Monday, October 25, 2004

Halldór Ásgrímsson talar digurbarkalega um þátttöku Íslands í ógeðfelldu hernámi Afghanistans. Það er búið að stofna íslenska málahersveit og senda hana á átakasvæði, einkennisklædda og vopnaða, og svo eru menn hissa á að það sé ráðist á hana. Halldór segir að "við Íslendingar" höfum tekið þessa ákvörðun og að "við Íslendingar" munum ekki láta slá okkur út af laginu. Ég Íslendingur var aldrei spurður, né heldur yfirgnæfandi meirihluti annarra Íslendinga. Það voru sjálfumglöðu hægrimennirnir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson -- kannski í samráði við einhverja útlendinga, ég veit það ekki -- sem ákváðu það sjálfir. Þeir geta trútt um talað, hvaða ábyrgð bera þeir? Ég veit það ekki, en ekki ætla ég að deila henni með þeim.

Hernám Afghanistans er herfilegt og íslensku málaliðana ætti að draga heim á stundinni. Halldór og Davíð ættu að skammast sín. Ég mundi ekki sýta það heldur þótt þeir segðu af sér í leiðinni. Þeir láta eins og þeir séu óhræddir við að taka áhættu -- en það geta þeir ekki sagt nema vegna þess að þeir eru einmitt ekki að taka neina áhættu! Eru þeir í Kabúl með byssukúlur fljúgandi yfir hausamótunum?

Ég verð nú samt að slá einn varnagla við. Þessir málaliðar í Kabúl (sem eru m.a. að gæta einnar stærstu uppskipunarflughafnar ópíums í veröldinni) fá 1.000.000 kr. á mánuði í laun. Strákum boðið í tindátaleik á bankastjóralaunum. Hver mundi hafna slíku gylliboði? Svo koma þeir heim ... ætli þeir verði ánægðir með 150.000 á mánuði í byggingarvinnu eftir að hafa fengið milljón á mánuði fyrir tindátaleik?

En árásin á þá? Hún er auðvitað fréttnæm, en er í alvöru hægt að býsnast yfir því að ráðist sé á málaliða í herteknu landi? Málaliða sem koma fúsir og frjálsir í þeim tilgangi að beina skotvopnum að heimamönnum? Ég bara spyr.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Flæmskur hægriöfgaflokkur mælist með mest fylgi í Belgíu.* "Flokkurinn vill að Flæmingjaland fái sjálfstæði," segir á vef Morgunblaðsins. Fyrst ástæða er til að taka fram að flokkurinn sé yst á hægri brún stjórnmálanna, ætli hann sé þá ekki að áforma eitthvað ljótara en sjálfstætt Flæmingjaland? Annars stendur mér ekki á sama um þennan aukna byr sem hægriöfgamenn hefa verið að fá í seglin. Þetta er ávísun á vandræði og borgaralegir pólítíkusar vestrænna auðvaldsríkja virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, né hafa mikil tök á að snúa dæminu við.

Hvers vegna? Vegna þess að þetta er eðlileg afleiðing kapítalisma. Þegar harðnar á dalnum er fólki stíað sundur svo það taki ekki höndum saman um að halda sínu gagnvart valdastétt og auðvaldi. Því er meðal annars stíað sundur með rasisma. Svarið við nationalisma er internationalismi: Alþjóðleg samstaða vinnandi fólks gegn kúgurum sínum. Þetta svar mun seint koma frá borgaralegum atvinnupólítíkusum Vesturlanda, og því mun þjóðernishyggjan halda áfram að vega þungt, svo lengi sem auðvaldið ræður ríkjum.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~

11 menn drepnir á Gazaströndinni og ekki heyrist múkk í umheiminum.

1 comment:

  1. Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
    Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
    Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
    Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og einkaeign. Hafðu samband við okkur
    Netfang: atlasloan83@gmail . com
    whatsapp / hangout + 14433459339
    Atlasloan.wordpress.com

    ReplyDelete