framhjá neinum þótt hann sé nokkur hundruð metra í burtu frá sjálfri vélinni. Það fer engum sögum af þotugný í meintri farþegaflugvél, og það þótt hún hafi næstumþví sleikt bílþökin í (með ólíkindum kröppu) aðfluginu að Pentagon. Að auki verður að segjast um sjónarvottana, að (a) þegar flugvél á nokkur hundruð kílómetra hraða flýgur framhjá manni í lítilli fjarlægð þá sér maður henni bregða fyrir, ekki meir og að (b) það er vel þekkt í sálfræði, hvernig minni fólks getur brenglast af því sem það býst við að það eigi að muna, og af áhrifum af þeim sem yfirheyra það.

Matti skrifar:
Af hverju sést ekkert brak af flugvélinni á vefnum hér fyrir ofan? Vegna þess að myndirnar eru teknar þar sem ekkert brak sést og vegna þess að þegar flugvél flýgur í jörðina verður yfirleitt ekkert mikið af auðþekkjanlegu braki eftir. Gera má svo ráð fyrir að töluvert af brakinu hafi lent í eldhafinu. Þrátt fyrir allt þetta er fullyrðingin um að ekkert brak hafi verið á vettvangi röng.
Vegna þess að myndirnar eru teknar þar sem ekkert brak sést? Augljóslega sést ekki brak á mynd sem er tekin þar sem ekkert brak sést. Þessi mynd segir því lítið. Það hefði verið nær að koma með mynd þar sem brak sæist. Eini gallinn við þær er að þær frekar fáu myndir sem eru til sýna ekki brak úr farþegaflugvél! Þegar farþegaflugvél kemur fljúgandi og brotlendir, þá gufar hún ekki upp. Það verður kannski lítið eftir af auðþekkjanlegu braki þegar hún springur í háloftunum, en þegar hún lendir í heilu lagi framan á húsi, þá er það barnalegt að halda að hún hverfi bara. Það ætti ekki að gera brakinu mikið til þótt það hafi lent í eldhafinu, enda er bræðslumark á áli mun hærra en svo að það bráðni í brennandi flugvélabensíni eða öðru kolefniseldsneyti.
Þess má auk þess geta, að eldhafið leit ekki út eins og við mætti búast af eldkúlu af brennandi kolefniseldsneyti, heldur var það áþekkara sprengingu, sem hagar sér mikið öðruvísi. Fá hús í veröldinni eru jafnvel vöktuð með myndavélum og Pentagon. Samt sögðu yfirvöld í fyrstu að engar myndir hefðu náðst af flugvélinni. Það var seint og síðarmeir dregið til baka, og nokkrar myndir birtar – en á engri þeirra sást vélin sjálf! Það er engu líkara en að þær hafi verið valdar sérstaklega úr til þess að ekki sæist í það sem flaug á Pentagon!
flugvélin flaug ekki beint inn í bygginguna, heldur lenti á stéttinni rétt fyrir framan hana.
Fyrir framan staðinn sem flogið var á er ekki stétt heldur grasflöt. Það sést á grasflöt þegar farþegaflugvél plægir sig ofan í hana. Það hafði engin farþegaflugvél plægt sig ofan í þessa grasflöt.

Ég veit ekki hvað Matti nennir að elta ólar um atburði hins 11. september 2001, en fyrst hann vekur máls á þessu sé ég mig knúinn til að svara honum eftir minni bestu vitund. Ég skil vel að mönnum finnist málflutningur efasemdamanna pirrandi, enda er hann (málflutningurinn) oft óvæginn, oft hefur maður heyrt einhverju haldið fram, þar sem of mikið er færst í fang, en síðast en ekki síst er hreint og beint óþægilegt til þess að hugsa að stjórnvöld séu að hylma yfir með glæpamönnum af verstu sort, eins og voru að verki 11. september. Það er fjarska eðlilegt að bregðast við eins og Matti og aðrir gera, og mótmæla efasemdamönnunum. Gagnrýni sem er á rökum reist er vitanlega af hinu góða, og þannig hefur líka verið hrakið ýmislegt sem haldið hefur verið fram um 11. september. Ýmislegt, en margt stendur óhrakið.

Þá, sem eru forvitnir um málflutning efasemdamanna, skora ég á að koma í Snarrót í Garðastræti næst þegar myndin Painful Deceptions er sýnd. Í henni er tekið fyrir margt varðandi 11. september, og sýnt fram á að það væri með hreinustu ólíkindum að það gæti staðist í alvörunni. Mörg atriði. Já, eftir því sem ég best veit hafa sum þeirra verið hrakin. Sum. Önnur hafa verið gagnrýnd án þess að vera hrakin með óyggjandi hætti, og önnur hafa hreint ekki verið hrakin. Ég skora á þá sem eru forvitnir um þetta að koma í Snarrót næst þegar Painful Deceptions er sýnd. Ég mun tilkynna það hér á bloggi mínu (kannski víðar) um leið og ég veit dagsetningu.

