Sunday, October 31, 2004

Áðan var Snarrót í Garðastræti opnuð með viðhöfn. Ég kom seint á seramóníuna og sat lengi eftir að henni lauk formlega. Kontrabassaleikarinn Dean Farrell spilaði og félagi hans, sem ég veit því miður ekki hvað heitir, flutti ljóð. Fleiri tónlistarmenn komu nú fram, en ég missti af þeim. Farrell og félagi hans voru afar góðir. Ég hafði einu sinni séð þá áður -- það var á síðustu opnun Snarrótar. Það var við hæfi, þegar þeir voru að fara, að Farrell sagði "Just call me next time you open." ....



Á eftir leit ég niður í Suðurgötu þar sem Reykjavíkurdeild Ungra Vinstri-grænna stóð fyrir tónleikum. Höfuðstöðvar VG að Suðurgötu 3 verða framvegis ekki kallaðar annað en "Vinstra-grenið" af mér. Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að nota þessa nafngift líka, ég ehf ekki einkaleyfi á henni. A.m.k. ekki ennþá.





Á forsíðu Fréttablaðsins 30. október er mynd af þrem íslenskum málaliðum að koma heim frá Afghanistan. Þessir menn, og félagar þeirra í Málaliði Íslands eiga náttúrulega eftir að fá fálkaorðuna og slá endanlega botninn úr þeirri forneskju. Ég er ekki viss hvað þeim var í huga á myndinni, en klæddir voru þeir bolum og á bringunni stóð: Chicken Street - "Shit Happens". Það er nú gott að einhver skuli hafa húmor fyrir sjálfsmorðsárásum þar sem fólk týnir lífi. Ég er ekki í þeim hópi.





Ég bíð eftir því að kunnugir sýni fram á að þetta nýjasta myndband af (meintum) Ósama bin Laden sé fölsun. Annars vil ég benda fólki á að lesa sjálft hvað hann hefur að segja í myndbandinu og taka sjálft afstöðu til þess.

No comments:

Post a Comment