Thursday, July 23, 2020

Innanlandsferðirnar

Eg hef undanfarin ár ferðast af kappi innanlands. Sumarið 2018 tók ég fyrir byggðir Suðurlands og 2019 Vesturlands. Það var mjög margt sem ég komst ekki yfir, en líka mjög margt sem ég náði að skoða. Í ár er fókusinn á Norðurland.  Og 2021 ætla ég að þræða Austurland eftir megni.
Ég geri mér fullvel grein fyrir að það er óraunhæft að dekka heilan landsfjórðung á einu sumri, og er heldur ekki að reyna það. Bara "þurrka upp" sem flesta staði og koma sem víðast. Ég merki inn á landakort með svörtum doppum staði sem ég er búinn að koma á. En það verða auðvitað nægir staðir eftir fyrir seinni tíma heimsóknir.
Í árferðinu núna, er eins og allir séu á faraldri um landið og samfélagsmiðlarnir eru fullir af þessu. Ég nenni ekki að taka þátt í því. Ég mun því lítið fjalla um eigin ferðir hér, á Facebook eða á Snapchat.