Thursday, October 7, 2004

Það gleður mig að sjá athyglina sem jaðrakaninn er að fá. Jaðrakan er meðal minna uppáhalds fugla og all-algengur í sumarbústað þeim sem ég varði hálfri bernsku minni í. Fyrir þá sem ekki vita, eru hljóð hans skemmtileg og auðþekkjanleg. Hann talar nefnilega mannamál. Fyrir utan ýlfur sem hann gefur oft frá sér segir hann þrennt:

„Vadd'útí“ (Vaddu út í)

„Vatvotur“ (Varðstu votur?)

„Vittúðér“ (Vittu úr þér)

Þvílíkur snillingur, jaðrakaninn. Svo er hann fallegur líka.



Talandi um fallega fugla, þá var ansvíti fallegur haförn í fréttum Sjónvarpsins. Það er ekki laust við að hann sé glæsilegur...





Við Ragnarök er sagt að gali „sótrauður hani fyr sölum Heljar“ -- í allt kvöld var ég að reyna að muna hvað sá hani hét. Kemur það ekki örugglega fram einhvers staðar? Í öllu falli verð ég afar ánægður ef einhver getur sagt mér nafn hans.



Úgghh... ég held annars að ég hafi drukkið hálfri koníaksflösku of mikið í gærkvöldi ... er ennþá með í maganum, auk þess sem mig svimar...

No comments:

Post a Comment