Monday, October 18, 2004

Í Snarrót, Garðastræti 2, verður sýnd mynd um uppruna kristindómsins og tengsl hans við aðra sólguðadýrkun, stjörnuguðfræði og neyslu vímuefna: Pharmacratic Inquisition - Christianitys Darkest Secrets Revealed

Miðvikudaginn 20. október í Garðastræti 2, kl. 20:00, ókeypis aðgangur.




~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~



Terroristarnir í Beslan voru ekki bara terrorista, þeir voru einnig dópistar skv. þessari frétt. Ég tek því með fyrirvara þegar er talað um terrorista eða dópista. Það eru til ofbeldismenn og það eru til fíklar, en þessi hugtök, terroristi og dópisti eru stimplar sem eru settir á menn til að auðkenna þá sem óvini. Sem menn sem hafa fyrirgert rétti sínum til að teljast venjulegir menn. Svona stimplun er hættuleg og svo auðvelt að láta hana stjórna orðræðunni - og hugsuninni - að ég tel fulla ástæðu til að forðast hana. "Terroristi" er bara grýlu-nafngift stjórnvalda fyrir ofbeldismenn sem berjast gegn þeim, "dópisti" er grýlu-nafngift áhyggjufullra foreldra, lögreglu og annarra fyrir fólk sem er svo ólánssamt að ánetjast fíkniefnum. Ofvirkum eða þunglyndum manni er kannski gefið rítalín og þá á það að heita allt í lagi af því hann er "veikur". Ef fíkill tekur rítalín, er þá nokkuð eins mikill munur og af er látið? Fíkillinn er líka sjúklingur. Hvers vegna er farið með hann eins og glæpamann?

Þriðji stimpillinn sem má muna eftir er stimpillinn "einræðisherra". Hvers vegna er Lukasjenko í Hvíta-Rússlandi ekki kallaður einræðisherra heldur forseti? Hvers vegna er Musharraf hershöfðingi í Pakistan kallaður forseti en ekki einræðisherra? Hvers vegna voru Milesovic eða Saddam Hussein kallaðir einræðisherrar en ekki forsetar? Er einræðisherra = þjóðhöfðingi í óvinaríki?



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~



Ég vildi að ég hefði komist á European Social Forum í London. Komst því miður ekki.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~



"Markaðsvirði KB banka 330 milljarðar króna" -- það er meira en milljón á haus fyrir allt Ísland. Hvernig getur íslenskur banki átt svona ofboðslega mikið? Er þetta bara einhver "útrás" til nágrannalanda sem skilar svona óhemjumiklum hagnaði? Mér finnst vera skítalykt af þessu. (Annars vil ég benda fólki á að kynna sér hvernig bankakerfið virkar -- þ.e. kynna sér þær hliðar þess sem sjaldan eru í sviðsljósinu. Það er m.a. hægt í þessari grein og þessari á heimasíðu Jóhannesar Bjarnar, Vald.org.) Kannski er ekki allt sem sýnist.

No comments:

Post a Comment