Thursday, October 28, 2004

Ég er ennþá að klóra mér í höfðinu vegna hans Ed Seitz. Mikið finnst mér þetta merkilegt. Það er sjaldan sem maður hefur "þekkt til" fólks sem síðan fellur í bardaga eða þannig. Seitz þessi, svo einn georgískur málfræðingur sem ég kynntist lítillega, sem síðan féll í bardaga. Þá var ísraelskur hermaður sem skoðaði vegabréfið mitt og ég er nokkuð viss um að hafi fallið í sjálfsmorðsárás skömmu síðar. Ég veit ekki með þá Palestínumenn sem ég kynntist úti; ég veit um afdrif svo fárra þeirra að ég bara hreinlega veit ekki. Einn þekki ég reyndar, sjúkraflutningamann, sem ísraelskir hermenn börðu í klessu ekki löngu eftir ða ég kom heim, en reyndar án þess að drepa hann.









~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Þökk sé Óla Gneista er ég með "Klavier" með Rammstein á heilanum. Ég þoli ekki að vera með lög á heilanum. Þetta er þó skárra en lútersku sálmarnir sem ég er venjulega með.... (Bíðandi eftir strætó, blístrandi "Allt eins og blómstrið eina" og þannig...)

No comments:

Post a Comment