Friday, March 4, 2005

Í kvöld býður Vantrú.net í bíó:

Fyrirlestra- og kvikmyndahátíð Vantrúar


Í kvöld klukkan 21 sýnum við tvo fyrirlestra í húsnæði Snarrótar að Garðastræti 2. Þetta eru The Search for Planet X með Phil Plait svo talar Dan Garvin um Vísundarkirkjuna í fyrirlestri sem nefnist Adventures in Scientology.
Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Búast má við umræðum í kjölfarið.

Þess vil ég einnig geta, að á undan sýningunni, eða klukkan 19:00, er fjáröflunarkvöldverður í Snarrót. Aðeins skitinn þúsundkall fyrir góðan mat, góðan málstað og góðan félagsskap. Upplagt að fá sér vel að éta og horfa svo á athyglisverða fyrirlestra Plaits og Garvins á eftir!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eins og reikna mátti með er mikill þrýstingur á Sýrlendinga eftir morðið á Hariri um daginn. Líbanska stjórnarandstaðan biðlar til Ísraela og Abdullah krónprins Saúdi-Arabíu þrýstir á Sýrlendinga líka. Hver hagnast? Ísraelar hagnast á því að Sýrlendingar séu veiktir. Sama má reyndar segja um fleiri. Bandaríkjamenn bíða eftir hálmstrái til að pikka fæt við Sýrland. Saúdi-Arabar eru í liði með Bandaríkjastjórn og þar með Ísraelum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Öryggi fremur en lýðræði. Fólk sem berst gegn reykingum er í sjálfu sér að berjast fyrir góðan málstað. Ekki dettur mér í hug, í alvöru talað, að bera blak af reykingum. Það gefur mér samt ekki heimild til að banna öðrum að stunda þær. Hvaða rétt hefur maður til að skipta sér af því sem kemur manni ekki við?

Thursday, March 3, 2005

Evrópusambandið og Bandaríkin deila vegna vopnasölubanns gegn Kína. Ef á einhverju landi ætti að vera vopnasölubann, þá eru það Bandaríkin.
Annað tölublað Tröllafrétta er komið út og var borið út í dag!
Davíð og Halldór tönnlast á því að auðvitað séu Íslendingar engir alvöru þátttakendur í Íraksstríðinu, en hvað er þá þetta? Íslenska ríkið splæsir stórfelldum hergagnaflutningum til Íraks, á kostnað þjóðarinnar. Fyrst íslenska þjóðin á að borga brúsann af þessu, þá er nú það minnsta sem hægt er að fara fram á, að hún hafi eitthvað um þetta að segja. "Öryggi" í Írak, talar Davíð um. Eins og Írak verði öruggara með því að fá fleiri byssur!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um skammsýna íslenska stjórnmálamenn, hvernig dettur þeim í hug að selja grunnnetið með Símanum? Eða bara að selja Símann til að byrja með? Eða Landsvirkjun? Mér finnst með ólíkindum að þessum körlum haldist uppi að selja vinum sínum eignir þjóðarinnar fyrir spottprís. Alveg með ólíkindum!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er grein eftir bróður minn á Vinstri.is.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er verið að þróa huliðsskykkju. Ég skil hvers vegna hergagnaframleiðendur og herforingjar sleikja út um.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Al-Hakim erkiklerkur í Írak, sem leiðir shííta-listann sem vann kosningarnar nú í janúar, er um þessar mundir einn þyngst metandi maðurinn í íröskum stjórnmálum. Erkiklerkurinn vill að lög hins nýja Íraks verði í samræmi við sharía, lög íslams:
There are three points: first, that there must be a respect for the Islamic identity. Second, that Islam is the official religion of the state. Third, that there should not be any law that violates Islam.

Afleit hugmynd. Ríki eiga að vera sekúlar. Afhelguð, veraldleg. Trúarbrögð og stjórnmál eru hvort öðru óviðkomandi. Trúfrelsi fyrir alla, en trú er einkamál.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jose-Maria Sison er hinn umdeildi formaður maóistaflokks Filippseyja (CPP) og býr í útlegð í Hollandi. Ramsey Clark hitti hann að máli og eftir tveggja tíma fund styður Clark að CPP verði tekinn af lista yfir hryðjuverkasamtök.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um daginn var stungið upp á söngvaranum Bono úr U2 sem næsta bankastjóra monstersins World Bank. Nú hefur önnur tilnefning borist: Paul Wolfowitz.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Gaddafi hittir naglann á höfuðið: Öryggisráðið er ólýðræðislegt. Svo ekki sé meira sagt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ósoneyðing yfir Íslandi.