Wednesday, October 6, 2004

Ég hef ekkert svar fengið frá utanríkisráðuneytinu ennþá, og er það þó oftast ekki lengi að svara. Af hryðjuverkum Ísraela í Jabaliya-flóttamannabúðunum er það annars að frétta að um 80 munu vera fallnir þegar þetta er skrifað - og Bandaríkjamenn voru að enda við að beita neitunarvaldi í öryggisráði SÞ, þar sem stóð til að krefjast þess að Ísraelar drægju her sinn út úr Gaza. Það mátti svosem búast við því. Að hugsa sér að þessir menn, bandarísku heimsvaldasinnarnir, skuli ennþá voga sér að láta eins og þeir séu einhvers konar "honest broker" í málefnum Ísraela og Palestínumanna. Það eru þeir sko ekki. Og kjölturakkar þeirra, íslensku heimsvaldasinnarnir, elta þægir þennan ófögnuð í von um að biti hrökkvi af borðinu.



Talandi um Ísrael, ætli Ísraelar fari ekki að gera loftárás á Íran í ljósi þessara frétta?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Ég fór á tvo fyrirlestra í gær, einn í hádeginu í Norræna húsinu og annan í Reykjavíkurakademíunni um kvöldið. Ég hef ýmislegt um þá að segja, en verð að geyma það til morguns eða svo.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Linkurinn á fréttatilkynningu Ástþórs Magnússonar held ég að sé kominn í lag.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Þá bendi ég á fróðlega grein Sverris Jakobssonar á Múrnum, þar sem hann fjallar um Kambódíu. Ansi hreint er þessi grein fróðleg.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Edwards og Cheney áttu víst kappræður í gærkvöldi. Ég missti af þeim, en hér má lesa um þær. Eins og í Bush/Kerry kappræðunum um daginn var það bandaríska auðvaldið sem hafði sigur.

No comments:

Post a Comment