Monday, October 11, 2004

Jóhannes Björn Lúðvíksson, höfundur bóka á borð við Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans heldur úti heimasíðunni Vald.org þar sem hann birtir reglulega mjög góðar greinar með hvassri greiningu á ýmislegt sem margir skilja ekki vel. Um þessar mundir beinir hann kastljósinu að efnahagskerfi Bandaríkjanna eða, réttara sagt, hagkerfi jarðarinnar. Nýjasta grein hans heitir einmitt Hvert stefnir hagkerfi jarðarinnar? -- og þar rekur hann spennuna sem er í bandaríska hagkerfinu og hvernig hún stofnar hagkerfi alls heims í stórhættu. Það er vel mögulegt að það stefni í skell hjá bandaríska hagkerfinu. Slíkur skellur, segir Jóhannes, „yrði allt að því rothögg á hagkerfi heimsins.“ Það er mál sem enginn hefur efni á að láta fram hjá sér fara. Hér er alvara á ferðum. Lesið þessa grein.

~~~~~~~~~~~~~~

Aðra grein vil ég benda á, en að er samantekt Elíasar Davíðssonar á nokkrum spurningum varðandi ellefta september, sem enn hefur ekki verið svarað. Ögmundur Jónasson birtir samantekt Elíasar á heimasíðu sinni og er það vel. Þetta eru áleitnar spurningar sem eiga erindi upp á yfirborðið. Það er verið að ljúga okkur full, gott fólk, til þess að auðveldara sé að stjórna okkur.

~~~~~~~~~~~~~~

Bandaríkjamenn loka Indymedia.org í Bretlandi með lögregluvaldi. Ha?? Hvernig geta þeir það?

No comments:

Post a Comment