Friday, October 29, 2004

Í dag eru 74 ár frá stofnun Kommúnistaflokks Íslands. Einnig eru liðin 75 ár frá svarta fimmtudegi, upphafi kreppunnar miklu, eins og fram kom í Fréttablaðinu. Talandi um Fréttablaðið, þá er "spurningin" í dag hvort brotthvarf ísraelska hersins frá Gazaströndinni muni flýta fyrir friðarferlinu.



Ha?



Hvaða friðarferli?

Það eru nokkur ár síðan þetta svokallaða friðarferli tók endi. Núna er ekkert ferli, það er bara samfelld atlaga Ísraela að mannréttindum, eignum, lífi og limum Palestínumanna. Það er ekkert friðarferli, þökk sé Sharon.





Annars eru hér nokkrir atburðir sem eru á næstunni í Snarrót (Garðastræti 2) og víðar, fyrir þá sem hafa áhuga:

Laugard. 30. október: Húllumhæ í tilefni formlegrar opnunar Snarrótar. Stendur yfir mestallt síðdegið. Léttar veitingar og rugl. Látið sjá ykkur og takið fleiri með ykkur.

Sama kvöld kl. 20:00 halda Ungir Vinstri-grænir tónleika í Suðurgötu 3. Tvær flugur í einu höggi.

Þriðjud. 2. nóvember: Forsetakosningar í Bandaríkjunum. Líklega kosningavaka í Snarrót. Látið sjá ykkur (ef hún verður) - og takið fleiri með ykkur.

Fimmtud. 4. nóvember: Fundur í Snarrót vegna Buy Nothing Day. BND er 26. nóvember í ár og það stendur til að gera eitthvað. Hvað? Það verður rætt á fundinum. Látið sjá ykkur og takið fleiri með ykkur.

Föstud. 5. nóvember: Fjáröflunarkvöldverður í Snarrót -- borð svigna af krásum gegn symbólskri upphæð sem öll rennur til rekstrar Snarrótar. Göfugur málstaður, gott fólk, göfugur málstaður! Látið sjá ykkur og takið fleiri með ykkur!

Laugard. 6. nóvember: Aðalfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga á horni Garðastrætis og Vesturgötu.

Þriðjud. 9. nóvember - þriðjud. 16. nóvember: Alþjóðleg baráttuvika gegn apartheid-múrnum í Palestínu. Tónleikar, fundir o.fl. auglýst síðar.

No comments:

Post a Comment