Tuesday, October 12, 2004

Ég er að verða svartsýnni á að ég hafi það á þennan Frjálshyggjufélagsfund um verkföll.



Tékkið á þessu flotta myndbandi!



Ég held mér hafi farist ágætlega orð á Töflunni áðan. Læt það fljóta hér líka, til gamans:

Aðalgallinn við þjóðernishyggju er þessi: Fólk notar hana til að láta eins og það sé öðruvísi og merkilegra en annað fólk, þegar það er það ekki í alvörunni. Þessi hugsunarháttur á rót sína að rekja til þess að fólk á í vandræðum með sína eigin sjálfsmynd og finnst það vanta hóp til að tilheyra og til að finna "sense of belonging". Þessi þörf, að tilheyra einhvejrum hóp, er manninum eðlileg sem samfélagsveru. Þjóðernishyggja er hins vegar skrumskæling á þessari náttúrulegu þörf, og lætur fólki finnast annað fólk vera öðruvísi - yfirleitt hættulegt eða óæðra. Þegar fólk er farið að nota þetta til að skerða mannréttindi annars fólks er komið í óefni og þá er kominn tími til að segja stopp.

Þjóðernishyggjan er ennfremur notuð af valdastéttinni til þess að láta okkur horfa á stéttarbræður og -systur sem óvini. Vinnandi menn tilheyra sömu stétt, sama hvaða þjóð þeir tilheyra eða hvernig þeir eru á litinn. Stéttin ákvarðar hagsmuni þeirra í stéttaþjóðfélaginu. Þegar fólk skilur að hagsmunir þess liggja með stéttarsystkinum hvar sem er í heiminum, þá er fólk komið á bragðið með stéttarvitundina. Hún er byggist að miklu leyti á sömu samheyrileikakenndinni, en í stað þess að sameina náttúrulega andstæðinga (atvinnurekendur og launamenn) þá sameinar hún náttúrulega bandamenn og er framsækin vegna þess að hún stuðlar þannig að framvindu stéttabaráttunnar og þar með mannkynssögunnar.

Ef maður rýnir á bak við orðskrúðið, órökin, tilfinningasemina, innrætinguna, smásálarskapinn og fyrirlitninguna, sést að þjóðernishyggja er fjarskalega innantóm stefna. Svörin sem hún veitir við áleitnum spurningum ungra róttækra manna eru röng svör, svör sem þeir vilja heyra frekar en svör sem eru rétt. Þjóðernishyggja fróar hégómagirnd manna með því að láta eins og þeir séu merkilegri en þeir eru vegna þess að þeir tilheyri einhverri merkilegri þjóð. Það er vitanlega fjarstæða. Þjóðernishyggja byggist á fjarstæðu.

No comments:

Post a Comment