Monday, October 11, 2004

Mér finnst rétt að þessi tilkynning komi fram:

Félagið Ísland-Palestína heldur opinn félagsfund í Norræna húsinu þriðjudagskvöld 12. okt. kl 20 - 22

Dagskrá:

* Skýrslur sjónarvotta í máli og myndum.

* Sveinn Rúnar Hauksson og Arna Ösp Magnúsardóttir dvöldu í Palestínu í sumar sem sjálfboðalilðar og munu skýra frá því sem þau upplifðu.

* Einar Már Guðmundsson les ljóð.

* E.t.v. sýnd stutt kvikmynd.

* Fyrirspurnir og umræður um hið alvarlega ástand mála og hvað við getum gert.

Bolir og margs konar merki til sölu á staðnum.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta og bjóða með sér gestum.


...ég hvet fólk að sjálfsögðu til að mæta!



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Þýskir hægriöfgamenn mynda kosningabandalag fyrir kosningar 2006. Ekki er ég undrandi á því. Þeim hefur verið gert erfitt fyrir hingað til, en ekki stöðvaðir, né hafa borgaralegir stjórnmálamenn boðið upp á neitt í staðinn. Með öðrum orðum, þessu hefur verið leyft að dafna, hvað sem því líður sem kristilegir demókratar eða græningjar segja á hátíðisdögum. Þetta er varhugaverð þróun. Vantar Þýskaland kannski nýjan Hitler?

Hver veit, auðvaldinu finnst kannski öruggara að eiga þessa gaura í bakhöndinni ef það stéttabaráttan skyldi fara að ræskja sig aftur. Miðað við hvað atvinnuleysið er orðið mikið í Þýskalandi skyldi maður ætla að jarðvegurinn sé að vera frjórri fyrir róttækt þenkjandi stjórnmálastefnur. Þær eru því miður líka til hægra megin í litrófinu. Oft var þörf, en nú er nauðsyn, að róttækir þýskir vinstrimenn komi sér saman um áætlun til að stemma stigu við þessum ófögnuði og komast sjálfir til áhrifa svo þeir geti gert gott.

No comments:

Post a Comment