Thursday, October 28, 2004

Meðan "friðardúfan" Sharon talar fjálglega um að draga ísraelska herinn út af Gazaströnd, hvað er þá verið að gera þar á meðan? 17 drepnir og 80 særðir (sem vitað er um) í Khan Younis flóttamannabúðnuum. Ég minni á hollráð Uris Avnery, driffjaðrar í Gush Shalom: Hlustið ekki á það sem Sharon segir heldur fylgist með því sem hann gerir.

Talandi um Palestínu, þá er Arafat fárveikur. Það er skiljanlegt að hann hiki við að leita sér læknishjálpar út fyrir Ramallah, þar sem óvíst er að hann eigi afturkvæmt þangað ef hann fer þaðan. Þetta hlýtur að vekja með manni vangaveltur. Arafat er hinn óumdeildi leiðtogi Palestínumanna. Hvað mundi gerast ef hann félli frá? Ég vil varla hugsa þá hugsun til enda, en óneitanlega kemur fljótt upp í hugann innbyrðis borgarastríð meðal Palestínumanna. Það er nú það eina sem vantar. Fyrir alla spillingu Palestínsku heimastjórnarinnar, þá er frekar líklegt að ennþá afturhaldssamari öfl yrðu sigursæl í slíku borgarastríði. Vonandi væri hægt að afstýra því.

Palestínumenn vantar öfluga fjöldafylkingu með skýra marxíska sýn á ástandið. Það vantar Ísraela líka. Reyndar vantar þá þessa fylkingu sameiginlega og hún yrði að vera samsett úr fólki af öllum þjóðernum og trúflokkum á svæðinu.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Lítið á Gagnauga: Áhugaverðar fréttir og ný grein um 11. september.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Í gær lenti ég í nokkru sem ekki hendir mann oft. Ég var að lesa greinina "Guerilla attacks increase as US forces continue air raids against Fallujah" á World Socialist Web Site, þar sem segir: "On Sunday, “Camp Victory”, a major US base near the airport, was mortared. Ed Seitz, an agent with the US Bureau of Diplomatic Security, was killed and an unspecified number of people wounded." "Ed Seitz," hugsaði ég, "Seitz ... hvar hef ég heyrt þetta nafn áður." Allt í einu rann upp fyrir mér: Í febrúar síðastliðnum las ég grein í blaðinu Global Outlook, "Interrogation at the US Border" eftir John nokkurn Clarke. Hann er Kanadamaður og var að fara til Bandaríkjanna til að halda fyrirlestur, en var vísað til baka eftir margra klukkutíma yfirheyrslu (greinin er annars stórmerkileg og ég mæli með að fólk lesi hana). Þar segir [leturbreyting mín]:
After about an hour and a half, a man entered the 'controlled reception' area that I was being kept in and passed by me into the inner offices. He was carrying a big folder and a pile of files. It struck me that he carried them the way a highly skilled worker might carry his or her precision tools. He spent some time in discussion with the local officers and then I was brought into an interrogation room to deal with him. He introduced himself and gave me his card. His name was Edward J. Seitz of the State Department of the United States Diplomatic Security Service and his rank was Special Agent. I found him to be an impressive and fascinating character.


Ég hafði séð þetta nafn áður, þetta er þessi sami Seitz!! Það var mjög einkennileg tilfinning þegar þetta rann upp fyrir mér. (Hin opinbera tilkynning um dauða þessa Seitz er hér.)



(Ég vil svo benda fólki á að lesa aftur tilkynningarnar tvær hér beint að neðan; þetta eru merkisviðburðir sem fólk ætti ekki að láta sig vanta á.)

No comments:

Post a Comment