Thursday, October 14, 2004

Jæja, þá er maður orðinn áskrifandi að einum fjórum blöðum, róttækum kommablöðum frá Bretlandi.



Ég minni annars á kenningu mína: Ef Kerry heldur forskotinu á Bush er líklegt að Osama bin Laden komi í leitirnar á næstu 10 dögum. Ef það dugir ekki til að hossa Bush uppfyrir Kerry í skoðanakönnunum, þá óttast ég að stór hryðjuverkaárás verði gerð á Bandaríkin (þá sviðsett, væntanlega). Þá yrðu, í nafni öryggisins, sett herlög og stjórnað með tilskipunum -- herlögunum yrði aflétt við fyrsta "örugga" tækifæri ef fylgi Bush ykist, en annars væri sagt að það væri ekki óhætt, og áfram yrði stjórnað með tilskipunum.

Með öðrum orðum, ég er vantrúaður á að Bush láti valdataumana af hendi með góðu. Ég get ekki sagt að mér lítist á blikuna...



Verkalýðsfélagið Vaka styrkir kennara í deilu sinni -- helvíti er það gott hjá þeim! (Fyrst hélt ég að það væri stúdentaklúbburinn Vaka, og þótti hljóma einkennilega!) Vonandi fara fleiri launþegasamtök að góðu fordæmi Vöku á Siglufirði.



Þjóðarhreyfingin lætur loks í sér heyra eftir nokkra bið. Ég get nú ekki séð að orðið verði við kröfum hennar, þótt þær séu réttmætar í sjálfu sér. Ég styð þessa kröfu, en er því miður svartsýnn á að hún skili nokkru. Það eru fleiri í svipuðum þönkum, en róttækari, en Þjóðarhreyfingin. Kemur nánar í ljós seinna.

No comments:

Post a Comment