Monday, March 14, 2005

Ég hef komist að því að ruglið sem hefur verið hér á hliðar-dálknum á blogginu var vegna þess að templates duttu að mestu leyti út og hurfu.
Sem betur fer eru ekki nema 2 eða 3 dagar síðan ég tók öryggisafrit af þeim. Uss, en sú heppni gæti einhver sagt, en ætli maður geri ekki orð Dr. Victor von Doom að sínum: Heppni er fyrir heimskingja, sá sterki er forsjáll.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er annars nóg að gerast í félagsstörfunum. Annað kvöld klukkan 20 er fyrirlestur Ögmundar Jónssonar um nýafstaðna ferð sína til Kúbu, og umræður á eftir. Sá fundur verður á ensku og sérstaklega hugsaður til að koma til móts við þá sem eru hér á Íslandi án þess að vera of sleipir í íslensku, en vilja samt geta tekið þátt í grasrótarstjórnmálum eða hafa einfaldlega áhuga á pólitík. Þið ykkar sem lesið þetta og þekkið til útlendinga á Íslandi, endilega látið þá vita af fundinum.

No comments:

Post a Comment