Monday, October 4, 2004

Morðin í Jabaliya flóttamannabúðunum á Gaza halda áfram. Fjögurra ára barn drepið, fjöldi fallinna nálgast sjötíu. Ætli heimsbyggðin hyggist gera eitthvað til að stöðva þetta blóðbað?



Rétt í þessu var ég að senda utanríkisráðuneytinu bréf sem hljómaði svona:

Ég vek athygli ráðuneytisins á að fjöldamorð standa yfir í Jabaliya flóttamannabúðunum á Gazaströndinni. Ísraelski herinn hefur, þegar þetta er skrifað, drepið á sjöunda tug manna, mest óbreytta borgara, og er fjöldi barna og kvenna meðal fallinna. Á þetta að auka líkur á friði milli Ísraela og Palestínumanna? Ætlar íslenska utanríkisþjónustan að mótmæla þessu skelfilega blóðbaði eða láta það óátalið?



Kveðja frá borgara sem er ekki sama,



Vésteinn Valgarðsson


...ég verð að játa að ég er alls ekki bjartsýnn á að viðbrögðin verði þau sem þau þyrftu að vera. Glæpamennirnir sem stjórna ísraelska hernum eiga sér volduga bandamenn sem ólíklegt er að íslenskir hægrimenn vilji komast upp á kant við.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~



WSWS er með góða og greinandi umfjöllun um ástandið í Níger-ósum í Nígeríu.

No comments:

Post a Comment