Tuesday, October 5, 2004

Fundurinn í Norræna húsinu áðan var stórfróðlegur og hyggst ég skrifa nokkur vel valin orð um hann, en hef því miður ekki tíma til þess í augnablikinu. Talandi um fundi, þá er annar fundur í kvöld, ekki síður merkilegur. Úr fréttabréfi SHA:

Minnt er á áður boðaðan fyrirlestur Dr. Josephs Gersons í ReykjavíkurAkademíunni annað kvöld kl. 20, "Arrangements for the 21st Century: U.S. Empire, Full Spectrum Dominance, and Common Security" eða “Viðbúnaður á nýrri öld: Heimsveldið Bandaríki Norður-Ameríku, yfirráð á öllum sviðum - og öryggi almennings”.

Áhugafólk um utanríkismál, friðarmál og sér í lagi það fólk sem vill fræðast um andófið í Bandaríkjunum gegn hernaðar- og yfirgangsstefnu Bushstjórnarinnar ættu ekki að láta þennan fyrirlestur framhjá sér fara.

Nánari upplýsingar má nálgast á Friðarvefnum, www.fridur.is, sem er með virkara móti um þessar mundir.




Lítið á þessi merki:



"Guð er ekki til" merkið var gert að frumkvæði undirritaðs. Ég get núna stoltur skartað svona merki. Kosta symbólskan 50-kall hjá Vantrú.net (pokinn er í mínum fórum sem stendur).



Ég held ég panti nokkrar vel valdar bækur í nokkrum eintökum til að dreifa þeim. Já, það gæti verið sniðugt.



Keypti áðan nokkur hundruð metra af snæri. Ætla að vera við öllu búinn þegar Peak Oil dynur á.

No comments:

Post a Comment