Thursday, March 17, 2005

Ég hef skipt um afstöðu í máli Bobbys Fischer. Í stað þess að vera frekar sama um hvort hann fær íslenskan ríkisborgararétt eða ekki, þá hef ég ákveðið að gerast eindreginn stuðningsmaður þess að hann fái hann. Ef Bobby Fischer fær ríkisborgararétt sem einhvers konar flóttamaður, er þá ekki komið fordæmi sem gerir yfirvöldum erfiðara fyrir að meina flóttamönnum framtíðarinnar um aðgang? Með réttindi flóttamanna í huga tek ég því hér með afstöðu með því að Bobby Fischer fái hæli á Íslandi eins lengi og hann sjálfur vill.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Af öllum mönnum, Wolfowitz í Alþjóðabankann. Minnir okkur á hvaða rullu Alþjóðabankinn spilar í heimskapítalismanum og hinni nýju heimsskipan. Eitt af valdatækjum hnattrænnar valdastéttar með bandarísku valdastéttina í forystu. Vei þeim sem vill ekki vera með. Alþjóðabankinn (WB). Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF). Alþjóða viðskiptamálastofnunin (WTO). Bretton Woods-kerfið, hannað til að þrýsta á meiri einkavæðingu (=meiri gróða), minni ríkisumsvif (=minni samfélagsumsvif), minna velferðarkerfi (=minni velferð), opnari fjárfestingu (=minni samfélagslega ábyrgð kapítalista), greiðari straum auðmagns milli landa (=úr landi). Þetta and-húmaníska kerfi sem þjónar þörfum auðmagns og auðvalds. Hver gæti verið betri kandídat til að halda utan um þetta en Paul Wolfowitz?
"Wolfowitz to Rule World (Bank)" er líka góð grein.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Lesið ágæta grein þar sem borin er saman þróunin í Þýskalandi á árunum fyrir stríð og í Bandaríkjunum nú í dag.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á MSNBC er sagt:
The system the CIA relies on to ensure that the suspected terrorists it transfers to other countries will not be tortured has been ineffective and virtually impossible to monitor, according to current and former intelligence officers and lawyers, as well as counterterrorism officials who have participated in or reviewed the practice.
WELL DUH gæti maður sagt. Stofnun sem stundar ekki bara kerfisbundnar pyndingar (með útboðum og verktökum og allt) heldur rekur sérstaka skóla í listinni við pyndingar og hryðjuverk, auk þess að nota allar smugur laganna til að kalla pyndingar ekki pyndingar heldur "þrýsting á líkamlegt þol" fólks og eitthvað ... ekki með dugandi kerfi til að vernda fórnarlömb sín fyrir pyndingum? WELL DUH!

No comments:

Post a Comment