Wednesday, October 27, 2004

Hér eru tvær tilkynningar: Skeptíkus, hreyfing ótrúaðra stúdenta, heldur stofnfund sinn annað kvöld og eru trúlausir háskólanemar eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í þessu göfuga félagi. Í öðru lagi verður þjónustu- og félagsmiðstöðin Snarrót opnuð með pompi og prakt á laugardaginn, og eru landsmenn allir velkomnir. Hér eru tilkynningarnar:



Skeptíkus

Ertu kominn með nóg af kjaftæðinu? Kominn með upp í háls af biskupnum? Prestunum? Þórhalli og öllum hinum miðlunum? Skottulæknunum? Fullorðnu fólk sem trúir á álfa?

Ef svo er komdu þá á kynningarfund hjá Skeptíkusi, félagi efahyggjumanna og trúleysingja í Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram í stofu 131 í Öskju fimmtudaginn 28. október klukkan 19:30.






Snarrót

Laugardaginn 30. október, kl. 15.00, mun grasrótarmiðstöðin Snarrót spretta upp að Garðastræti 2, 101 Reykjavík. Tilgangur félagsins er að vinna að friði, mannréttindum, umhverfisvernd og félagslegu réttlæti með því að efla fræðslu- og félagsstarf einstaklinga og samtaka sem aðhyllast slíkar hugsjónir. Félagið leggur til aðstöðu til funda, menningaratburða og námskeiða í formi húsnæðis, tækjakosts og bókasafns. Ennfremur stendur félagið sjálft að menningarviðburðum, námskeiðum og kvikmyndasýningum.

Á opnunarhátíðinni munu koma fram: Erpur Eyvindsson, Eyvindur Eíríksson, Dean Farrell, Birgitta Jónsdóttir, Jón frá Pálmholti, Þórdís Björnsdóttir.

Léttar veitingar á boðstólnum

www.snarrot.net

No comments:

Post a Comment