Tuesday, July 19, 2011

Range Rover-æðið

Mér finnst Range Rover ekki einu sinni flottir bílar.

Monday, July 18, 2011

Sælir eru ríkir: Vísa

Arnaldur Bárðarson lýsir því á forsíðu Fréttablaðsins í dag (og á Vísi) hvað það sé miklu betra að vera prestur í Noregi. Þar er hann víst á tvöfalt hærri launum en hér, bílalánið sanngjarnt og síðast en ekki síst miklu minna að gera í vinnunni, færra fólk með sorgarsögur. Mér finnst þetta skondin lesning, í ljósi atvinnugóðmennis-ímyndarinnar sem prestarnir reyna að skapa sér.

Flýja prestar skulda sker,
skapa glæstan frama.
Gleðjast flestir eða er
aðeins næstum sama.

Uppskeruhátíð Grasagarðsins 27. ágúst

Ég hlakka til að fara á uppskeruhátíð Grasagarðsins í Laugardal laugardaginn 27. ágúst næstkomandi, kl. 13. Ég er meira að segja að hugsa um að mæta snemma, jafnvel taka snúning í Húsdýragarðinum áður er uppskeruhátíðin hefst. Tvímælalaust áhugaverðarsti atburður dagsins.

Friday, July 1, 2011

Karlmenn = nauðgarar?

Ég sé/heyri það stundum í umræðunni um kynferðisofbeldi, að karlar þurfi að hætta að nauðga. Í frétt RÚV af yfirstandandi Nei-átaki er vitnað í rannsókn sem segir að 13% kvenna verði fyrir nauðgunum eða tilraunum til nauðgana, sem er hrikaleg tala. En síðan er dæminu stundum snúið við. Í viðtali í DV í dag rifjar Halla Gunnarsdóttir upp hitafund í VG, þar sem hafði verið sagt að 10-20% karla væru nauðgarar, eins og maður heyrir stundum sagt.

En ætli það sé svo? Ætli sé óhætt að draga þá ályktun, að fyrst 13% kvenna verða fyrir kynferðisofbeldi, þá fremji þarafleiðandi 13% karla kynferðisofbeldi? Að hver nauðgari nauðgi semsagt bara einni konu? Ég hefði haldið að maður sem á annað borð nauðgar, geri það oftar en einu sinni. Og meðalfjöldi nauðgana á geranda þarf ekki að vera hár til þess að heildarfjöldinn fari niður í lítið brot af þessum 13%.

Ég kannast ekki við að nauðganir séu viðurkennd hegðun meðal karla, en ég kannast við að vinahópar hafi útskúfað nauðgurum. Yfirlýsingar um að karlar séu nauðgarar eiga heima í sama flokki og yfirlýsingar um að blökkumenn séu eiturlyfjasjúklingar. Það er varla hægt að taka því öðruvísi en sem móðgun. Allavega er það umræðunni ekki til framdráttar. Því að hvað kallar maður karlmann sem nauðgar? Karlmann? Nei, maður kallar hann nauðgara.