Saturday, October 30, 2004

Hversu trúverðugt skyldi fólki þykja þetta myndband með meintum hryðjuverkaleiðtoga? Ég vil vísa í umfjöllun Prpoaganda Matrix um þetta myndband. Í stuttu máli, þá tek ég öllu með fyrirvara sem sagt er tengjast al-Qaeda, Osama bin Laden eða öðru slíku. Það eru nokkur orð sem kveikja á rauðum viðvörunarljósum hjá mér. Það er mjög mikið af lygum og áróðri í fréttum og áróðurinn hamrar gjarnan á nokkrum lykilhugtökum sem fólk er heilaþvegið með. T.d. "weapons of mass destruction", "Osama bin Laden's al-Qaeda", svo dæmi séu nefnd.

Maður kemur fram í myndbandi, segist vera Osama bin Laden, segir Bandaríkjamönnum að kjósa ekki Bush því hann standi sig svo vel í stríði gegn hryðjuverkum. Þótt maður samþykki opinberu sögurnar að öðru leyti, þá efast ég um að alvöru bin Laden væri svo heimskur að segja þetta og meina það --- nema auðvitað að það sé satt sem er reyndar líklegast, að bin Laden vilji einmitt að Bush vinni. Aðfarir Bush undanfarin ár hafa óneitanlega spilað mjög upp í hendurnar á íslömsku öfgamönnum.

Maður hlýtur samt að velta fyrir sér, ætli það sé í alvörunni margt fólk sem gleypir við þessu? Ég held, því miður, að það sé það. Á Íslandi? Ekki svo margt. Skoðanir Íslensinga skipta heldur ekki máli. Það sem skiptir máli fyrir bandarísk stjórnvöld er að glepja bandarískan almenning á sitt band. Það er auðvelt að ljúga að fólki, en auðveldast er það þegar fólk tekur sjálft þátt í lyginni og vill láta ljúga að sér.

Þá er spurningin, koma bandarískir hægriöfgamenn með tromp núna rétt fyrir kosningar? Verður hryðjuverkaárás? "Finnst" bin Laden? Var þetta myndband kannski trompið? Ég býst við að það komi í ljós. Ég hugsa að Bush vinni þessar kosningar´. Hann er með nóg forskot til að þurfa ekki nema hóflegt kosningasvindl til að geta unnið heiðarlega. (Hvað voru margar þversagnir í þessu?)

Ef Bush vinnur ekki heiðarlega á þriðjudaginn, þá vinnur hann óheiðarlega. Ég sé ekki fyrir mér að hann sé að fara að afsala sér völdum í janúar.





~~~~~~~~~~~~~~~~~

Það ku staðfest að Arafat sé ekki með hvítblæði. Það er nú gott.

No comments:

Post a Comment