Thursday, October 28, 2004

Ein af betri tilfinningum sem ég þekki er sú, þegar manni tekst að rifja upp vísu sem maður kann/kunni en hefur gleymt. Best er að liggja yfir henni heilan dag og svo allt í einu muna hana. Ein sem ég rifjaði upp með ærnum erfiðismunum er þessi:

Öslaði gnoðin, beljaði boðinn,

bungaði voðin, Kári söng.

Stýrið gelti, aldan elti,

inn sér hellti um borðin löng.


Það varð mér náttúrulega til happs hvað innrímið er mikið.

Mér tókst að rifja eina upp í gær, hún er svona:

Frá Eyrarbakka í Selvog

er það mældur vegur:

Átján hundruð áratog,

áttatíu og fjegur.


...frábær vísa, alveg frábær.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~



Ég vil óska Arngrími Vídalín til hamingju með að hafa öðlast hlutdeild í fagnaðarerindinu Reykjavik Times -- og í tilefni dagsins bæti ég við link hjá sjálfum mér á þennan merkilega font sem allir ættu að hafa -- það er að segja, allir áhugamenn um forneskjulega stafsetningu.

No comments:

Post a Comment