Monday, October 30, 2017

AÐ LOKNUM KOSNINGUM -- HELDUR BARÁTTAN ÁFRAM

Það væri tilgerðarlegt að láta eins og ég væri ánægður með atkvæðafjölda Alþýðufylkingarinnar í fyrradag. En reyndar er ég alls ekki sleginn heldur. Eins og margkom fram í kosningabaráttunni, vinnast sigrar alþýðunnar ekki með atkvæðafjölda heldur í fjöldabaráttu, og Alþýðufylkingin er ekki háð kosningum eins og borgaralegir flokkar.
Það eru samt sigrar að (a) Alþýðufylkingin hafi haldið velli og ekki látið stuttan frest slá sig út af laginu, (b) málstaður okkar hafi komist þónokkuð áleiðis þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til þess að þagga niður í okkur, (c) félögum í flokknum hefur snarfjölgað.
Með öðrum orðum: Okkar barátta heldur áfram -- strax í dag. Verkefnin framundan eru m.a. að stofna svæðisfélög í Norðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi; funda með þeim félögum sem hafa bæst við nýlega og eiga eftir að bætast við á næstunni og skipuleggja uppbyggingu flokksins. Þá er ekki langt í sveitarstjórnarkosningarnar nk. vor -- en í millitíðinni mörg önnur verkefni.
Þannig að við getum verið sátt við okkur sjálf, og farið brött inn í veturinn.
Vésteinn Valgarðsson

Wednesday, October 25, 2017

Alþýðufylkingin: kosningabaráttan í algleymingi

Ég hef lítið skrifað hér undanfarið. Bloggið er víst á undanhaldi, eins og svo margt annað, eftir að Facebook kom og ruddi borðið.
Þið sem þetta lesið eruð víst flest á Facebook. Ég er kominn þangað og mun lítið blogga hér í framtíðinni.
Skoðið vefrit Alþýðufylkingarinnar: Neistar.is -- það er vefrit sem bragð er að.