Friday, October 15, 2004

Í DV um daginn var viðtal við Ásgeir Hannes Eiríksson, frv. þingmann Borgaraflokksins, og, að því er best verður séð af þessu viðtali, rasista. Hann kveðst ætla að stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram til þings (og, að mig minnir, í sveitarstjórnarkosningum líka) -- með það að aðalaugnamiði að "taka á málum nýbúa" og eitthvað þannig. Það þarf ekki að orðlengja það, hvað mér finnst um svona plön. Ég bendi á grein Sigurðar Hólm og umræður eftir hana.

Alla vega, við hlið viðtalsins var mynd af Ásgreiri. Hann var með derhúfu á höfðinu og trefil um háls, hvort tveggja appalesínugult og merkt knattspyrnufélaginu Fylki. Skyldi Fylkir ætla sér að sitja þegjandi undir þessu? Ef Fylkir vill ekki láta þenna karl bendla sig við rasisma, þá hlýtur hann að gefa út fréttatilkynningu þar sem þessum hugmyndum er afneitað og skjöldur félagsins þveginn. Ég efast um að stjórn Fylkis hafi verið spurð álits. Hún hlýtur að sverja þetta af sér ef hún vill ekki að slyðruorðið festist við hana.







Haha, tékkið á þessu.



Indymedia er komið upp aftur. Hægt er að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu þar sem aðförin að þeim er fordæmt og þess krafist að málið verði útskýrt.



Af suður-asískum maóistum:

People's War Group Andhra Pradesh sækja fram og reyna að ná undir sig landsvæði sem mundi tengja þeirra yfirráðasvæði við Nepal - þannig að samstarf við nepalska maóista verði auðveldara og skilvirkara.*

Svei mér þá, það lítur út fyrir að í Nepal vinni Prachanda-maóistarnir langþráðan sigur. Byrjuðu borgarastríð 1996. Vopnabúr þeirra samanstóð þá af einni haglabyssu, sem var í notkun allan sólarhringinn. Vegna þess að þeir áttu stuðning fólksins vísan gekk þeim allvel og nú, 8 árum síðar, er talið að þeir eigi alls kostar við Gyanendra konung, þann afturhaldsfausk og harðstjóra, og málaliða hans. Giskið svo á hverjir styðja Gyanendra. Bandaríkjamenn, Bretar, Belgar, Ástralar, Indverjar og fleiri. BNA hafa meira að segja lýst því yfir að Communist Party of Nepal-Maoist séu hryðjuverkasamtök! Þeir eru skæruliðasamtök, já, en hryðjuverkasamtök? Onei. Áður en Bandaríkjastjórn (og taglhnýtingar hennar, svo sem ríkisstjórn Íslands) notast við þetta hugtak, "hryðjuverkamenn" -- þá væri góð byrjun að hafa reiðubúna skilgreiningu á því hvað er að vera hryðjuverkamaður. Eða vilja menn frekar hafa svona loðið orð sem er hægt að klína á hvaða óvin sinn sem er til að sverta ímynd hans og réttlæta árásir á hann og pyndingar eða dráp án dóms og laga?

Fleiri fréttir frá Nepal hér.



En talandi um maóista í Suður-Asíu: Tvær stærstu maóistahreyfingar Indlands hafa sameinast. MCC PWG eru nú Communist Party of India (Maoist).

No comments:

Post a Comment