Thursday, January 26, 2017

Í kvöld: Opinn fundur um verkalýðsráðstefnuna í Mumbai

Frá heimsráðstefnunni í Mumbai gegn stríði, arðráni og óöryggri vinnu sem haldin var 18.-20. nóvember 2016

Opinn fundur þar sem kynnt verður nýafstaðin alþjóðaráðstefna í Mumbai á Indlandi. Þar komu saman fulltrúar hundruða verkalýðsfélaga og stjórnmálaflokka frá öllum heimsálfum og ræddu stöðu og horfur verkalýðsbaráttu í heiminum.
Framsögumaður verður Jean Pierre Barrois, sem sat ráðstefnuna, ásamt Pierre Priet. Þeir eru frá franska blaðinu La Tribune des travailleurs (Verkalýðsblaðinu) og Parti ouvrier indépendant démocratique (POID) (Sjálfstæða lýðræðis-verkalýðsflokknum)
Fundurinn verður í MÍR-salnum, Hvefisgötu 105, fimmtudagskvöld 26. janúar og hefst kl. 20:00. Hann fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Að fundinum standa Alþýðufylkingin og Menningar- og friðarsamtökin MFÍK
*

Friday, January 6, 2017

Þingreynsla og typpi

Af forsíðu Fréttablaðsins í dag (sjá frétt):
Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu.

Benedikt Jóhannesson hefur ekki þingreynslu. Það hefur Þorsteinn Víglundsson heldur ekki. Það er ekki spurt um það. En kannski skiptir það ekki máli. Hver þarf þingreynslu þegar hann hefur typpi?