Tuesday, October 19, 2004

Bush undirritar lög sem greiða fyrir mannúðaraðstoð til Norður-Kóreu -- og ég er viss um að það hangir eitthvað á spýtunni. N-Kórea á kjarnorkuvopn. Hvernig sigrar maður óvin sem á kjarnorkuvopn? Innanfrá. Hvernig kemst maður innfyrir borgarmúra sjúklega tortryggins óvinar sem er með augun hjá sér og skjöldinn á lofti? Með Trójuhesti. Ég sé fyrir mér hallarbyltingu í N-Kóreu, þar sem hershöfðingjar - sem Bandaríkjamenn hafa styrkt - taki völdin, drepi Kim Chong-il og boði svo "þíðu" í samskiptum við Vesturlönd. Mannúðaraðstoðin gæti þá virkað sem dulbúningur utan um stuðning Bandaríkjamanna við væntanlega valdaræningja.

~~~~~~~~~~~~~~~~~

Stóri bróðir boðar stafræn fingraför 2006. Ég er ánægður með að hafa látið endurnýja vegabréfið mitt nýlega þannig að ég er með "hreint" vegabréf í mörg ár enn...

~~~~~~~~~~~~~~~~~

Department of Homeland Security í BNA er sammála mér um hættuna á "hryðjuverkaárás" í Bandaríkjunum.

Fyrst er fullyrt að Ósama bin Laden vilji engan síður á forsetastóli en George W. Bush. Síðan er fullyrt að þess vegna muni bin Laden reyna árás rétt fyrir kosningar til að spilla kosningunum. Hins vegar þarf ekki félagsfræðing eða múg-sálfræðing til að segja fyrir um hvað gerist ef mannskæð árás er gerð á Bandaríkin: Það verður lýst yfir neyðarástandi, Bush "gengur skörulega til verks" og lætur "hryðjuverkamennina" hafa það óþvegið (t.d. með loftárás á Sýrland?) og bandarískur almúginn kýs hann aftur í hrifningu sinni (eða, réttara sagt, kýs hann í fyrsta sinn).

Ósama er sagður útsmoginn og klár. Hann getur reiknað þetta dæmi eins og ég og aðrir. M.ö.o. það gengur ekki allt upp við þetta. Einhver er að ljúga. Mannskæð árás mundi auka sigurlíkur Bush. Bush og kónar hans hafa sýnt það í verki hvernig þeir er innrættir. Þeir eru til alls líklegir.

Talandi um Bush, þá sá ég þessa frétt. Þetta sem stóð út úr bakinu á Bush í kappræðunum við Kerry og talsmenn hans sögðu að væri bara brot í jakkanum, það sést líka á mynd með þessari frétt, þar sem Bush er í stuttermabol! Hvað er karlinn með á bakinu??? (Ég veit það ekki, en David Icke kom upp í hugann og kenningar um að Bush og fleiri séu í raun eðlumenn sem fari hamförum og dulbúist sem fólk til að ráða heiminum....)

No comments:

Post a Comment