Monday, March 21, 2005

Ísraelskir landtökumenn grýttu íslenska þingmenn í Hebron. Í Hebron er landtökubyggð þar sem búa einhverjir ofstækisfyllstu landtökumenn á öllum herteknu svæðunum: Kiriyat Arba heitir sú. Ég spyr mig hvort þeir hefðu kastað grjóti, hefðu þeir vitað að þetta væru þingmenn? Fullorðnir landtökumenn að espa krakkana upp í að kasta hnullungum ... það var heppni að enginn skyldi meiðast, og í ljósi þess má telja þessa þingmenn reynslunni ríkari, að hafa séð þessa ribbalda grímulausa. Það er líka athyglisvert að allir íslensku stjórnmálaflokkarnir eigi þarna fulltrúa ... nema Sjálfstæðisflokkurinn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"To those who have called me a coward I say that they are wrong, and
that without knowing it, they are also right. They are wrong when they
think that I left the war for fear of being killed. I admit that fear was
there, but there was also the fear of killing innocent people, the
fear of putting myself in a position where to survive means to kill, there
was the fear of losing my soul in the process of saving my body, the
fear of losing myself to my daughter, to the people who love me, to the
man I used to be, the man I wanted to be. I was afraid of waking up one
morning to realize my humanity had abandoned me." - Sgt. Camilo Mejia,
who served one year in prison for refusing to return to fight in Iraq.
He was released from prison Feb. 15, 2005.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef ég reikna með því að í Reykjavík búi 110.000 manns og í London 10.000.000, og að á mótmælin á laugardaginn hafi mætt 500 hérna en 50.000 þar, þá var mætingin hérna 1/200 af íbúatölu Reykjavíkur og 1/220 í London. Þá eru úthverfi ekki talin með.

No comments:

Post a Comment