Friday, October 8, 2004

Óhugnanlegar fréttir frá Egyptalandi! Ekki færri en 23 Ísraelar myrtir í sprengingu ... það setur að manni óhug.





Ayatollah Sistani hvetur fylgismenn sína til að taka þátt í kosningunum í janúar. Það hlýtur að þýða að hann viðurkenni quislingastjórn Íraqs með einhverjum hætti? Eða ætli hann sé bara svona praktískur? Það gæti svosem verið.



Fór í gærmorgun á fund við dr. Joseph Gerson, sem hélt fyrirlestur í Reykjavíkurakademíunni í hittifyrrakvöld. Sá fundur var í Snarrót í Garðastrætinu og var um margt fróðlegur. Karlinn er áhugaverður að ræða við, þótt ég sé ekki sammála honum um allt, en hann virðist hafa einhverja tilhneigingu til að misskilja mig. Nema þá að ég oftreysti sjálfum mér svona í talaðri ensku?

~~~~~~~~~~~~~~~~~



Lesið svo hvernig Bandaríkin nota Ísrael sem lepp til að hóta Sýrlendingum og hvernig stalínistaflokkur Indlands styður Congress-flokkinn og afvegaleiðir alþýðuna.

No comments:

Post a Comment