Sunday, October 10, 2004

John Kerry er að auka fylgi sitt verulega. Það gæti þýtt að líkurnar á sviðsettu hryðjuverki aukist til muna líka. Þessu á ég von á: Ósama bin Laden kemur í leitirnar (eða tvífari hans) á næstu 2-3 vikum (ég held að hann sé núna á hótelsvítu í Dubai í góðu yfirlæti og á kostnað CIA) og Bush eykur fylgi sitt verulega. Ef það dugir ekki til gæti ég best trúað því að hroðaleg hryðjuverkaárás verði gerð (=sviðsett) fljótlega (t.d. "hefnd" fyrir handtöku Ósama) -- og herlög sett af "öryggisástæðum". Þetta er kannski bara hugarburður í mér. Ég vona það allavega. En því miður fer því fjarri að hægt sé að útiloka þetta.

Plan a .. Ósama "finnst" - Bush verður vinsælli og nær endurkjöri;

Plan b .. Hryðjuverkaárás gerð og kosningum frestað í skjóli herlaga - Bush tekur hörkulega afstöðu, sópar til sín fylgi hefndarþyrsts almennings, kosningarnar fara fram og hann nær endurkjöri;

Plan c .. Ef svo ólíklega færi að plan a gengi ekki upp og fylgi Bush ykist ekki við plan c, þá yrði herlögunum hreinlega ekki aflétt, alla vega ekki í bráð. Tommy Franks, yfirhershöfðingi í Bandaríkjaher, hefur þegar lýst því að hann búist við að herstjórn kæmist á í Bandaríkjunum ef önnur stór hryðjuverkaárás yrði gerð. Hann gæti reynst sannspár.

Þetta er það sem ég óttast að gæti gerst á næstu vikum.









Bastarðurinn Howard vann stórsigur í kosningunum í Ástralíu og hefur nú hafði sitt fjórða kjörtímabil sem forsætisráðherra. Þessi íhaldsskröggur mun nú halda áfram atlögu sinni að áströlskum almenningi, frumbyggjum, innflytjendum, konum, atvinnulausum, öryrkjum og öðrum hópum sem hallar á í samfélaginu. Það er ólán fyrir Ástrali að hafa valið þennan mann til áframhaldandi stjórnar - eða réttara sagt óstjórnar - yfir sér.

2 comments:

  1. Ólíkt þér þá trúi ég ekki alveg þessum samsæriskenningum sem eru í gangi 9/11. Hins vegar gæti ég trúað því að þeir séu nú þegar búnir að ná Osama og hann birtist rétt fyrir kosningar. Ég held að almenningur í Bandaríkjunum myndi aldrei láta bjóða sér að sett yrðu herlög og kosningum frestað. Meira að segja þeir eru ekki það langt sokknir. Varðandi annað hryðjuverk rétt fyrir kosningar þá er möguleiki að almenningur upplifði það svipað og á spáni, þ.e. að núverandi stjórnvöld ráði ekki við neitt, öryggi borgaranna hafi minkað og Kerry ynni yfirburðasigur. Hins vegar held ég að það sé ekki jafn mikill munur á Kerry og Bush og margir vilja telja. Samt er hann óneitanlega skömminni skárri en hinn.

    ReplyDelete
  2. Það er svosem satt, að Kerry yrði eitthvað skárri en Bush, en ég er á báðum áttum samt. Mögulegar umbætur Kerrys næðu aldrei lengra en til að friðþægja almenning. Hann er maður auðvaldsins. Annars anga auðvaldsins en Bush, en auðvaldsins engu að síður.
    Mundi almenningur í Bandaríkjunum láta bjóða sér herlög? Ég get ekki fullyrt um það, en ef hann mundi gera það væri það undir þeim kringumstæðum að ægilegt neyðarástand væri ríkjandi, svosem vegna stórfelldra "hryðjuverka". Fólk er ótrúlega fúst að gefa eftir af frelsinu ef það heldur að það auki öryggi sitt með því. Sannleikurinn er sá að þetta aukna öryggi er ofmetið.
    Hvað varðar samsæriskenningarnar, þá vil ég taka nokkuð fram: Opinbera sagan er samsæriskenning. Sagan sem yfirvöld halda að okkur er sú að þetta hafi verið samsæri nokkurra skrítinna heiðingja. Þegar maður horfir yfir völlinn sér maður að ótrúlega margt í þeirri sögu gengur ekki upp. Hins vegar getur maður séð vísbendingar um að allt annað hafi gerst, m.a. vísbendingar um að Bandaríkjastjórn hafi verið viðriðnari málið en hún kærir sig um að við vitum.
    Ég held að þetta sé ekki spurning um að "trúa eða trúa ekki á samsæriskenningar" -- ég held að þetta sé spurning um hvort maður trúir á heimsmyndina sem hefur verið haldið að manni frá bernsku og vill ekki sleppa henni þótt allt sé morandi í vísbendingum. Það eru gerð samsæri. Ríkisstjórnir ljúga. Ég álít það hálfgerða borgaralega skyldu mína að tortryggja það sem ríkisstjórnirnar segja.

    ReplyDelete