Thursday, March 3, 2005

Davíð og Halldór tönnlast á því að auðvitað séu Íslendingar engir alvöru þátttakendur í Íraksstríðinu, en hvað er þá þetta? Íslenska ríkið splæsir stórfelldum hergagnaflutningum til Íraks, á kostnað þjóðarinnar. Fyrst íslenska þjóðin á að borga brúsann af þessu, þá er nú það minnsta sem hægt er að fara fram á, að hún hafi eitthvað um þetta að segja. "Öryggi" í Írak, talar Davíð um. Eins og Írak verði öruggara með því að fá fleiri byssur!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Talandi um skammsýna íslenska stjórnmálamenn, hvernig dettur þeim í hug að selja grunnnetið með Símanum? Eða bara að selja Símann til að byrja með? Eða Landsvirkjun? Mér finnst með ólíkindum að þessum körlum haldist uppi að selja vinum sínum eignir þjóðarinnar fyrir spottprís. Alveg með ólíkindum!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er grein eftir bróður minn á Vinstri.is.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er verið að þróa huliðsskykkju. Ég skil hvers vegna hergagnaframleiðendur og herforingjar sleikja út um.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Al-Hakim erkiklerkur í Írak, sem leiðir shííta-listann sem vann kosningarnar nú í janúar, er um þessar mundir einn þyngst metandi maðurinn í íröskum stjórnmálum. Erkiklerkurinn vill að lög hins nýja Íraks verði í samræmi við sharía, lög íslams:
There are three points: first, that there must be a respect for the Islamic identity. Second, that Islam is the official religion of the state. Third, that there should not be any law that violates Islam.

Afleit hugmynd. Ríki eiga að vera sekúlar. Afhelguð, veraldleg. Trúarbrögð og stjórnmál eru hvort öðru óviðkomandi. Trúfrelsi fyrir alla, en trú er einkamál.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jose-Maria Sison er hinn umdeildi formaður maóistaflokks Filippseyja (CPP) og býr í útlegð í Hollandi. Ramsey Clark hitti hann að máli og eftir tveggja tíma fund styður Clark að CPP verði tekinn af lista yfir hryðjuverkasamtök.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um daginn var stungið upp á söngvaranum Bono úr U2 sem næsta bankastjóra monstersins World Bank. Nú hefur önnur tilnefning borist: Paul Wolfowitz.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Gaddafi hittir naglann á höfuðið: Öryggisráðið er ólýðræðislegt. Svo ekki sé meira sagt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ósoneyðing yfir Íslandi.

No comments:

Post a Comment